Anníe Mist ofarlega á lista yfir þær sem gætu gripið gæsina á heimsleikunum í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2023 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir keppti á sínum fyrstu heimsleikum árið 2009 og varð síðast heimsmeistari árið 2014. Getty/Dario Cantatore Tia-Clair Toomey hefur verið hraustasta CrossFit kona heims í sex ár eða síðan hún vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil árið 2017. Hún mun hins vegar ekki verja titil sinn í ár. Toomey tilkynnti heiminum það yfir Jólahátíðina að hún og maðurinn hennar eigi von á barni. Það þýðir jafnframt að Tia mun ekki taka þátt í heimsleikunum 2023. Katrín Tanja Davíðsdóttir var síðust til að verða heimsmeistari á undan Tiu-Clair Toomey en Toomey endaði í öðru sæti á eftir okkar konu bæði 2015 og 2016. Toomey hefur ekki aðeins unnið sex heimsmeistaratitla í röð, fyrst karla og kvenna í sögunni, heldur hefur hún oftast unnið heimsleikana með miklum yfirburðum. Nú er því í fyrsta sinn alvöru efi um það hver sér að fara vinna heimsmeistaratitilinn og það eru örugglega margar frábærar CrossFit konur sem hugsa sér gott til glóðarinnar. Morning Chalk Up vefurinn ákvað að kanna álit CrossFit heimsins á því hver grípi gæsina og tryggi sér heimsmeistaratitilinn í haust. Tímabilið er ekki hafið og því á margt eftir að gerast í undankeppninni áður en við vitum betur hvaða konur mæta í besta forminu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það er engu að síðustu athyglisvert að skoða niðurstöðurnar. Könnunin fékk 6228 svör en það var ein kona sem var með mikla yfirburði. Mallory O'Brien hélt upp á nítján ára afmælið sitt á Nýársdag og það er enginn vafi að spáfólk Morning Chalk Up trúir því að hún vinni heimsmeistaratitilinn. O'Brien náði öðru sætinu á eftir Toomey á síðustu heimsleikum og varð í sjöunda sæti árið á undan þegar hún var aðeins sautján ára gömul. O'Brien, sem verður liðsfélagi Anníe Mistar Þórisdóttur og Katrúnar Tönju Davíðsdóttur á Wodapalooza mótinu í Miami eftir rúma viku, fékk 71 prósent atkvæða. Ungverjinn Laura Horvath, sem varð í þriðja sæti á heimsleikunum í fyrra, fékk átján prósent atkvæða. Anníe Mist kemur síðan í þriðja sætinu í könnuninni með sex prósent atkvæða en aðrar fengu síðan samtals sex prósent atkvæða. Anníe Mist keppt í liðakeppni á síðasta ári en árið á undan náði hún þriðja sætinu innan við ári eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist. Það yrði rosalegt ef Anníe Mist næði að komast aftur á verðlaunapall, hvað þá að vinna. Hún hefur tvisvar orðið heimsmeistari en það eru liðin ellefu ár frá síðasta titli. Anníe komst fyrst á verðlaunapall árið 2010 og hefur alls komist þangað á sex heimsleikum. Katrín Tanja Davíðsdóttir er meðal hinna sex sem fengu flest atkvæði en þar eru líka Emma Lawson, Danielle Brandon, Haley Adams, Brooke Wells og Gabi Migala. Við fáum auðvitað ekki svarið við þessari spurningu fyrr en í ágúst en það er mikil spenna í loftinu nú þegar drottningin er komin í barneignarfrí. Hvort prinsessa sportsins taki lokaskrefið eða hvort gamlir heimsmeistarar endurnýi kynnin við gullið verður eflaust í umræðunni næstu sjö mánuði. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslasaður eftir grjóthrun Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Toomey tilkynnti heiminum það yfir Jólahátíðina að hún og maðurinn hennar eigi von á barni. Það þýðir jafnframt að Tia mun ekki taka þátt í heimsleikunum 2023. Katrín Tanja Davíðsdóttir var síðust til að verða heimsmeistari á undan Tiu-Clair Toomey en Toomey endaði í öðru sæti á eftir okkar konu bæði 2015 og 2016. Toomey hefur ekki aðeins unnið sex heimsmeistaratitla í röð, fyrst karla og kvenna í sögunni, heldur hefur hún oftast unnið heimsleikana með miklum yfirburðum. Nú er því í fyrsta sinn alvöru efi um það hver sér að fara vinna heimsmeistaratitilinn og það eru örugglega margar frábærar CrossFit konur sem hugsa sér gott til glóðarinnar. Morning Chalk Up vefurinn ákvað að kanna álit CrossFit heimsins á því hver grípi gæsina og tryggi sér heimsmeistaratitilinn í haust. Tímabilið er ekki hafið og því á margt eftir að gerast í undankeppninni áður en við vitum betur hvaða konur mæta í besta forminu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það er engu að síðustu athyglisvert að skoða niðurstöðurnar. Könnunin fékk 6228 svör en það var ein kona sem var með mikla yfirburði. Mallory O'Brien hélt upp á nítján ára afmælið sitt á Nýársdag og það er enginn vafi að spáfólk Morning Chalk Up trúir því að hún vinni heimsmeistaratitilinn. O'Brien náði öðru sætinu á eftir Toomey á síðustu heimsleikum og varð í sjöunda sæti árið á undan þegar hún var aðeins sautján ára gömul. O'Brien, sem verður liðsfélagi Anníe Mistar Þórisdóttur og Katrúnar Tönju Davíðsdóttur á Wodapalooza mótinu í Miami eftir rúma viku, fékk 71 prósent atkvæða. Ungverjinn Laura Horvath, sem varð í þriðja sæti á heimsleikunum í fyrra, fékk átján prósent atkvæða. Anníe Mist kemur síðan í þriðja sætinu í könnuninni með sex prósent atkvæða en aðrar fengu síðan samtals sex prósent atkvæða. Anníe Mist keppt í liðakeppni á síðasta ári en árið á undan náði hún þriðja sætinu innan við ári eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist. Það yrði rosalegt ef Anníe Mist næði að komast aftur á verðlaunapall, hvað þá að vinna. Hún hefur tvisvar orðið heimsmeistari en það eru liðin ellefu ár frá síðasta titli. Anníe komst fyrst á verðlaunapall árið 2010 og hefur alls komist þangað á sex heimsleikum. Katrín Tanja Davíðsdóttir er meðal hinna sex sem fengu flest atkvæði en þar eru líka Emma Lawson, Danielle Brandon, Haley Adams, Brooke Wells og Gabi Migala. Við fáum auðvitað ekki svarið við þessari spurningu fyrr en í ágúst en það er mikil spenna í loftinu nú þegar drottningin er komin í barneignarfrí. Hvort prinsessa sportsins taki lokaskrefið eða hvort gamlir heimsmeistarar endurnýi kynnin við gullið verður eflaust í umræðunni næstu sjö mánuði.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslasaður eftir grjóthrun Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira