Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2023 06:14 Bók Harry ber heitið Spare, sem er meðal annars tilvísun í orð sem Karl Bretakonungur er sagður hafa látið falla við þáverandi eiginkonu sína eftir að Harry kom í heiminn. Sagði Karl að nú hefði hann sinnt skyldum sínum þar sem Díana hefði fætt honum bæði erfingja og einn til vara. AP/Martin Meissner Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. Guardian greinir frá þessu en miðillinn hefur komist yfir eintak af bókinni Spare, sem kemur út 10. janúar næstkomandi. Í umfjölluninni um árásina segir að hún sé aðeins ein af mörgum ótrúlegum atvikum sem Harry lýsir í bókinni. Harry skrifar í bókinni að Vilhjálmur, prinsinn af Wales, hafi viljað eiga samtal um versnandi samband þeirra bræðra og erfiðleika í tengslum við fjölmiðla. Þegar hann mætti til fundar við bróður sinn í Nottingham Cottage árið 2019, þar sem Harry bjó, hafi Vilhjálmur hins vegar þegar verið öskureiður. Vilhjálmur kvartaði undan Meghan og sagði hana „erfiða“ og „dónalega“. Harry svaraði að Vilhjálmur væri nú bara að endurtaka vitleysu úr fjölmiðlum og sakaði hann um að hegða sér eins og sannur erfingi krúnunnar, sem skildi ekki af hverju bróðir hans væri ekki sáttur við að vera bara til vara. Samkvæmt frásögninni skiptust þeir á að mógða hvorn annan þar til Vilhjálmur sagðist aðeins vera að reyna að hjálpa. „Er þér alvara? Hjálpa mér? Afsakaðu; er það það sem þú vilt kalla þetta? Að hjálpa mér?“ svaraði Harry. Svarið reiddi Vilhjálm til reiði og segist Harry hafa orðið smeykur við hann. Hann gekk inn í eldhús og náði í vatnsglas og rétti bróður sínum. „Villi; ég get ekki talað við þig þegar þú ert svona,“ sagði hann. Vilhjálmur setti niður glasið, kallaði bróður sinn ónefni og réðst á hann. „Þetta gerðist allt svo hratt. Svo hratt,“ segir Harry. Vilhjálmur hafi gripið í kraga hans, og rifið hálsmenið hans, og kýlt hann í gólfið. Harry lenti á matarskál heimilishundsins, sem brotnaði þannig að brotin skárust inn í bak hans. Hann lá í gólfinu um stund, stóð síðan upp og vísaði Vilhjálmi út. Að sögn Harry eggjaði Vilhjálmur hann til að svara fyrir sig, eins og þeir gerðu þegar þeir slógust sem börn. Harry neitaði. Eldri bróðirinn gekk þá á brott en snéri síðan aftur, skömmustulegur, og baðst afsökunar. Þegar hann gekk aftur í burtu sagði hann: „Þú þarft ekki að segja Meg frá þessu.“ „Þú meinar að þú hafir ráðist á mig?“ spurði Harry. „Ég réðst ekki á þig, Hinrik.“ Í bókinni segist Harry ekki hafa sagt eiginkonu sinni frá atvikinu fyrr en hún tók eftir því að hann var sár og marin á bakinu. Árás Vilhjálms hefði ekki komið henni á óvart en hún hefði verið afar döpur yfir þróun mála. Harry lýsir einnig fundi sem hann átti með Vilhjálmi og Karli Bretakonungi í Windsor-kastala eftir útför Filippusar prins í apríl 2021. Þar stóð hinn verðandi konungur milli stríðandi sona sinna. „Gerið það piltar; ekki gera síðustu ár mín eymdarleg,“ sagði hann. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Ævisaga „varaskeifunnar“ kemur út 10. janúar Ævisaga Harry Bretaprins og hertoga af Sussex er væntanleg í verslanir 10. janúar næstkomandi. Bókin ber titilinn „Spare“, sem mætti þýða sem „Varaskeifa“ á íslensku en hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 27. október 2022 11:39 Clarkson fordæmdur fyrir viðurstyggileg skrif um Markle Þáttastjórnandinn Jeremy Clarkson hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir að hafa látið viðurstyggileg orð falla um hertogaynjuna Meghan Markle. Clarkson skrifaði pistil í dagblaðið The Sun þar sem hann sagðist hata hertogaynjuna „óstjórnlega mikið.“ 18. desember 2022 19:40 Brosir vitandi að amma og afi séu sameinuð á ný Harry prins, barnabarn Elísabetar II, hefur sent frá sér hjartnæma yfirlýsingu í kjölfar andláts ömmu sinnar. Hann segist vera þakklátur fyrir allar minningar sínar með henni. 12. september 2022 11:42 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Sjá meira
Guardian greinir frá þessu en miðillinn hefur komist yfir eintak af bókinni Spare, sem kemur út 10. janúar næstkomandi. Í umfjölluninni um árásina segir að hún sé aðeins ein af mörgum ótrúlegum atvikum sem Harry lýsir í bókinni. Harry skrifar í bókinni að Vilhjálmur, prinsinn af Wales, hafi viljað eiga samtal um versnandi samband þeirra bræðra og erfiðleika í tengslum við fjölmiðla. Þegar hann mætti til fundar við bróður sinn í Nottingham Cottage árið 2019, þar sem Harry bjó, hafi Vilhjálmur hins vegar þegar verið öskureiður. Vilhjálmur kvartaði undan Meghan og sagði hana „erfiða“ og „dónalega“. Harry svaraði að Vilhjálmur væri nú bara að endurtaka vitleysu úr fjölmiðlum og sakaði hann um að hegða sér eins og sannur erfingi krúnunnar, sem skildi ekki af hverju bróðir hans væri ekki sáttur við að vera bara til vara. Samkvæmt frásögninni skiptust þeir á að mógða hvorn annan þar til Vilhjálmur sagðist aðeins vera að reyna að hjálpa. „Er þér alvara? Hjálpa mér? Afsakaðu; er það það sem þú vilt kalla þetta? Að hjálpa mér?“ svaraði Harry. Svarið reiddi Vilhjálm til reiði og segist Harry hafa orðið smeykur við hann. Hann gekk inn í eldhús og náði í vatnsglas og rétti bróður sínum. „Villi; ég get ekki talað við þig þegar þú ert svona,“ sagði hann. Vilhjálmur setti niður glasið, kallaði bróður sinn ónefni og réðst á hann. „Þetta gerðist allt svo hratt. Svo hratt,“ segir Harry. Vilhjálmur hafi gripið í kraga hans, og rifið hálsmenið hans, og kýlt hann í gólfið. Harry lenti á matarskál heimilishundsins, sem brotnaði þannig að brotin skárust inn í bak hans. Hann lá í gólfinu um stund, stóð síðan upp og vísaði Vilhjálmi út. Að sögn Harry eggjaði Vilhjálmur hann til að svara fyrir sig, eins og þeir gerðu þegar þeir slógust sem börn. Harry neitaði. Eldri bróðirinn gekk þá á brott en snéri síðan aftur, skömmustulegur, og baðst afsökunar. Þegar hann gekk aftur í burtu sagði hann: „Þú þarft ekki að segja Meg frá þessu.“ „Þú meinar að þú hafir ráðist á mig?“ spurði Harry. „Ég réðst ekki á þig, Hinrik.“ Í bókinni segist Harry ekki hafa sagt eiginkonu sinni frá atvikinu fyrr en hún tók eftir því að hann var sár og marin á bakinu. Árás Vilhjálms hefði ekki komið henni á óvart en hún hefði verið afar döpur yfir þróun mála. Harry lýsir einnig fundi sem hann átti með Vilhjálmi og Karli Bretakonungi í Windsor-kastala eftir útför Filippusar prins í apríl 2021. Þar stóð hinn verðandi konungur milli stríðandi sona sinna. „Gerið það piltar; ekki gera síðustu ár mín eymdarleg,“ sagði hann.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Ævisaga „varaskeifunnar“ kemur út 10. janúar Ævisaga Harry Bretaprins og hertoga af Sussex er væntanleg í verslanir 10. janúar næstkomandi. Bókin ber titilinn „Spare“, sem mætti þýða sem „Varaskeifa“ á íslensku en hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 27. október 2022 11:39 Clarkson fordæmdur fyrir viðurstyggileg skrif um Markle Þáttastjórnandinn Jeremy Clarkson hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir að hafa látið viðurstyggileg orð falla um hertogaynjuna Meghan Markle. Clarkson skrifaði pistil í dagblaðið The Sun þar sem hann sagðist hata hertogaynjuna „óstjórnlega mikið.“ 18. desember 2022 19:40 Brosir vitandi að amma og afi séu sameinuð á ný Harry prins, barnabarn Elísabetar II, hefur sent frá sér hjartnæma yfirlýsingu í kjölfar andláts ömmu sinnar. Hann segist vera þakklátur fyrir allar minningar sínar með henni. 12. september 2022 11:42 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Sjá meira
Ævisaga „varaskeifunnar“ kemur út 10. janúar Ævisaga Harry Bretaprins og hertoga af Sussex er væntanleg í verslanir 10. janúar næstkomandi. Bókin ber titilinn „Spare“, sem mætti þýða sem „Varaskeifa“ á íslensku en hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 27. október 2022 11:39
Clarkson fordæmdur fyrir viðurstyggileg skrif um Markle Þáttastjórnandinn Jeremy Clarkson hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir að hafa látið viðurstyggileg orð falla um hertogaynjuna Meghan Markle. Clarkson skrifaði pistil í dagblaðið The Sun þar sem hann sagðist hata hertogaynjuna „óstjórnlega mikið.“ 18. desember 2022 19:40
Brosir vitandi að amma og afi séu sameinuð á ný Harry prins, barnabarn Elísabetar II, hefur sent frá sér hjartnæma yfirlýsingu í kjölfar andláts ömmu sinnar. Hann segist vera þakklátur fyrir allar minningar sínar með henni. 12. september 2022 11:42