Guardiola ætlar ekki að biðja Haaland um að róa sig inn á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2023 17:00 Erling Haaland fagnar marki sínu fyrir Manchester City á móti Everton en fyrir framan hann er Ben Godfrey, varnarmaður Everton, sem virtist komast inn í hausinn á honum. AP/Tim Goode Norðmaðurinn Erling Haaland hefur raðað inn mörkum á sínu fyrsta tímabili með Manchester City liðinu en í jafntefli á móti Everton um síðustu helgi var eins og hann missti hausinn eftir samskipti varnarmann Everton. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchetser City, var spurður út í hegðun Haaland í leiknum. Ben Godfrey, varnarmaður Everton, braut illa á Haaland í upphafi leiks og eftir það var Norðmaðurinn mjög æstur og pirraður út í Godfrey. Haaland skoraði ekki löngu síðar en það vitist þó ekki róa hann mikið. Guardiola happy if Haaland shows his aggressive side again at Chelsea. By @JamieJackson___ #MCFC https://t.co/hsmESlwNix— Guardian sport (@guardian_sport) January 4, 2023 Guardiola er á því að Haaland eigi áfram að vera agressífur og ástríðufullur inn á vellinum en næsti leikur City er á móti Chelsea i kvöld. „Ég var hrifinn af þessu, gefa aðeins meira af sér,“ sagði Pep Guardiola. „Ekki bara hjá honum heldur öllum. Varðandi hegðun hans þá verður þú samt alltaf að nota höfuðið en samt að spila með ástríðu. Það er nauðsynlegt. Ég vil það frekar en að leikmenn séu flatir inn á vellinum. Framherjar þurfa að glíma við mjög harða og grimma varnarmenn,“ sagði Guardiola. „Þetta er nauðsynlegt að bíta frá sér. Á móti Chelsea þarf hann að eiga við [Kalidou] Koulibaly og Thiago Silva. Það er alltaf mikil áskorun og það er ástæðan fyrir því að enska úrvalsdeildin er svona sérstök,“ sagði Guardiola. "I have the feeling he can do better" Pep Guardiola says Erling Haaland has the mindset to do even better than he is already doing at Manchester City. pic.twitter.com/MZShaY5pnp— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 30, 2022 Erling Haaland hefur skorað 21 deildarmark í fimmtán leikjum og alls 27 mörk í öllum keppnum. Guardiola sagði samt að Norðmaðurinn væri enn að venjast líkamlegu kröfum enska boltans. „Ég hef sagt það svo oft en hann getur vissulega bætt margt hjá sér. Það er ekkert að öllum þessum mörkum sem hann skorar en það eru litlir hlutir sem hann getur gert betur. Hann er auðvitað ungur enn þá og verður enn betri í framtíðinni,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Axel heldur fast í toppsætið Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchetser City, var spurður út í hegðun Haaland í leiknum. Ben Godfrey, varnarmaður Everton, braut illa á Haaland í upphafi leiks og eftir það var Norðmaðurinn mjög æstur og pirraður út í Godfrey. Haaland skoraði ekki löngu síðar en það vitist þó ekki róa hann mikið. Guardiola happy if Haaland shows his aggressive side again at Chelsea. By @JamieJackson___ #MCFC https://t.co/hsmESlwNix— Guardian sport (@guardian_sport) January 4, 2023 Guardiola er á því að Haaland eigi áfram að vera agressífur og ástríðufullur inn á vellinum en næsti leikur City er á móti Chelsea i kvöld. „Ég var hrifinn af þessu, gefa aðeins meira af sér,“ sagði Pep Guardiola. „Ekki bara hjá honum heldur öllum. Varðandi hegðun hans þá verður þú samt alltaf að nota höfuðið en samt að spila með ástríðu. Það er nauðsynlegt. Ég vil það frekar en að leikmenn séu flatir inn á vellinum. Framherjar þurfa að glíma við mjög harða og grimma varnarmenn,“ sagði Guardiola. „Þetta er nauðsynlegt að bíta frá sér. Á móti Chelsea þarf hann að eiga við [Kalidou] Koulibaly og Thiago Silva. Það er alltaf mikil áskorun og það er ástæðan fyrir því að enska úrvalsdeildin er svona sérstök,“ sagði Guardiola. "I have the feeling he can do better" Pep Guardiola says Erling Haaland has the mindset to do even better than he is already doing at Manchester City. pic.twitter.com/MZShaY5pnp— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 30, 2022 Erling Haaland hefur skorað 21 deildarmark í fimmtán leikjum og alls 27 mörk í öllum keppnum. Guardiola sagði samt að Norðmaðurinn væri enn að venjast líkamlegu kröfum enska boltans. „Ég hef sagt það svo oft en hann getur vissulega bætt margt hjá sér. Það er ekkert að öllum þessum mörkum sem hann skorar en það eru litlir hlutir sem hann getur gert betur. Hann er auðvitað ungur enn þá og verður enn betri í framtíðinni,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Axel heldur fast í toppsætið Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti