Var heimilt að synja beiðni um eyðingu gagna úr Íslendingabók Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2023 07:49 Íslendingabók geymir upplýsingar um ættartengsl Íslendinga. Vísir/Vilhelm Persónuvernd segir Íslenskri erfðagreiningu hafa verið heimilt að synja konu um að upplýsingar um hana og ólögráða barn hennar yrðu fjarlægðar úr Íslendingabók. Var vinnsla upplýsingana sögð nauðsynleg vegna ættfræðirannsókna og í sagnfræðilegum tilgangi. Konan kvartaði til Persónuverndar í janúar 2021 vegna synjunar Íslenskrar erfðagreiningar á beiðni hennar um eyðingu persónuupplýsinga um hana og ólögráða barn hennar úr Íslendingabók. Íslendingabók er haldið úti af Íslenskri erfðagreiningu og Friðriki Skúlasyni ehf. Í bréfi lögmanns konunnar sem barst Persónuvernd í september síðastliðnum var jafnframt áréttuð sú krafa að ákveðið yrði að Íslendingabók væri óheimilt að skrá, vista, vinna, birta og miðla með öllum hugsanlegum hætti persónuupplýsingum um konuna og barn hennar. Konan taldi að Íslenskri erfðagreiningu hefði borið að verða við beiðni hennar um að eyða upplýsingum um hana og barn hennar úr gagnagrunni og af vefsíðu Íslendingabókar. Hún hefði ekki gefið samþykki fyrir því að persónuupplýsingar um hana og barnið yrðu skráðar og birtar né hefði hún verið upplýst um það. Menn gætu varla varist birtingu almennra lýðskrárupplýsinga Íslensk erfðagreining vísaði meðal annars til ákvæðis um vinnslu persónuupplýsinga í þágu almannaahagsmuna. Vísað var til þess að ættfræðirannsóknir væru ein tegund vísinda- og sagnfræðirannsókna, sem féll undir vinnsluheimildir ákvæðisins. Þá var einnig vísað til þess að með Íslendingabók væri stuðlað að ættfræðirannsóknum á Íslandi. „Ættfræðirannsóknir, sem hafi verið stundaðar á Íslandi um árhundruð, njóti mikilla vinsælda hjá almenningi og séu ein meginstoðin í menningararfi þjóðarinnar. Auk þess séu ættfræðirannsóknir einn grundvöllur og forsenda fyrir viðamiklum rannsóknum á sviði mannerfðafræði hérlendis.“ Lögmætir hagsmunir vegna vinnslu umræddra persónuupplýsinga væru því meiri en hagsmunir konunnar. Í niðurstöðu Persónuverndar segir meðal annars að stofnunin hafi í fyrri niðurstöðum sínum litið svo á að menn gætu vart varist því að í ættfræði- og æviskrárritum birtust um þá almennar lýðskrárupplýsingar, svo sem nafn, kennitala, nöfn niðja, foreldra og núverandi maka. Þá sagði að undanþágur væru í gildi vegna vinnslu sem væri nauðsynleg vegna skjalavistunar í þágu almannahagsmuna, rannsókna á sviði vísinda eða sagnfræði, eða í tölfræðilegum tilgangi. Íslenskri erfðagreiningu hefði því verið heimilt að synja beiðni konunnar. Persónuvernd Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Konan kvartaði til Persónuverndar í janúar 2021 vegna synjunar Íslenskrar erfðagreiningar á beiðni hennar um eyðingu persónuupplýsinga um hana og ólögráða barn hennar úr Íslendingabók. Íslendingabók er haldið úti af Íslenskri erfðagreiningu og Friðriki Skúlasyni ehf. Í bréfi lögmanns konunnar sem barst Persónuvernd í september síðastliðnum var jafnframt áréttuð sú krafa að ákveðið yrði að Íslendingabók væri óheimilt að skrá, vista, vinna, birta og miðla með öllum hugsanlegum hætti persónuupplýsingum um konuna og barn hennar. Konan taldi að Íslenskri erfðagreiningu hefði borið að verða við beiðni hennar um að eyða upplýsingum um hana og barn hennar úr gagnagrunni og af vefsíðu Íslendingabókar. Hún hefði ekki gefið samþykki fyrir því að persónuupplýsingar um hana og barnið yrðu skráðar og birtar né hefði hún verið upplýst um það. Menn gætu varla varist birtingu almennra lýðskrárupplýsinga Íslensk erfðagreining vísaði meðal annars til ákvæðis um vinnslu persónuupplýsinga í þágu almannaahagsmuna. Vísað var til þess að ættfræðirannsóknir væru ein tegund vísinda- og sagnfræðirannsókna, sem féll undir vinnsluheimildir ákvæðisins. Þá var einnig vísað til þess að með Íslendingabók væri stuðlað að ættfræðirannsóknum á Íslandi. „Ættfræðirannsóknir, sem hafi verið stundaðar á Íslandi um árhundruð, njóti mikilla vinsælda hjá almenningi og séu ein meginstoðin í menningararfi þjóðarinnar. Auk þess séu ættfræðirannsóknir einn grundvöllur og forsenda fyrir viðamiklum rannsóknum á sviði mannerfðafræði hérlendis.“ Lögmætir hagsmunir vegna vinnslu umræddra persónuupplýsinga væru því meiri en hagsmunir konunnar. Í niðurstöðu Persónuverndar segir meðal annars að stofnunin hafi í fyrri niðurstöðum sínum litið svo á að menn gætu vart varist því að í ættfræði- og æviskrárritum birtust um þá almennar lýðskrárupplýsingar, svo sem nafn, kennitala, nöfn niðja, foreldra og núverandi maka. Þá sagði að undanþágur væru í gildi vegna vinnslu sem væri nauðsynleg vegna skjalavistunar í þágu almannahagsmuna, rannsókna á sviði vísinda eða sagnfræði, eða í tölfræðilegum tilgangi. Íslenskri erfðagreiningu hefði því verið heimilt að synja beiðni konunnar.
Persónuvernd Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira