Löggan mætir á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Jakob Bjarnar skrifar 5. janúar 2023 15:43 Söru Maríu, helsta skipuleggjanda ráðstefnunnar, verður að ósk sinni: Laganna verðir ætla að mæta á svæðið. Söru Maríu Júlíudóttur, skipuleggjanda mikillar ráðstefnu um hugvíkkandi efni – Psycedelics in Medicine – sem fram fer í Hörpu 12. til 13. þessa mánaðar, verður að ósk sinni en fulltrúar lögreglunnar hafa boðað komu sína. Sara María hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu og þar hefur hún meðal annars lýst því yfir að hún voni að lögreglan auk dómsmálaráðherra láti sjá sig á ráðstefnuna. Nú liggur það fyrir að meðal þeirra sem sitja í pallborði verður Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar og sálfræðingur. Samkvæmt heimildum Vísis hafa þegar ýmsir úr liði lögreglunnar boðað komu sína, sem verður að heita athyglisvert því enn er notkun hugvíkkandi efna bönnuð hér á landi. Þannig búast skipuleggjendur til dæmis við að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri muni láta sjá sig í Hörpu. Laganna verðir í pallborði Ráðstefnan hefur vakið mikla athygli og í morgun birti Vísir viðtal við Þórarinn Ægisson sem hefur glímt við alvarlegt þunglyndi sem lýsir reynslu sinni af hugvíkkandi efnum og því hvernig þau hafi reynst sér hjálpleg við að takast á við ópíóðafíkn. Þórarinn telur borðleggjandi að viðhorfsbreyting gagnvart þessum möguleika sá handan horns. Dagskráin liggur fyrir í grófum dráttum en á fimmtudaginn munu sitja í pallborði þau Páll Matthíasson, geðlæknir og fyrrverandi forstjóri Landspítalans, Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, Sara María og Lowan H Stewart, norsk/bandarískur bráðalæknir sem annast rannsóknir á hugvíkkandi efnum í Noregi fyrir heilbrigðisfyrirtækin COMPASS Pathways, MAPS og Janssen. Það er svo á föstudaginn sem laganna verðir munu láta til sín taka. Þá mætir Ólafur Örn og Sarko Gergerian, lögregluþjónn frá Bandaríkjunum. Auk þeirra munu sitja í pallborði Victor Cabral, sem komið hefur að stefnumótun í Bandaríkjunum fyrir hugvíkkandi efni og Haraldur Erlendsson, geðlæknir og sérfræðingur í meðferð við áföllum. Ólafur Örn verður í pallborði sem fulltrúi lögreglunnar.vísir/bjarni Ýmsir aðrir þekktir úr þessum geira sem koma fram eru ónefndir en ekki síst ríkir eftirvænting vegna þess hvað Gergerian hefur til málanna að leggja? Hann hefur fjallað um áskoranir og tækifæri viðbragðsaðila þegar kemur að hugvíkkandi efnum í Bandaríkjunum. Hugvíkkandi efni geti gagnast lögreglu Eflaust telja margir það skjóta skökku við að lögreglumaður tali fyrir og lofar efni sem eru ólögleg og varðar við lög að nota en Sarko Gergerian leynir því hvergi að hann telji að MDMA og önnur geðlyf teti reynst góð verkfæri við áfallastreitu og fleiri geðrænum áskorunum. „Eflaust kemur það mörgum á óvart að maður eins og ég, lögreglumaður, vilji nota hugvíkkandi efni á borð við MDMA. En staðreyndin er sú að við erum stödd í faraldri í geðheilbrigðismálum hér í Bandaríkjunum. Okkur líður sífellt verr og verr,“ segir Gergerian í viðtali á streymisveitunni YouTube. „Ég vil að lögreglumenn noti hugvíkkandi efni til að hjálpa þeim að vinna úr öllum þeim erfiðu viðfangsefnum sem þeir fást við frá degi til dags.“ Ráðstefnur á Íslandi Sveppir Geðheilbrigði Fíkn Lögreglan Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir Vonar að löggan mæti á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Skipuleggjandi fyrstu ráðstefnunnar um hugvíkkandi efni hér á landi vonar að lögreglan og dómsmálaráðherra mæti en enn sem komið er eru slík efni ólögleg hér. Margir þekktustu sérfræðingar í geiranum segi frá byltingarkenndum niðurstöðum rannsókna sinna á slíkum efnum. 1. janúar 2023 20:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Sara María hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu og þar hefur hún meðal annars lýst því yfir að hún voni að lögreglan auk dómsmálaráðherra láti sjá sig á ráðstefnuna. Nú liggur það fyrir að meðal þeirra sem sitja í pallborði verður Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar og sálfræðingur. Samkvæmt heimildum Vísis hafa þegar ýmsir úr liði lögreglunnar boðað komu sína, sem verður að heita athyglisvert því enn er notkun hugvíkkandi efna bönnuð hér á landi. Þannig búast skipuleggjendur til dæmis við að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri muni láta sjá sig í Hörpu. Laganna verðir í pallborði Ráðstefnan hefur vakið mikla athygli og í morgun birti Vísir viðtal við Þórarinn Ægisson sem hefur glímt við alvarlegt þunglyndi sem lýsir reynslu sinni af hugvíkkandi efnum og því hvernig þau hafi reynst sér hjálpleg við að takast á við ópíóðafíkn. Þórarinn telur borðleggjandi að viðhorfsbreyting gagnvart þessum möguleika sá handan horns. Dagskráin liggur fyrir í grófum dráttum en á fimmtudaginn munu sitja í pallborði þau Páll Matthíasson, geðlæknir og fyrrverandi forstjóri Landspítalans, Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, Sara María og Lowan H Stewart, norsk/bandarískur bráðalæknir sem annast rannsóknir á hugvíkkandi efnum í Noregi fyrir heilbrigðisfyrirtækin COMPASS Pathways, MAPS og Janssen. Það er svo á föstudaginn sem laganna verðir munu láta til sín taka. Þá mætir Ólafur Örn og Sarko Gergerian, lögregluþjónn frá Bandaríkjunum. Auk þeirra munu sitja í pallborði Victor Cabral, sem komið hefur að stefnumótun í Bandaríkjunum fyrir hugvíkkandi efni og Haraldur Erlendsson, geðlæknir og sérfræðingur í meðferð við áföllum. Ólafur Örn verður í pallborði sem fulltrúi lögreglunnar.vísir/bjarni Ýmsir aðrir þekktir úr þessum geira sem koma fram eru ónefndir en ekki síst ríkir eftirvænting vegna þess hvað Gergerian hefur til málanna að leggja? Hann hefur fjallað um áskoranir og tækifæri viðbragðsaðila þegar kemur að hugvíkkandi efnum í Bandaríkjunum. Hugvíkkandi efni geti gagnast lögreglu Eflaust telja margir það skjóta skökku við að lögreglumaður tali fyrir og lofar efni sem eru ólögleg og varðar við lög að nota en Sarko Gergerian leynir því hvergi að hann telji að MDMA og önnur geðlyf teti reynst góð verkfæri við áfallastreitu og fleiri geðrænum áskorunum. „Eflaust kemur það mörgum á óvart að maður eins og ég, lögreglumaður, vilji nota hugvíkkandi efni á borð við MDMA. En staðreyndin er sú að við erum stödd í faraldri í geðheilbrigðismálum hér í Bandaríkjunum. Okkur líður sífellt verr og verr,“ segir Gergerian í viðtali á streymisveitunni YouTube. „Ég vil að lögreglumenn noti hugvíkkandi efni til að hjálpa þeim að vinna úr öllum þeim erfiðu viðfangsefnum sem þeir fást við frá degi til dags.“
Ráðstefnur á Íslandi Sveppir Geðheilbrigði Fíkn Lögreglan Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir Vonar að löggan mæti á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Skipuleggjandi fyrstu ráðstefnunnar um hugvíkkandi efni hér á landi vonar að lögreglan og dómsmálaráðherra mæti en enn sem komið er eru slík efni ólögleg hér. Margir þekktustu sérfræðingar í geiranum segi frá byltingarkenndum niðurstöðum rannsókna sinna á slíkum efnum. 1. janúar 2023 20:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Vonar að löggan mæti á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Skipuleggjandi fyrstu ráðstefnunnar um hugvíkkandi efni hér á landi vonar að lögreglan og dómsmálaráðherra mæti en enn sem komið er eru slík efni ólögleg hér. Margir þekktustu sérfræðingar í geiranum segi frá byltingarkenndum niðurstöðum rannsókna sinna á slíkum efnum. 1. janúar 2023 20:00