Þrjár þrettándabrennur á höfuðborgarsvæðinu Atli Ísleifsson skrifar 6. janúar 2023 09:13 Jólin verða kvödd í dag. Getty Tvær þrettándabrennur verða haldnar í Reykjavík í dag í tilefni af þrettándanum í dag. Brenna verður einnig í Mosfellsbæ og þá verður sérstök Þrettándagleði í Hafnarfirði. Brennurnar í Reykjavík verða annars vegar við Ægisíðu og hin við frístundamiðstöðina Gufunesbæ í Grafarvogi. Í Mosfellsbæ verður þrettándabrennan neðan Holtahverfis við Leiruvoginn en Þrettándagleðin Í Hafnarfirði á Ásvöllum. Á vef Reykjavíkurborgar segir að Austurmiðstöð standi fyrir þrettándabrennu við Gufunesbæ og hefst dagskráin klukkan 17 með kakó- og vöfflustund í Hlöðunni. „Skólahljómsveit Grafarvogs leikur létt lög kl. 17.20 og leiðir síðan göngu frá Hlöðunni að brennu kl. 17.55. Kveikt verður í brennunni kl.18 og munu Espólín, Dóra og Döðlurnar og Friðrik Dór skemmta gestum. Þrettándagleði lýkur svo með flugeldasýningu kl.19. Gestir minntir á að skilja skotelda eftir heima Á þrettándahátíð Vesturbæjar verður dagskráin eftirfarandi. Safnast verður saman við Melaskóla kl.18, þar sem Sveinn Bjarki leiðir fjöldasöng en því næst verður gengið með kyndla að brennunni á Ægisíðu í fylgd lögreglu. Borinn verður eldur að kestinum um kl. 18.30 og boðið verður upp á flugeldasýningu um kl.18.45 í samstarfi við KR-flugelda. Vöfflubíllinn mætir á svæðið og mun allur ágóði af sölunni renna í Örninn sem er minningar- og styrktarsjóður. Kvæðamannafélagið Iðunn tekur nokkur lög og mögulega kíkja jólasveinar við áður en þeir leggja af stað til fjalla. Foreldrafélög Vesturbæjar-, Granda-, Haga- og Melaskóla, ásamt Vesturmiðstöð standa að þrettándahátíðinni. Aðstandendur hátíðarinnar biðja, að gefnu tilefni, öll að skilja skotelda eftir heima því mikil hætta getur skapast ef þeim er skotið upp þar sem mörg eru saman komin. Þá er minnt á að óheimilt er að taka við jólatrjám á brennuna,“ segir á vef Reykjavíkurborgar. Brenna í Mosó og Þrettándagleði í Hafnarfirði Á vef Mosfellsbæjar kemur fram að Skátafélagið Mosverjar leiði blysför frá Miðbæjartorginu klukkkan 17:30. „Dagskráin verður vegleg en fram koma Stormsveitin og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar. Álfakóngur og álfadrottning, Grýla, Leppalúða og þeirra hyski verða á svæðinu. Björgunarsveitin Kyndill verður með glæsilega flugeldasýningu,“ segir í tilkynningunni. Þá segir á vef Hafnarfjarðar að jólin verði kvödd með dansi og söng á Þrettándagleði á Ásvöllum í kvöld. „Hátíðin hefst kl. 18. Guðrún Árný stjórnar söng og dansi af sviði. Kertasníkir, Grýla, álfar og púkar verða á sveimi á svæðinu. Í afgreiðslu verður hægt að kaupa kakó, kleinur og stjörnuljós. Hátíðinni lýkur um kl. 18:45 með glæsilegri flugeldasýningu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar,“ segir á vef Hafnarfirði. Jól Reykjavík Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Sjá meira
Brennurnar í Reykjavík verða annars vegar við Ægisíðu og hin við frístundamiðstöðina Gufunesbæ í Grafarvogi. Í Mosfellsbæ verður þrettándabrennan neðan Holtahverfis við Leiruvoginn en Þrettándagleðin Í Hafnarfirði á Ásvöllum. Á vef Reykjavíkurborgar segir að Austurmiðstöð standi fyrir þrettándabrennu við Gufunesbæ og hefst dagskráin klukkan 17 með kakó- og vöfflustund í Hlöðunni. „Skólahljómsveit Grafarvogs leikur létt lög kl. 17.20 og leiðir síðan göngu frá Hlöðunni að brennu kl. 17.55. Kveikt verður í brennunni kl.18 og munu Espólín, Dóra og Döðlurnar og Friðrik Dór skemmta gestum. Þrettándagleði lýkur svo með flugeldasýningu kl.19. Gestir minntir á að skilja skotelda eftir heima Á þrettándahátíð Vesturbæjar verður dagskráin eftirfarandi. Safnast verður saman við Melaskóla kl.18, þar sem Sveinn Bjarki leiðir fjöldasöng en því næst verður gengið með kyndla að brennunni á Ægisíðu í fylgd lögreglu. Borinn verður eldur að kestinum um kl. 18.30 og boðið verður upp á flugeldasýningu um kl.18.45 í samstarfi við KR-flugelda. Vöfflubíllinn mætir á svæðið og mun allur ágóði af sölunni renna í Örninn sem er minningar- og styrktarsjóður. Kvæðamannafélagið Iðunn tekur nokkur lög og mögulega kíkja jólasveinar við áður en þeir leggja af stað til fjalla. Foreldrafélög Vesturbæjar-, Granda-, Haga- og Melaskóla, ásamt Vesturmiðstöð standa að þrettándahátíðinni. Aðstandendur hátíðarinnar biðja, að gefnu tilefni, öll að skilja skotelda eftir heima því mikil hætta getur skapast ef þeim er skotið upp þar sem mörg eru saman komin. Þá er minnt á að óheimilt er að taka við jólatrjám á brennuna,“ segir á vef Reykjavíkurborgar. Brenna í Mosó og Þrettándagleði í Hafnarfirði Á vef Mosfellsbæjar kemur fram að Skátafélagið Mosverjar leiði blysför frá Miðbæjartorginu klukkkan 17:30. „Dagskráin verður vegleg en fram koma Stormsveitin og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar. Álfakóngur og álfadrottning, Grýla, Leppalúða og þeirra hyski verða á svæðinu. Björgunarsveitin Kyndill verður með glæsilega flugeldasýningu,“ segir í tilkynningunni. Þá segir á vef Hafnarfjarðar að jólin verði kvödd með dansi og söng á Þrettándagleði á Ásvöllum í kvöld. „Hátíðin hefst kl. 18. Guðrún Árný stjórnar söng og dansi af sviði. Kertasníkir, Grýla, álfar og púkar verða á sveimi á svæðinu. Í afgreiðslu verður hægt að kaupa kakó, kleinur og stjörnuljós. Hátíðinni lýkur um kl. 18:45 með glæsilegri flugeldasýningu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar,“ segir á vef Hafnarfirði.
Jól Reykjavík Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Sjá meira