Reglulegt eftirlit og engin handjárn við handtöku Kristjáns Einars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. janúar 2023 10:57 Kristján Einar getur um frjálst höfuð strokið eftir átta mánaða dvöl í spænsku fangelsi. Vísir/Einar Kristján Einar Sigurbjörnsson sjómaður var ekki færður í handjárn þegar lögreglan á Húsavík hafði afskipti af honum við akstur í gærkvöldi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Þá var sérsveitarbíll Norðurlands eystra staddur á Húsavík fyrir tilviljun, alls ótengt Kristjáni Einari. Kristján Einar tjáði Vísi í gærkvöldi að hann hefði verið handtekinn af sérsveitarmönnum í gærkvöldi. Honum hefði verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. Kemur af fjöllum Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík sinnti lögregla reglubundnu eftirliti í bænum í gærkvöldi. Lögregla geti ekki tjáð sig um einstök mál en staðfesti að einn sérsveitarbíll væri í umdæmi lögreglu á Norðurlandi eystra sem teygir sig frá Siglufirði til Þórshafnar. Segja megi að tilviljun hafi ráðið því að bíllinn hafi verið á Húsavík í gær. DV hefur heimildir fyrir því að Kristján Einar sé grunaður um aðkomu að alvarlegri líkamsárás á Akureyri um áramótin. Kristján Einar sagði í samtali við Vísi í gær að hann væri saklaus af því. „Ég kem af fjöllum með þessa líkamsárás og veit ekkert hvað það varðar eða hvaðan þær sögusagnir koma því það er ekki heil brú á bak við það,“ segir Kristján Einar í samskiptum við Vísi. Átta mánuði í fangelsi á Spáni Kristján Einar losnaði úr fangelsi á Malaga á Spáni í lok nóvember eftir tæplega átta mánaða dvöl sem hann hefur lýst sem martraðakenndri. Hann komst í fréttir eftir að hann var handtekinn í mars síðastliðnum eftir að hafa tekið þátt í „fyllerísslagsmálum, eins og gengur og gerist“, að eigin sögn. Kristján Einar segir að upphaflega hafi staðið til að hann yrði vistaður í fangelsi í sex ár. Hann ræddi reynslu sína í ítarlegu viðtali við Vísi í lok nóvember. Hann sagði gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. Þá sagðist hann ætla sér að verða betri maður eftir fangelsisvistina. Norðurþing Lögreglumál Tengdar fréttir Kristján Einar handtekinn á Húsavík Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn af sérsveitarmönnum á Húsavík í kvöld. Þetta staðfestir hann við Vísi og segir að sér hafi verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. 5. janúar 2023 22:48 Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. 25. nóvember 2022 23:37 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Sjá meira
Kristján Einar tjáði Vísi í gærkvöldi að hann hefði verið handtekinn af sérsveitarmönnum í gærkvöldi. Honum hefði verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. Kemur af fjöllum Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík sinnti lögregla reglubundnu eftirliti í bænum í gærkvöldi. Lögregla geti ekki tjáð sig um einstök mál en staðfesti að einn sérsveitarbíll væri í umdæmi lögreglu á Norðurlandi eystra sem teygir sig frá Siglufirði til Þórshafnar. Segja megi að tilviljun hafi ráðið því að bíllinn hafi verið á Húsavík í gær. DV hefur heimildir fyrir því að Kristján Einar sé grunaður um aðkomu að alvarlegri líkamsárás á Akureyri um áramótin. Kristján Einar sagði í samtali við Vísi í gær að hann væri saklaus af því. „Ég kem af fjöllum með þessa líkamsárás og veit ekkert hvað það varðar eða hvaðan þær sögusagnir koma því það er ekki heil brú á bak við það,“ segir Kristján Einar í samskiptum við Vísi. Átta mánuði í fangelsi á Spáni Kristján Einar losnaði úr fangelsi á Malaga á Spáni í lok nóvember eftir tæplega átta mánaða dvöl sem hann hefur lýst sem martraðakenndri. Hann komst í fréttir eftir að hann var handtekinn í mars síðastliðnum eftir að hafa tekið þátt í „fyllerísslagsmálum, eins og gengur og gerist“, að eigin sögn. Kristján Einar segir að upphaflega hafi staðið til að hann yrði vistaður í fangelsi í sex ár. Hann ræddi reynslu sína í ítarlegu viðtali við Vísi í lok nóvember. Hann sagði gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. Þá sagðist hann ætla sér að verða betri maður eftir fangelsisvistina.
Norðurþing Lögreglumál Tengdar fréttir Kristján Einar handtekinn á Húsavík Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn af sérsveitarmönnum á Húsavík í kvöld. Þetta staðfestir hann við Vísi og segir að sér hafi verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. 5. janúar 2023 22:48 Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. 25. nóvember 2022 23:37 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Sjá meira
Kristján Einar handtekinn á Húsavík Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn af sérsveitarmönnum á Húsavík í kvöld. Þetta staðfestir hann við Vísi og segir að sér hafi verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. 5. janúar 2023 22:48
Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. 25. nóvember 2022 23:37