Krefst þess að fá að vera nakinn á almannafæri Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 8. janúar 2023 14:30 Getty Images Spænskur tölvunarfræðingur hefur í áraraðir barist fyrir því að fá að vera nakinn á almannafæri. Hann hefur nú þegar greitt andvirði rúmlega hálfrar milljónar íslenskra króna í sektargreiðslur, en ákvað fyrir skemmstu að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Segir ekkert í lögum banna nekt á almannafæri Alejandro Colomar er 29 ára gamall tölvunarfræðingur sem býr í Aldaia í Valencia-héraði. Hann telur það vera rétt sinn og allra annarra að vera nakinn á almannafæri kjósi fólk að gera það. Lögreglan er ekki sammála honum og hann hefur verið sektaður vegna þessa um það bil 10 sinnum og gefið að sök að hafa sært blygðunarkennd fólks. Colomar hefur lúslesið spænsk lög og stendur á því fastar en fótunum að ekkert í spænskum lögum banni fólki að vera nöktu á almannafæri, og að slíkt sé hvergi skilgreint sem ógn við tilfinningar eða líðan annars fólks. El Diario greinir frá og birtir mynd af kauða á adamsklæðunum. Var sýknaður fyrir dómstólum Colomar ákvað í haust að láta reyna á það alla leið hvort dómstólum væri í raun stætt á því að sekta hann. Og skömmu fyrir jól ómerkti dómari í Valencia tvær sektir sem honum voru gerðar við sama tækifæri; í fyrsta lagi fyrir að vera nakinn á almannafæri og í öðru lagi fyrir að óhlýðnast skipunum lögreglunnar. Alls rúmlega 800 evrur, andvirði 120 þúsund íslenskra króna. Dómarinn sagði við það tækifæri að ekkert í hegðun Alejandro hefði verið ógn við velsæmi annarra borgara og að hann hefði verið að nýta sér rétt sinn sem frjáls borgari í frjálsu samfélagi. Ekkert í framferði hans hafi verið ógnandi eða tilraun til að særa blygðunarkennd samborgara hans. Mætti nakinn í réttarhaldið Colomar mætti til réttarhaldanna í fæðingargallanum, en var stöðvaður við innganginn og hann beðinn um að klæðast fötum áður en hann færi inn í dómsalinn. Colomar varð við því, hann kom reyndar viðbúinn þessu, með föt í bakpokanum sínum. Hann segir sjálfur að það vaki engan veginn fyrir honum að ögra öðru fólki. Hann fari til að mynda alltaf klæddur í matvöruverslunina eða á mannamót þar sem margt fólk er komið saman. Honum þyki hins vegar þægilegt að vera nakinn þegar hann röltir um bæinn og nú vonar hann að sýknudómi hans verði áfrýjað upp í hæstarétt svo hann fái endanlega staðfestingu á því að honum sé heimilt að ganga um götur Spánar til fara eins og daginn sem hann kom í þennan heim. Spánn Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Segir ekkert í lögum banna nekt á almannafæri Alejandro Colomar er 29 ára gamall tölvunarfræðingur sem býr í Aldaia í Valencia-héraði. Hann telur það vera rétt sinn og allra annarra að vera nakinn á almannafæri kjósi fólk að gera það. Lögreglan er ekki sammála honum og hann hefur verið sektaður vegna þessa um það bil 10 sinnum og gefið að sök að hafa sært blygðunarkennd fólks. Colomar hefur lúslesið spænsk lög og stendur á því fastar en fótunum að ekkert í spænskum lögum banni fólki að vera nöktu á almannafæri, og að slíkt sé hvergi skilgreint sem ógn við tilfinningar eða líðan annars fólks. El Diario greinir frá og birtir mynd af kauða á adamsklæðunum. Var sýknaður fyrir dómstólum Colomar ákvað í haust að láta reyna á það alla leið hvort dómstólum væri í raun stætt á því að sekta hann. Og skömmu fyrir jól ómerkti dómari í Valencia tvær sektir sem honum voru gerðar við sama tækifæri; í fyrsta lagi fyrir að vera nakinn á almannafæri og í öðru lagi fyrir að óhlýðnast skipunum lögreglunnar. Alls rúmlega 800 evrur, andvirði 120 þúsund íslenskra króna. Dómarinn sagði við það tækifæri að ekkert í hegðun Alejandro hefði verið ógn við velsæmi annarra borgara og að hann hefði verið að nýta sér rétt sinn sem frjáls borgari í frjálsu samfélagi. Ekkert í framferði hans hafi verið ógnandi eða tilraun til að særa blygðunarkennd samborgara hans. Mætti nakinn í réttarhaldið Colomar mætti til réttarhaldanna í fæðingargallanum, en var stöðvaður við innganginn og hann beðinn um að klæðast fötum áður en hann færi inn í dómsalinn. Colomar varð við því, hann kom reyndar viðbúinn þessu, með föt í bakpokanum sínum. Hann segir sjálfur að það vaki engan veginn fyrir honum að ögra öðru fólki. Hann fari til að mynda alltaf klæddur í matvöruverslunina eða á mannamót þar sem margt fólk er komið saman. Honum þyki hins vegar þægilegt að vera nakinn þegar hann röltir um bæinn og nú vonar hann að sýknudómi hans verði áfrýjað upp í hæstarétt svo hann fái endanlega staðfestingu á því að honum sé heimilt að ganga um götur Spánar til fara eins og daginn sem hann kom í þennan heim.
Spánn Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira