Guardiola hvetur Chelsea til að halda tryggð við Potter Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. janúar 2023 23:31 Pep Guardiola telur að Graham Potter þurfi tíma til að koma hlutunum í rétt horf hjá Chelsea. Clive Brunskill/Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hvetur eigendur Chelsea til að halda tryggð við þjálfara liðsins, Graham Potter, þrátt fyrir slæmt gengi liðsins á tímabilinu. Spánverjinn segir að það sé eðlilegt að þjálfarar þurfi tíma. Potter tók við Chelsea í október á síðasta ári eftir að hafa endað í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með Brighton, en það er besti árangur liðsins í deildinni frá upphafi. Í upphafi þessa tímabils tapaði Brighton aðeins einum leik í fyrstu sex umferðunum undir hans stjórn og sat liðið í fjórða sæti þegar eigendur Chelsea kræktu í hann. Gengi Chelsea hefur hins vegar ekki staðið undir væntingum síðan Potter tók við liðinu. Undir hans stjórn hefur liðið leikið 18 leiki og unnið átta þeirra. Á seinustu fjórum dögum hefur liðið tapað tvisvar gegn Englandsmeisturum Manchester City, 1-0 í deildinni og 4-0 í FA-bikarnum fyrr í kvöld. „Ég myndi biðja Todd Boehly [einn eigenda Chelsea] um að gefa honum meiri tíma,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City eftir leik kvöldsins. „Ég veit að hjá stórum klúbbum eru úrslit mikilvæg, en ég myndi biðja eigendurna að gefa honum meiri tíma.“ „Seinni hálfleikurinn í kvöld er það sem hann getur gert fyrir liðið. Það sem hann gerði hjá Brighton var magnað, en við þurfum allir tíma á okkar fyrsta tímabili hjá nýju liði. Ég hafði reyndar Lionel Messi á mínu fyrsta tímabili hjá Barcelona þannig ég þurfti ekki tvö tímabil til að aðlagast því Messi var þarna,“ bætti Spánverjinn við. Manchester City manager Pep Guardiola has urged Chelsea’s owners to give Graham Potter time.#MCFC | #CFC pic.twitter.com/a3QuayR9h9— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 8, 2023 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Potter tók við Chelsea í október á síðasta ári eftir að hafa endað í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með Brighton, en það er besti árangur liðsins í deildinni frá upphafi. Í upphafi þessa tímabils tapaði Brighton aðeins einum leik í fyrstu sex umferðunum undir hans stjórn og sat liðið í fjórða sæti þegar eigendur Chelsea kræktu í hann. Gengi Chelsea hefur hins vegar ekki staðið undir væntingum síðan Potter tók við liðinu. Undir hans stjórn hefur liðið leikið 18 leiki og unnið átta þeirra. Á seinustu fjórum dögum hefur liðið tapað tvisvar gegn Englandsmeisturum Manchester City, 1-0 í deildinni og 4-0 í FA-bikarnum fyrr í kvöld. „Ég myndi biðja Todd Boehly [einn eigenda Chelsea] um að gefa honum meiri tíma,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City eftir leik kvöldsins. „Ég veit að hjá stórum klúbbum eru úrslit mikilvæg, en ég myndi biðja eigendurna að gefa honum meiri tíma.“ „Seinni hálfleikurinn í kvöld er það sem hann getur gert fyrir liðið. Það sem hann gerði hjá Brighton var magnað, en við þurfum allir tíma á okkar fyrsta tímabili hjá nýju liði. Ég hafði reyndar Lionel Messi á mínu fyrsta tímabili hjá Barcelona þannig ég þurfti ekki tvö tímabil til að aðlagast því Messi var þarna,“ bætti Spánverjinn við. Manchester City manager Pep Guardiola has urged Chelsea’s owners to give Graham Potter time.#MCFC | #CFC pic.twitter.com/a3QuayR9h9— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 8, 2023
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira