Síður um stjórnanda sem „varð á“ verði fjarlægðar úr Google-leit Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2023 12:47 Maðurinn ákvað að kvarta til Persónuverndar vegna greinanna sem birtust í leitarvél Google. Google hafði þá hafnað beiðni mannsins um að fá þær fjarlægðar. Getty Persónuvernd hefur úrskurðað að Google skuli fjarlægja ákveðnar vefsíður um mann, sem gegnir stjórnunarstöðu í samfélaginu, úr leitarvél sinni. Maðurinn kvartaði til Persónuverndar sem mat það sem svo að einkalífsverndarhagsmunir mannsins og réttur hans til að gleymast væru ríkari en hagsmunir almennings að því að hafa aðgang að umræddum upplýsingum um hann. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar sem greint er frá í dag. Úrskurðurinn er ekki birtur í heild sinni í ljósi þess að hann inniheldur nákvæmar upplýsingar um mannsins. „[J]afnvel þó persónuauðkenni væru afmáð, hefur Persónuvernd ákveðið að birta ekki úrskurðinn í heild sinni,“ segir um málið en Persónuvernd birtir þess í stað útdrátt úr úrskurðinum. Maðurinn ákvað að kvarta til Persónuverndar vegna greinanna sem birtust í leitarvél Google. Í þeim var „fjallað um einstakan atburð þar sem kvartanda varð á en ekkert refsivert átti sér þó stað“. Google hafði upphaflega hafnað beiðni mannsins um að fjarlægja fyrrnefndar leitarniðurstöður á grundvelli þess að upplýsingarnar tengdust atvinnustöðu kvartanda og hlutverki hans á opinberum vettvangi þar sem hann gegni stjórnunarstöðu í núverandi starfi. „Að mati Google voru þær persónuupplýsingar sem birtust í fréttaumfjölluninni því ennþá taldar þjóna almannahagsmunum,“ segir á síðu Persónuverndar. Ekki á sama máli Persónuvernd var þó ekki á sama máli og mat það sem svo að með hliðsjón af atvikum málsins, stöðu mannsins og þeim tíma sem liðinn væri frá atburðinum sem fjallað er um í tilgreindum greinum, að einkalífsverndarhagsmunir kvartanda yrðu taldir vega þyngra en hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að hlutaðeigandi upplýsingum. Google var því gert að fjarlægja þær vefsíður sem kvörtunin tók til úr niðurstöðum leitar að nafni kvartanda í leitarvél Google með vísun í rétt mannsins til gleymast. Ákvörðun Google hafi ekki samrýmst lögum um persónuvernd. Persónuvernd Google Fjölmiðlar Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar sem greint er frá í dag. Úrskurðurinn er ekki birtur í heild sinni í ljósi þess að hann inniheldur nákvæmar upplýsingar um mannsins. „[J]afnvel þó persónuauðkenni væru afmáð, hefur Persónuvernd ákveðið að birta ekki úrskurðinn í heild sinni,“ segir um málið en Persónuvernd birtir þess í stað útdrátt úr úrskurðinum. Maðurinn ákvað að kvarta til Persónuverndar vegna greinanna sem birtust í leitarvél Google. Í þeim var „fjallað um einstakan atburð þar sem kvartanda varð á en ekkert refsivert átti sér þó stað“. Google hafði upphaflega hafnað beiðni mannsins um að fjarlægja fyrrnefndar leitarniðurstöður á grundvelli þess að upplýsingarnar tengdust atvinnustöðu kvartanda og hlutverki hans á opinberum vettvangi þar sem hann gegni stjórnunarstöðu í núverandi starfi. „Að mati Google voru þær persónuupplýsingar sem birtust í fréttaumfjölluninni því ennþá taldar þjóna almannahagsmunum,“ segir á síðu Persónuverndar. Ekki á sama máli Persónuvernd var þó ekki á sama máli og mat það sem svo að með hliðsjón af atvikum málsins, stöðu mannsins og þeim tíma sem liðinn væri frá atburðinum sem fjallað er um í tilgreindum greinum, að einkalífsverndarhagsmunir kvartanda yrðu taldir vega þyngra en hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að hlutaðeigandi upplýsingum. Google var því gert að fjarlægja þær vefsíður sem kvörtunin tók til úr niðurstöðum leitar að nafni kvartanda í leitarvél Google með vísun í rétt mannsins til gleymast. Ákvörðun Google hafi ekki samrýmst lögum um persónuvernd.
Persónuvernd Google Fjölmiðlar Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira