Osaka á von á barni: „Ég verð í Ástralíu árið 2024“ Smári Jökull Jónsson skrifar 11. janúar 2023 22:32 Naomi Osaka dró sig úr keppni á opna ástralska mótinu á dögunum og nú er komið í ljós af hverju. Vísir/Getty Á dögunum var greint frá því að Naomi Osaka hefði dregið sig úr keppni á Opna ástralska mótinu í tennis en engar upplýsingar voru gefnar um ástæður þar að baki. Nú hefur Osaka hins vegar greint frá því að hún eigi von á barni. Naomi Osaka hefur verið ein stærsta stjarnan í tennisheiminum síðustu ár en hún hefur glímt við bæði þunglyndi og kvíða í fjölda ára og ekki keppt síðan í september. Osaka hefur unnið Opna ástralska mótið í tvígang en hún komst fyrst í efsta sæti heimslistans árið 2019 en situr nú í 47.sæti listans. Þá var hún launahæsta íþróttakona í heimi árið 2020. Þegar forsvarsmenn Opna ástralska mótsins greindu frá því að Osaka hefði dregið sig úr keppni á mótinu voru margir sem töldu að áðurnefnd andleg veikindi væru ástæðan fyrir fjarveru Osaka en nú hefur annað komið á daginn. Osaka greinir nefnilega frá því á Instagram að hún eigi von á barni. View this post on Instagram A post shared by (@naomiosaka) „Mánuðirnir sem ég hef verið fjarverandi hafa fært mér ástina fyrir leiknum á ný, leiknum sem ég hef helgað líf mitt. Ég geri mér grein fyrir að lífið er stutt og ég tek engum augnablikum sem gefnum, hver dagur er blessun og ævintýri,“ segir Osaka í yfirlýsingu á Instagram en einhverjir höfðu velt því fyrir sér hvort hún myndi nokkurn tíman snúa aftur á tennisvöllinn. „Ég veit að ég hef margt að hlakka til í framtíðinni, meðal annars þess að barnið mitt sjái einn af leikjunum mínum og segi „Þetta er mamma mín“, segir Osaka í tilkynningunni. „Ég vona að ég sjái ykkur í byrjun næsta árs því ég verð í Ástralíu 2024.“ Tennis Barnalán Japan Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Naomi Osaka hefur verið ein stærsta stjarnan í tennisheiminum síðustu ár en hún hefur glímt við bæði þunglyndi og kvíða í fjölda ára og ekki keppt síðan í september. Osaka hefur unnið Opna ástralska mótið í tvígang en hún komst fyrst í efsta sæti heimslistans árið 2019 en situr nú í 47.sæti listans. Þá var hún launahæsta íþróttakona í heimi árið 2020. Þegar forsvarsmenn Opna ástralska mótsins greindu frá því að Osaka hefði dregið sig úr keppni á mótinu voru margir sem töldu að áðurnefnd andleg veikindi væru ástæðan fyrir fjarveru Osaka en nú hefur annað komið á daginn. Osaka greinir nefnilega frá því á Instagram að hún eigi von á barni. View this post on Instagram A post shared by (@naomiosaka) „Mánuðirnir sem ég hef verið fjarverandi hafa fært mér ástina fyrir leiknum á ný, leiknum sem ég hef helgað líf mitt. Ég geri mér grein fyrir að lífið er stutt og ég tek engum augnablikum sem gefnum, hver dagur er blessun og ævintýri,“ segir Osaka í yfirlýsingu á Instagram en einhverjir höfðu velt því fyrir sér hvort hún myndi nokkurn tíman snúa aftur á tennisvöllinn. „Ég veit að ég hef margt að hlakka til í framtíðinni, meðal annars þess að barnið mitt sjái einn af leikjunum mínum og segi „Þetta er mamma mín“, segir Osaka í tilkynningunni. „Ég vona að ég sjái ykkur í byrjun næsta árs því ég verð í Ástralíu 2024.“
Tennis Barnalán Japan Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira