Fjölskylda Beck greinir frá andlátinu á samfélagsmiðlum. Andlátið bar að eftir að Beck greindist með heilahimnubólgu.
Beck hefur tvívegis verið tilnefndur í heiðurshöll tónlistarmanna (Rock & Roll Hall of Fame), annars vegar fyrir tónlist hans með Yardbirds árið 1992 og fyrir sólóferil sinn árið 2009. Tímarit Rolling Stone raðaði Beck í fimmta sæti yfir bestu gítarleikara allra tíma, sæti fyrir ofan blúshetjuna B.B. King.
Árið 2022 gaf Jeff Beck út sína síðustu plötu, ásamt leikaranum Johnny Depp. Þar blása þeir lífi í ýmis gömul lög og komu einnig fram í Royal Albert Hall í London á síðasta ári. Beck tróð upp í Háskólabíói árið 2013 við góðar viðtökur:
Jeff Beck fæddist í Wellington á Englandi árið 1944 og vann sín fyrstu Grammy verðlaun árið 1985. Alls vann hann til átta Grammy-verðlauna á sínum ferli og vann með ýmsum stærstu tónlistarmönnum samtímans, þar á meðal Mick Jagger, söngvara Rolling Stones sem minnist Jeff Beck á Twitter:
With the death of Jeff Beck we have lost a wonderful man and one of the greatest guitar players in the world. We will all miss him so much. pic.twitter.com/u8DYQrLNB7
— Mick Jagger (@MickJagger) January 11, 2023