Webb fann fyrstu fjarreikistjörnuna Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2023 23:57 LHS 475 b er í „einungis“ 41 ljósárs fjarlægð. NASA, ESA, CSA, Leah Hustak (STScI) Geimvísindamenn hafa í fyrsta sinn fundið fjarreikistjörnu með James Webb sjónaukanum (JWST). Umrædd reikistjarna kallast LHS 475 b og er í um 41 ljósárs fjarlægð. Hún er talin á stærð við jörðina en hún er nokkur hundruð gráðum heitari en jörðin. Ákveðið var að beina Webb að LSH 475 eftir að gögn úr gervihnettinum Transiting Exoplanet Survey Satellite, eða TESS, bentu til þess að eitthvað væri þar að finna. Á vef NASA segir að með Webb hafi reynst auðvelt að finna reikistjörnuna en það var gert með því að beina Webb að stjörnunni og greina það þegar reikistjarnan skyggir á stjörnuna. Gögnin úr Webb sýna að reikistjarnan fer í kringum sól sína á einungis tveimur dögum. A whole new world!41 light-years away is the small, rocky planet LHS 475 b. At 99% of Earth s diameter, it s almost exactly the same size as our home world. This marks the first time researchers have used Webb to confirm an exoplanet. https://t.co/hX8UGXplq2 #AAS241 pic.twitter.com/SDhuZRfcko— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) January 11, 2023 Hægt er að nota Webb til að gera litrófsgreiningu á andrúmslofti fjarreikistjarna og var það reynt í þessu tilfelli. Það hefur hins vegar ekki skilað árangri og er mögulegt að LSH 475 b hafi ekki andrúmsloft. Það er þó ekki ljóst enn. Sjá einnig: Fordæmalaus sýn á andrúmsloft fjarreikistjörnu Haft er eftir vísindamönnum sem komu að verkefninu að frekari rannsóknir verði gerðar á sólkerfinu og það veiti gott tækifæri til að læra um reikistjörnur í öðrum sólkerfum. NASA opinberaði í gær að vísindamenn hefðu notað TESS til að finna tvær reikistjörnur á lífbeltinu svokallaða á braut um rauðan dverg í um hundrað ljósára fjarlægð. Sjá einnig: Fundu tvær reikistjörnur á lífbelti fjarlægs dvergs James Webb er stærsti og besti geimsjónauki sem hefur verið framleiddur og er honum meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins og taka hágæðamyndir af fjarlægum stjörnuþokum. JWST nemur innrautt ljós og þarf hann að vera gífurlega kaldur til að virka rétt og svo geislun frá honum sjálfum trufli ekki skynjara sjónaukans. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft árið 2021 og kostaði í heild um tíu milljarða dala. Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Sjá meira
Ákveðið var að beina Webb að LSH 475 eftir að gögn úr gervihnettinum Transiting Exoplanet Survey Satellite, eða TESS, bentu til þess að eitthvað væri þar að finna. Á vef NASA segir að með Webb hafi reynst auðvelt að finna reikistjörnuna en það var gert með því að beina Webb að stjörnunni og greina það þegar reikistjarnan skyggir á stjörnuna. Gögnin úr Webb sýna að reikistjarnan fer í kringum sól sína á einungis tveimur dögum. A whole new world!41 light-years away is the small, rocky planet LHS 475 b. At 99% of Earth s diameter, it s almost exactly the same size as our home world. This marks the first time researchers have used Webb to confirm an exoplanet. https://t.co/hX8UGXplq2 #AAS241 pic.twitter.com/SDhuZRfcko— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) January 11, 2023 Hægt er að nota Webb til að gera litrófsgreiningu á andrúmslofti fjarreikistjarna og var það reynt í þessu tilfelli. Það hefur hins vegar ekki skilað árangri og er mögulegt að LSH 475 b hafi ekki andrúmsloft. Það er þó ekki ljóst enn. Sjá einnig: Fordæmalaus sýn á andrúmsloft fjarreikistjörnu Haft er eftir vísindamönnum sem komu að verkefninu að frekari rannsóknir verði gerðar á sólkerfinu og það veiti gott tækifæri til að læra um reikistjörnur í öðrum sólkerfum. NASA opinberaði í gær að vísindamenn hefðu notað TESS til að finna tvær reikistjörnur á lífbeltinu svokallaða á braut um rauðan dverg í um hundrað ljósára fjarlægð. Sjá einnig: Fundu tvær reikistjörnur á lífbelti fjarlægs dvergs James Webb er stærsti og besti geimsjónauki sem hefur verið framleiddur og er honum meðal annars ætlað að varpa ljósi á uppruna alheimsins og taka hágæðamyndir af fjarlægum stjörnuþokum. JWST nemur innrautt ljós og þarf hann að vera gífurlega kaldur til að virka rétt og svo geislun frá honum sjálfum trufli ekki skynjara sjónaukans. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft árið 2021 og kostaði í heild um tíu milljarða dala.
Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent