Segir enn barist í Soledar en sveitum Rússa hafi fjölgað úr 250 í 280 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. janúar 2023 12:36 Úkraínskur hermaður bendir í átt að reyk við útjaðar Soledar. AP/Libkos Úkraínumenn halda enn borginni Soledar en hersveitum Rússa í Úkraínu hefur fjölgað úr 250 í 280 frá því í síðustu viku. Þetta sagði Hanna Maliar, aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu, á blaðamannafundi í morgun. Maliar sagði harða bardaga enn standa yfir í Soledar en stjórnvöld í Kænugarði hafa neitað fregnum þess efnis að Rússar hafi umkringt og tekið borgina, líkt og Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur haldið fram. Prigozhin fulllyrti í morgun að sveitir hans hefðu fundið líkamsleifar annars tveggja hjálparstarfsmanna frá Bretlandi sem hefur verið saknað. Hann nefndi ekki nafn mannsins en sagði menn sína hafa fundið skilríki beggja í fórum hans. Maliar sagði Rússa sækja að Soledar, þar sem látnir hermenn þeirra lægju á víð og dreif. Rússnesk stjórnvöld hefðu leitt þúsundir eigin ríkisborgara til slátrunar en Úkraínumenn stæðu enn vörðinn. Bretar segja upplýsingar sínar benda til þess að enn sé barist umhverfis borgina, í Donetsk, og á vegum sem liggja að Kramatorsk, í Luhansk. Úkraínumenn segjast hafa fellt fleiri en 100 rússneska hermenn í einni árás í Soledar en þetta hefur ekki verið staðfest. Robert Habeck, varakanslari Þýskalands, sagði í morgun að Þjóðverjar ættu ekki að standa í vegi annarra þjóða sem vildu veita Úkraínumönnum stuðning í formi vopna. Þetta sagði hann vegna ákvörðunar Pólverja um að senda þýska Leopard-skriðdreka til Úkraínu en gjöfin er háð samþykki Þjóðverja. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Maliar sagði harða bardaga enn standa yfir í Soledar en stjórnvöld í Kænugarði hafa neitað fregnum þess efnis að Rússar hafi umkringt og tekið borgina, líkt og Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur haldið fram. Prigozhin fulllyrti í morgun að sveitir hans hefðu fundið líkamsleifar annars tveggja hjálparstarfsmanna frá Bretlandi sem hefur verið saknað. Hann nefndi ekki nafn mannsins en sagði menn sína hafa fundið skilríki beggja í fórum hans. Maliar sagði Rússa sækja að Soledar, þar sem látnir hermenn þeirra lægju á víð og dreif. Rússnesk stjórnvöld hefðu leitt þúsundir eigin ríkisborgara til slátrunar en Úkraínumenn stæðu enn vörðinn. Bretar segja upplýsingar sínar benda til þess að enn sé barist umhverfis borgina, í Donetsk, og á vegum sem liggja að Kramatorsk, í Luhansk. Úkraínumenn segjast hafa fellt fleiri en 100 rússneska hermenn í einni árás í Soledar en þetta hefur ekki verið staðfest. Robert Habeck, varakanslari Þýskalands, sagði í morgun að Þjóðverjar ættu ekki að standa í vegi annarra þjóða sem vildu veita Úkraínumönnum stuðning í formi vopna. Þetta sagði hann vegna ákvörðunar Pólverja um að senda þýska Leopard-skriðdreka til Úkraínu en gjöfin er háð samþykki Þjóðverja.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira