„Það eru mörg augu á mér og fólk veit ekkert hvar það hefur mig“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. janúar 2023 14:44 Birgir Örn Magnússon stöð 2 „Ég er á alveg gríðarlega góðum stað andlega akkúrat núna,“ segir Birgir Örn Magnússon, einn af Idol keppendunum átta sem munu spreyta sig í beinni útsendingu frá Idol höllinni annað kvöld. Síðasta föstudag kom í ljós hvaða keppendur dómnefndin hefði valið í lokahóp keppninnar. Mikil umræða skapaðist eftir að Einar Óli Ólafsson var sendur heim en Birgir Örn komst áfram og var ljóst að áhorfendur voru ekki allir sammála dómnefndinni. Flutningur Birgis í síðasta þætti var ekki hans besti og sagði Idol dómarinn Bríet meðal annars að hann hefði aldrei sungið jafn illa fyrir þau. Þegar Birgir komst áfram sagðist hann finna til sektarkenndar, þar sem aðrir keppendur hefðu staðið sig svo vel. Sjá einnig: Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti Skrítið en komst yfir þetta Nú hefur Birgir hins vegar hrist af sér samviskubitið, hann horfir fram á veginn og ætlar að nýta sér atburði vikunnar sem drifkraft annað kvöld þegar fyrsta beina útsendingin fer fram. „Þetta var náttúrlega svolítið skrítið til að byrja með. En svo bara kemst maður yfir þetta, af því að í enda dagsins þá er maður kominn áfram í úrslitin og verður bara að einblína á það góða og alla þessa spennandi hluti sem eru í gangi núna,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Hann segist vissulega finna fyrir þörf til þess að sanna sig fyrir áhorfendum en sjálfur efast hann ekki um eigin hæfileika. „Ég veit náttúrlega alveg hvað ég hef upp á að bjóða. Ég fæ bara annan séns til þess að sýna það núna á morgun. Eins og allt er búið að ganga núna, þá verður þetta alveg gríðarlega flott,“ segir hann öruggur. Birgir Örn er einn af þeim keppendum sem komust í átta manna útslit Idol. Það voru þó ekki allir áhorfendur sammála þeirri ákvörðun dómnefndar eftir flutning Birgis í síðasta þætti.Vísir/Vilhelm Gæti unnið með honum að vera „underdog“ Birgir er með góða tilfinningu fyrir morgundeginum og á hann ekki von á því að flutningur hans í síðasta þætti eigi eftir að skemma fyrir honum, síður en svo. „Ég er orðinn svolítill svona „underdog“ í þessari keppni útaf öllu sem er búið að eiga sér stað. Þannig ef maður horfir bara á þetta frá því sjónarhorni þá er ég bara í mjög góðri stöðu. Það eru mörg augu á mér og fólk veit ekkert hvar það hefur mig. Það eru margir að bíða eftir morgundeginum til þess að sjá hvað gerist, þannig þetta er bara spennandi.“ Á morgun er það ekki dómnefndin sem keppendur þurfa að heilla, heldur verða örlög keppenda í höndum áhorfenda. Hér eftir verður það símakosning sem mun segja til um það hvaða keppendur fara heim næstu föstudagskvöld og hvaða keppandi stendur uppi sem Idol stjarna Íslands. Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Núna getið þið hætt að pirra ykkur á okkur“ Birgitta Haukdal, söngkona og Idol-dómari, átti von á viðbrögðum við nýjasta þættinum í Idol og þeirri ákvörðun sem dómarar tóku í þættinum. Flottir keppendur hafi verið sendir heim fyrir átta manna úrslitin. 9. janúar 2023 21:38 Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti Einar Óli Ólafsson, sem sendur var heim úr Idol-inu á föstudag við litla hrifningu fjölmargra landsmanna, biður stuðningsmenn sína um að láta af skítkasti. Birgir Örn Magnússon komst áfram á kostnað Einars Óla þrátt fyrir að Bríet, einn dómara Idolsins, segði hann aldrei hafa sungið jafnilla fyrir þau. 9. janúar 2023 14:35 Þessi átta komust áfram í úrslitakeppni Idol Í kvöld kom í ljós hvaða átta keppendur það eru sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Idol sem sýnd verður í beinni útsendingu. 6. janúar 2023 20:10 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira
Síðasta föstudag kom í ljós hvaða keppendur dómnefndin hefði valið í lokahóp keppninnar. Mikil umræða skapaðist eftir að Einar Óli Ólafsson var sendur heim en Birgir Örn komst áfram og var ljóst að áhorfendur voru ekki allir sammála dómnefndinni. Flutningur Birgis í síðasta þætti var ekki hans besti og sagði Idol dómarinn Bríet meðal annars að hann hefði aldrei sungið jafn illa fyrir þau. Þegar Birgir komst áfram sagðist hann finna til sektarkenndar, þar sem aðrir keppendur hefðu staðið sig svo vel. Sjá einnig: Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti Skrítið en komst yfir þetta Nú hefur Birgir hins vegar hrist af sér samviskubitið, hann horfir fram á veginn og ætlar að nýta sér atburði vikunnar sem drifkraft annað kvöld þegar fyrsta beina útsendingin fer fram. „Þetta var náttúrlega svolítið skrítið til að byrja með. En svo bara kemst maður yfir þetta, af því að í enda dagsins þá er maður kominn áfram í úrslitin og verður bara að einblína á það góða og alla þessa spennandi hluti sem eru í gangi núna,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Hann segist vissulega finna fyrir þörf til þess að sanna sig fyrir áhorfendum en sjálfur efast hann ekki um eigin hæfileika. „Ég veit náttúrlega alveg hvað ég hef upp á að bjóða. Ég fæ bara annan séns til þess að sýna það núna á morgun. Eins og allt er búið að ganga núna, þá verður þetta alveg gríðarlega flott,“ segir hann öruggur. Birgir Örn er einn af þeim keppendum sem komust í átta manna útslit Idol. Það voru þó ekki allir áhorfendur sammála þeirri ákvörðun dómnefndar eftir flutning Birgis í síðasta þætti.Vísir/Vilhelm Gæti unnið með honum að vera „underdog“ Birgir er með góða tilfinningu fyrir morgundeginum og á hann ekki von á því að flutningur hans í síðasta þætti eigi eftir að skemma fyrir honum, síður en svo. „Ég er orðinn svolítill svona „underdog“ í þessari keppni útaf öllu sem er búið að eiga sér stað. Þannig ef maður horfir bara á þetta frá því sjónarhorni þá er ég bara í mjög góðri stöðu. Það eru mörg augu á mér og fólk veit ekkert hvar það hefur mig. Það eru margir að bíða eftir morgundeginum til þess að sjá hvað gerist, þannig þetta er bara spennandi.“ Á morgun er það ekki dómnefndin sem keppendur þurfa að heilla, heldur verða örlög keppenda í höndum áhorfenda. Hér eftir verður það símakosning sem mun segja til um það hvaða keppendur fara heim næstu föstudagskvöld og hvaða keppandi stendur uppi sem Idol stjarna Íslands.
Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Núna getið þið hætt að pirra ykkur á okkur“ Birgitta Haukdal, söngkona og Idol-dómari, átti von á viðbrögðum við nýjasta þættinum í Idol og þeirri ákvörðun sem dómarar tóku í þættinum. Flottir keppendur hafi verið sendir heim fyrir átta manna úrslitin. 9. janúar 2023 21:38 Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti Einar Óli Ólafsson, sem sendur var heim úr Idol-inu á föstudag við litla hrifningu fjölmargra landsmanna, biður stuðningsmenn sína um að láta af skítkasti. Birgir Örn Magnússon komst áfram á kostnað Einars Óla þrátt fyrir að Bríet, einn dómara Idolsins, segði hann aldrei hafa sungið jafnilla fyrir þau. 9. janúar 2023 14:35 Þessi átta komust áfram í úrslitakeppni Idol Í kvöld kom í ljós hvaða átta keppendur það eru sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Idol sem sýnd verður í beinni útsendingu. 6. janúar 2023 20:10 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira
„Núna getið þið hætt að pirra ykkur á okkur“ Birgitta Haukdal, söngkona og Idol-dómari, átti von á viðbrögðum við nýjasta þættinum í Idol og þeirri ákvörðun sem dómarar tóku í þættinum. Flottir keppendur hafi verið sendir heim fyrir átta manna úrslitin. 9. janúar 2023 21:38
Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti Einar Óli Ólafsson, sem sendur var heim úr Idol-inu á föstudag við litla hrifningu fjölmargra landsmanna, biður stuðningsmenn sína um að láta af skítkasti. Birgir Örn Magnússon komst áfram á kostnað Einars Óla þrátt fyrir að Bríet, einn dómara Idolsins, segði hann aldrei hafa sungið jafnilla fyrir þau. 9. janúar 2023 14:35
Þessi átta komust áfram í úrslitakeppni Idol Í kvöld kom í ljós hvaða átta keppendur það eru sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Idol sem sýnd verður í beinni útsendingu. 6. janúar 2023 20:10