Karólína Lea um Glódísi: Liðfélagarnir í Bayern eru í áfalli hvað hún er góð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2023 08:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir bregða á leik í myndatöku fyrir Meistaradeildina. Getty/Christian Hofer Karólína Lea Vilhjálmsdóttir talar vel um liðsfélaga sinn Glódísi Perlu Viggósdóttur en þær eru saman í bæði Bayern München og íslenska A-landsliðinu. Karólína Lea missti af fyrri hluta tímabilsins vegna meiðsla og um leið mjög mikilvægum leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni HM. Karólína fór yfir stöðuna á sér í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur á dögunum. Þessi erfiðu meiðsli hafa reynt mikið á hina 21 árs gömul Karólínu Leu og þá er gott að vera með eina Mömmu Gló hjá sér eins og Glódís Perla Viggósdóttir er jafnan kölluð innan fjölskyldunnar og hjá fleirum líka. Andlega hliðin alltaf mjög góð af því að þær eru hjá mér Svava Kristín vildi fá að vita hvernig væri fyrir Karólínu að eiga eina Glódísi að. „Það er alveg geggjað. Að hafa Glóu og Cessu (Cecilía Rán Rúnarsdóttir) þarna þýðir að mér líður ekki eins og ég sé í einhverju ströggli þannig séð. Andlega hliðin er alltaf mjög góð út af því að þær eru hjá mér. Við erum bara fjölskylda þarna í Þýskalandi og það er alltaf mjög gaman hjá okkur. Mamma Gló sér vel um mig,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir brosandi. Klippa: Karólína Lea um Glódísi Perlu og Cecilíu Rán Það er kannski erfitt að hugsa það til enda ef að Karólína hefði verið eini Íslendingurinn í Bayern-liðinu. „Ég get alveg sagt það að ég veit ekki hvort ég væri enn þá í Þýskalandi ef ég væri bara ein. Maður getur ekki sagt það en þær hafa gert þennan tíma mun betri og stundum líður manni eins og maður sé bara á Íslandi. Þær eru búnar að vera æðislegar,“ sagði Karólína Lea. Hvernig myndi hin unga Karólína lýsa reynsluboltanum Glódísi Perlu sem leikmanni og leiðtoga inn á vellinum? Allt annað lið þegar vantar hana „Hún er bara engri lík. Það er erfitt að lýsa henni því hún hefur einhvern veginn allt sem góður leikmaður þarf að hafa. Hún er með kraft, er algjör leiðtogi og maður sér það þegar það vantar hana á vellinum þá er þetta bara allt annað lið, bæði í landsliðinu og í Bayern úti,“ sagði Karólína. „Hún er búin að stimpla sig inn svakalega úti, komin inn í fyrirliðateymið og er algjör lykilmanneskja. Hún er með sendingar og er með allt þannig að ég get ekki hrósað henni meira,“ sagði Karólína. Íslendingar hafa auðvitað miklar mætur á henni en eru Þjóðverjarnir sama sinnis. „Já en það var ekki fyrr en núna þegar nýi þjálfari kom að allir föttuðu hvað hún væri magnaður leikmaður. Það er svo gaman að horfa upp á það hvernig þær eru í áfalli hvað hún er góð. Hún er alltaf mætt í alla bolta er bara veggur sem bjargar öllu á síðustu stundu. Þær dýrka hana líka,“ sagði Karólína. 150 prósent viss Cecilía Rán Rúnarsdóttir er mjög efnilegur markmaður en hefur verið mjög óheppnin með meiðsli. Er hún að fara að verða sá markmaður sem okkur vantar? „Já ég er 150 prósent viss. Hún hefur náttúrulega verið rosalega óheppin með meiðsli og ég veit hvað er í gangi með puttana hjá henni. Ég held að þetta sé komið núna og við getum andað léttar,“ sagði Karólína Lea. „Ég held að þetta hafi verið hundrað prósent rétt skref hjá henni að fara í Bayern, æfa með þessum stelpum og hjá þessum þjálfurum. Hún er svo rosalega ung og þarf bara að vera þolinmóð og bíða eftir sínu tækifæri. Ég er hundrað prósent viss um að hún verður okkar framtíðarmarkmaður og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því,“ sagði Karólína Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira
Karólína Lea missti af fyrri hluta tímabilsins vegna meiðsla og um leið mjög mikilvægum leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni HM. Karólína fór yfir stöðuna á sér í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur á dögunum. Þessi erfiðu meiðsli hafa reynt mikið á hina 21 árs gömul Karólínu Leu og þá er gott að vera með eina Mömmu Gló hjá sér eins og Glódís Perla Viggósdóttir er jafnan kölluð innan fjölskyldunnar og hjá fleirum líka. Andlega hliðin alltaf mjög góð af því að þær eru hjá mér Svava Kristín vildi fá að vita hvernig væri fyrir Karólínu að eiga eina Glódísi að. „Það er alveg geggjað. Að hafa Glóu og Cessu (Cecilía Rán Rúnarsdóttir) þarna þýðir að mér líður ekki eins og ég sé í einhverju ströggli þannig séð. Andlega hliðin er alltaf mjög góð út af því að þær eru hjá mér. Við erum bara fjölskylda þarna í Þýskalandi og það er alltaf mjög gaman hjá okkur. Mamma Gló sér vel um mig,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir brosandi. Klippa: Karólína Lea um Glódísi Perlu og Cecilíu Rán Það er kannski erfitt að hugsa það til enda ef að Karólína hefði verið eini Íslendingurinn í Bayern-liðinu. „Ég get alveg sagt það að ég veit ekki hvort ég væri enn þá í Þýskalandi ef ég væri bara ein. Maður getur ekki sagt það en þær hafa gert þennan tíma mun betri og stundum líður manni eins og maður sé bara á Íslandi. Þær eru búnar að vera æðislegar,“ sagði Karólína Lea. Hvernig myndi hin unga Karólína lýsa reynsluboltanum Glódísi Perlu sem leikmanni og leiðtoga inn á vellinum? Allt annað lið þegar vantar hana „Hún er bara engri lík. Það er erfitt að lýsa henni því hún hefur einhvern veginn allt sem góður leikmaður þarf að hafa. Hún er með kraft, er algjör leiðtogi og maður sér það þegar það vantar hana á vellinum þá er þetta bara allt annað lið, bæði í landsliðinu og í Bayern úti,“ sagði Karólína. „Hún er búin að stimpla sig inn svakalega úti, komin inn í fyrirliðateymið og er algjör lykilmanneskja. Hún er með sendingar og er með allt þannig að ég get ekki hrósað henni meira,“ sagði Karólína. Íslendingar hafa auðvitað miklar mætur á henni en eru Þjóðverjarnir sama sinnis. „Já en það var ekki fyrr en núna þegar nýi þjálfari kom að allir föttuðu hvað hún væri magnaður leikmaður. Það er svo gaman að horfa upp á það hvernig þær eru í áfalli hvað hún er góð. Hún er alltaf mætt í alla bolta er bara veggur sem bjargar öllu á síðustu stundu. Þær dýrka hana líka,“ sagði Karólína. 150 prósent viss Cecilía Rán Rúnarsdóttir er mjög efnilegur markmaður en hefur verið mjög óheppnin með meiðsli. Er hún að fara að verða sá markmaður sem okkur vantar? „Já ég er 150 prósent viss. Hún hefur náttúrulega verið rosalega óheppin með meiðsli og ég veit hvað er í gangi með puttana hjá henni. Ég held að þetta sé komið núna og við getum andað léttar,“ sagði Karólína Lea. „Ég held að þetta hafi verið hundrað prósent rétt skref hjá henni að fara í Bayern, æfa með þessum stelpum og hjá þessum þjálfurum. Hún er svo rosalega ung og þarf bara að vera þolinmóð og bíða eftir sínu tækifæri. Ég er hundrað prósent viss um að hún verður okkar framtíðarmarkmaður og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því,“ sagði Karólína
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira