Ester Hayut, forseti Hæstaréttar, sagði í ræðu í vikunni að áætlanir ríkisstjórnar gætu reynst hræðilegar. Boðaðar breytingar gætu haft í för með sér að ríkisstjórnin hefði frjálsar hendur til að setja hvaða lög sem er, án þess að Hæstiréttur gæti lagt mat á þau með fullnægjandi hætti. Hayut lýsti yfir miklum áhyggjum af réttarríki og telur grundvallarmannréttindi í hættu.
Þessu hefur Netanjahú vísað á bug og segir breytingarnar í takt við vilja meirihlutans, sem fari með umboð fólksins í landinu.
Lögregla hefur lokað fjölmörgum götum í nágrenni torgsins Habima Square, sem stendur við Hæstarétt. Mótmælin hafa einnig farið fram við heimili Netanjahú þar sem þúsundirhafa komið saman.
Lögregla er með töluverðan viðbúnað á svæðinu: „Okkar markmið er að passa að allir geti mótmælt friðsamlega og farið öruggt til síns heima,“ sagði lögreglustjóri Tel Aviv í yfirlýsingu. The Times of Isreal greina frá.