Stærilæti gætu hafa valdið vandræðunum Fanndís Birna Logadóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 14. janúar 2023 23:05 Sólveig Arnarsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir leikkonur segja mjög góða stemningu ríkja í hópnum. Stöð 2 Stöðva þurfti frumsýningu á Macbeth í gær, föstudaginn þrettánda, þar sem einkennilegir hlutir fóru að gerast á sviðinu. Leikkonur segjast hafa farið óvarlega með nafnið, Macbeth, sem gæti útskýrt orsök tæknibilunar. Þegar um klukkustund var liðin af sýningunni í gær kviknuðu ljós og slokknuðu aftur á örskotsstundu nokkrum sinnum í röð. Ljós á sviðinu byrjuðu svo eitt af öðru að blikka undarlega. Leikararnir héldu ótrauðir áfram eins og ekkert hefði í skorist. Áhorfendur voru ekki vissir um hvort myrkrið og blikkið væru hluti af sýningunni. Í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu í dag kom hins vegar fram að um tæknibilun hafi verið að ræða. Rætt var við leikkonurnar Sólveigu Guðmundsdóttur og Sólveigu Arnarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sólveig Guðmundsdóttir segir að hún hafi lítið látið bera á, enda hafi persóna hennar í sýningunni verið dáin þegar leikarar tóku eftir því að eitthvað sérkennilegt væri í gangi. Allt í einu svartamyrkur „Allt í einu sé ég ljós koma upp í sal og svo fer mikið að blikka. Svo allt í einu er bara svartamyrkur á sviðinu. Og ég hugsaði, er bara verið að breyta öllum „ljósa-kjúum“ og það gleymdist að láta okkur vita af því? Svo fannst mér þetta svolítið spes en hugsaði ég ekkert um það meira. Svo næst þegar ég fór út af þá bara: Við verðum að hætta, við verðum að hætta.“ „Þá hélt ég sko, af því yfirleitt þegar það er hætt þá er það af því eitthvað hræðilegt hefur gerst – einhver hefur meiðst eða fengið heilablóðfall eða eitthvað. Þannig að þegar það kom svo í ljós að þetta voru bara rafmagnstruflanir þá…en svo verður að segjast að auðvitað hugsaði maður líka strax að við kölluðum þetta yfir okkur. Því við erum búin að fara mjög óvarlega með þetta orð,“ segir Sólveig Arnarsdóttir. Kollegi hennar skýtur inn í og segir: „Og frumsýndum á föstudaginn þrettánda!“ Sólveig Arnarsdóttir segir þá að einhver „stærilæti“ hafi verið við undirbúning sýningarinnar. Leikarar hafi ekki veigrað sér við að segja Macbeth upphátt. „En manni náttúrulega bregður,“ segir Sólveig Guðmundsdóttir þá. Leikhús Menning Tengdar fréttir Stöðva þurfti frumsýningu á Macbeth Segja má að Borgarleikhúsið hafi storkað örlögunum með að ákveða að frumsýna skoska kónginn Macbeth á sjálfan föstudaginn þrettánda en það gerðist í gærkvöldi. Þegar um klukkustund var liðinn af sýningunni byrjuðu einkennilegir hlutir að gerast. 14. janúar 2023 11:59 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þegar um klukkustund var liðin af sýningunni í gær kviknuðu ljós og slokknuðu aftur á örskotsstundu nokkrum sinnum í röð. Ljós á sviðinu byrjuðu svo eitt af öðru að blikka undarlega. Leikararnir héldu ótrauðir áfram eins og ekkert hefði í skorist. Áhorfendur voru ekki vissir um hvort myrkrið og blikkið væru hluti af sýningunni. Í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu í dag kom hins vegar fram að um tæknibilun hafi verið að ræða. Rætt var við leikkonurnar Sólveigu Guðmundsdóttur og Sólveigu Arnarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sólveig Guðmundsdóttir segir að hún hafi lítið látið bera á, enda hafi persóna hennar í sýningunni verið dáin þegar leikarar tóku eftir því að eitthvað sérkennilegt væri í gangi. Allt í einu svartamyrkur „Allt í einu sé ég ljós koma upp í sal og svo fer mikið að blikka. Svo allt í einu er bara svartamyrkur á sviðinu. Og ég hugsaði, er bara verið að breyta öllum „ljósa-kjúum“ og það gleymdist að láta okkur vita af því? Svo fannst mér þetta svolítið spes en hugsaði ég ekkert um það meira. Svo næst þegar ég fór út af þá bara: Við verðum að hætta, við verðum að hætta.“ „Þá hélt ég sko, af því yfirleitt þegar það er hætt þá er það af því eitthvað hræðilegt hefur gerst – einhver hefur meiðst eða fengið heilablóðfall eða eitthvað. Þannig að þegar það kom svo í ljós að þetta voru bara rafmagnstruflanir þá…en svo verður að segjast að auðvitað hugsaði maður líka strax að við kölluðum þetta yfir okkur. Því við erum búin að fara mjög óvarlega með þetta orð,“ segir Sólveig Arnarsdóttir. Kollegi hennar skýtur inn í og segir: „Og frumsýndum á föstudaginn þrettánda!“ Sólveig Arnarsdóttir segir þá að einhver „stærilæti“ hafi verið við undirbúning sýningarinnar. Leikarar hafi ekki veigrað sér við að segja Macbeth upphátt. „En manni náttúrulega bregður,“ segir Sólveig Guðmundsdóttir þá.
Leikhús Menning Tengdar fréttir Stöðva þurfti frumsýningu á Macbeth Segja má að Borgarleikhúsið hafi storkað örlögunum með að ákveða að frumsýna skoska kónginn Macbeth á sjálfan föstudaginn þrettánda en það gerðist í gærkvöldi. Þegar um klukkustund var liðinn af sýningunni byrjuðu einkennilegir hlutir að gerast. 14. janúar 2023 11:59 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Stöðva þurfti frumsýningu á Macbeth Segja má að Borgarleikhúsið hafi storkað örlögunum með að ákveða að frumsýna skoska kónginn Macbeth á sjálfan föstudaginn þrettánda en það gerðist í gærkvöldi. Þegar um klukkustund var liðinn af sýningunni byrjuðu einkennilegir hlutir að gerast. 14. janúar 2023 11:59