Kynbundið ofbeldi fer úr böndunum á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 15. janúar 2023 16:31 Stjórnvöld í Madrid minnast tvítugrar konu sem var myrt þ. 28. desember í Puente De Vallecas með mínútuþögn. Marta Fernandez Jara/Getty Images Tæplega 20 konur á Spáni hafa verið myrtar af maka sínum eða fyrrverandi maka á síðustu 6 vikum. Fjölmiðlar tala um jólamánuðinn sem svartan desember og kvennahreyfingar segja stjórnvöld vera að bregðast konum sem lifa við stanslaust ofbeldi maka sinna. Spænskt samfélagsmein Einn svartasti bletturinn á spænsku samfélagi er kynbundið ofbeldi, þar sem maki eða fyrrverandi maki, nær alltaf karlinn, myrðir konuna sína. Þetta er stanslaust umfjöllunarefni fjölmiðla og á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, þann 8. mars ár hvert er kynbundið ofbeldi í brennidepli. Þetta ofbeldi keyrði gjörsamlega um þverbak í nýliðnum jólamánuði, sem nú er hvarvetna kallaður „svarti desember“, en alls voru 12 konur myrtar af maka sínum í síðasta mánuði. Alls voru 49 makamorð framin á síðasta ári og 38 börn urðu móðurlaus. Og ástandið er ekki að batna, það sem af er janúar liggja 5 konur í valnum. Þegja yfir ofbeldinu árum saman Um helmingur kvenna sem týnir lífinu af völdum ofbeldisfulls maka hefur áður kært ódæðismanninn, fyrir ofbeldi, hótanir eða aðra ógnandi hegðun í þeirra garð. Sumir myndu orða það svo að þær konur sem búa við ofbeldi maka síns séu seinþreyttar til vandræða, en að meðaltali líða 8 ár frá því maki þeirra misþyrmir þeim fyrst, þar til þær loks kæra ofbeldið til lögreglunnar. Stjórnvöld hvetja konur til að kæra ofbeldi sem þær eru beittar og lofa þeim vernd, þó má ljóst vera að á þessu eru miklar brotalamir, því helmingur þeirra kvenna sem týnt hafa lífinu á síðustu 45 dögum höfðu kært banamenn sína. Hætta á að konur veigri sér við að kæra Kvennahreyfingar sem hafa beitt sér í málinu segja að þessi hræðilega tölfræði geti haft þau beinu áhrif að konur sem beittar eru ofbeldi af maka sínum, veigri sér við að tilkynna eða kæra ofbeldið, þar sem þær geti ekki treyst því að fá þá vernd sem stjórnvöld annars lofa þeim. Í árslok nutu 43.670 konur á Spáni verndar, vegna ofbeldisfulls maka, 726 voru taldar í mikilli hættu og 18 í yfirvofandi lífshættu. Krefja stjórnvöld um að gyrða sig í brók Meira en 40 kvennasamtök hafa tekið höndum saman á nýju ári og krefja stjórnvöld um endurbætur, eitthvað sé greinilega að í baráttunni við að draga úr kynbundnu ofbeldi. Þó má ekki gleyma því að heldur hefur dregið úr kynbundnu ofbeldi á síðustu árum. Skráning kynbundins ofbeldis hófst á Spáni árið 2003, fyrir 20 árum. Á þeim tíma hafa 1184 konur verið myrtar af maka sínum, þáverandi eða fyrrverandi. Og aldrei hafa færri konur látið lífið en einmitt í fyrra og hittifyrra. Innanríkisráðuneytið brást við með því að lofa margvíslegum aðgerðum, þar má nefna fleiri kvennaathvörf og aukin áhersla á að hættulegir menn verði skikkaðir til að ganga um með rafræn ökklabönd sem pípa þegar þeir nálgast konur sem þeir hafa hótað eða níðst á. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Spænskt samfélagsmein Einn svartasti bletturinn á spænsku samfélagi er kynbundið ofbeldi, þar sem maki eða fyrrverandi maki, nær alltaf karlinn, myrðir konuna sína. Þetta er stanslaust umfjöllunarefni fjölmiðla og á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, þann 8. mars ár hvert er kynbundið ofbeldi í brennidepli. Þetta ofbeldi keyrði gjörsamlega um þverbak í nýliðnum jólamánuði, sem nú er hvarvetna kallaður „svarti desember“, en alls voru 12 konur myrtar af maka sínum í síðasta mánuði. Alls voru 49 makamorð framin á síðasta ári og 38 börn urðu móðurlaus. Og ástandið er ekki að batna, það sem af er janúar liggja 5 konur í valnum. Þegja yfir ofbeldinu árum saman Um helmingur kvenna sem týnir lífinu af völdum ofbeldisfulls maka hefur áður kært ódæðismanninn, fyrir ofbeldi, hótanir eða aðra ógnandi hegðun í þeirra garð. Sumir myndu orða það svo að þær konur sem búa við ofbeldi maka síns séu seinþreyttar til vandræða, en að meðaltali líða 8 ár frá því maki þeirra misþyrmir þeim fyrst, þar til þær loks kæra ofbeldið til lögreglunnar. Stjórnvöld hvetja konur til að kæra ofbeldi sem þær eru beittar og lofa þeim vernd, þó má ljóst vera að á þessu eru miklar brotalamir, því helmingur þeirra kvenna sem týnt hafa lífinu á síðustu 45 dögum höfðu kært banamenn sína. Hætta á að konur veigri sér við að kæra Kvennahreyfingar sem hafa beitt sér í málinu segja að þessi hræðilega tölfræði geti haft þau beinu áhrif að konur sem beittar eru ofbeldi af maka sínum, veigri sér við að tilkynna eða kæra ofbeldið, þar sem þær geti ekki treyst því að fá þá vernd sem stjórnvöld annars lofa þeim. Í árslok nutu 43.670 konur á Spáni verndar, vegna ofbeldisfulls maka, 726 voru taldar í mikilli hættu og 18 í yfirvofandi lífshættu. Krefja stjórnvöld um að gyrða sig í brók Meira en 40 kvennasamtök hafa tekið höndum saman á nýju ári og krefja stjórnvöld um endurbætur, eitthvað sé greinilega að í baráttunni við að draga úr kynbundnu ofbeldi. Þó má ekki gleyma því að heldur hefur dregið úr kynbundnu ofbeldi á síðustu árum. Skráning kynbundins ofbeldis hófst á Spáni árið 2003, fyrir 20 árum. Á þeim tíma hafa 1184 konur verið myrtar af maka sínum, þáverandi eða fyrrverandi. Og aldrei hafa færri konur látið lífið en einmitt í fyrra og hittifyrra. Innanríkisráðuneytið brást við með því að lofa margvíslegum aðgerðum, þar má nefna fleiri kvennaathvörf og aukin áhersla á að hættulegir menn verði skikkaðir til að ganga um með rafræn ökklabönd sem pípa þegar þeir nálgast konur sem þeir hafa hótað eða níðst á.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira