Hefði Bruno getað skorað markið umdeilda án Rashford? Smári Jökull Jónsson skrifar 16. janúar 2023 07:30 Marcus Rashford setur hendurnar upp í loft til merkis um að hann hafi ekki snert boltann áður en Bruno Fernandes skoraði. Vísir/Getty Jöfnunarmark Bruno Fernandes fyrir Manchester United í leiknum gegn Manchester City á laugardaginn var mjög umdeilt. Á Twitter er nú hægt að sjá hvernig atburðarásin hefði litið út án Marcus Rashford. Manchester United vann risasigur á nágrönnum sínum í Manchester City á laugardaginn. Bruno Fernandes skoraði jöfnunarmark United í leiknum en markið var og er mjög umdeilt. Marcus Rashford var augljóslega rangstæður en dómarinn Stuart Atwell mat sem svo að hann hefði ekki haft áhrif á leikinn áður en Fernandes skoraði. „Rashford truflaði bæði markmanninn okkar og miðverðina og ég spurði dómarana afhverju Haaland fékk ekki víti en engin svör,“ sagði Pep Guardiola í viðtali eftir leikinn. Remove rashford out. Play is 100% changed: A) Akanji would get to the ball B) Edersons entire positioning is wrong based on an offside playerRefs got it majorly wrong and either cost us the full 3 points or at least 1 point. No one should be trying to justify this. pic.twitter.com/4j129zEWUs— BlueCityBrain (@BlueCityBrain) January 14, 2023 Á Twitter hefur notandinn BlueCityBrain birt áhugaverðar myndir sem sýnir atburðarásina fyrir mark Fernandes þegar búið er að klippa Marcus Rashford út. Á myndunum sést greinilega að varnarmaður City, Manuel Akanji, er mun nær boltanum heldur en Fernandes og líklegt að hann hefði auðveldlega náð til hans hefði Rashford ekki verið fyrir. Þá er einnig bent á að staða markvarðarins Edersen sé kolröng þar sem hann var á leið út úr markinu til að mæta Rashford. Á Twitter-síðu Sportbible er hægt að bera saman myndir án og með Rashford. Someone has edited Bruno Fernandes' goal with Marcus Rashford removed and it changes everything. pic.twitter.com/saBSINvkRa— SPORTbible (@sportbible) January 15, 2023 Sitt sýnist þó hverjum um myndirnar en boltinn er að rúlla í átt til Fernandes þegar þær eru teknar. Flestir eru þó á því að Akanji hefði náð boltanum fyrst og markið því aldrei orðið. Akanji var sjálfur mjög óhress þegar hann mætti í viðtal eftir leik. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá er fyrsta markið brandari. Ég sá Rashford, hann var augljóslega rangstæður þannig að ég spilaði hann rangstæðan.“ „Hann hleypur alveg þar til á síðustu sekúndu og stoppar þegar boltinn er fyrir framan hann og hann er beint fyrir framan Ederseon, tilbúinn að skora þegar Bruno Fernandes kallar á hann. Ég skil að hann snerti ekki boltann en hann spratt 30 metra, alveg þar til á síðustu stundu. Fyrir mér er þetta klárlega rangstaða.“ Akanji segir að dómarinn hafi ekki skoðað atvikið í VAR og bætir við að fyrir tímabilið hafi verið útskýrt að atvik sem þetta yrði dæmt sem rangstaða. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, viðurkenndi að hann hefði ekki verið ánægður ef hann hefði verið hinu megin við borðið. „Ég hefði ekki verið ánægður ef mitt lið hefði fengið á sig svona mark. Ég get séð vonbrigðin hinu megin en ég get líka séð að dómarinn stóð sig vel.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester borg er rauð eftir magnaða endurkomu Orrustan um Manchester borg stóð undir væntinum á Old Trafford í dag þegar Man Utd fékk Man City í heimsókn í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 14. janúar 2023 14:28 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Sjá meira
Manchester United vann risasigur á nágrönnum sínum í Manchester City á laugardaginn. Bruno Fernandes skoraði jöfnunarmark United í leiknum en markið var og er mjög umdeilt. Marcus Rashford var augljóslega rangstæður en dómarinn Stuart Atwell mat sem svo að hann hefði ekki haft áhrif á leikinn áður en Fernandes skoraði. „Rashford truflaði bæði markmanninn okkar og miðverðina og ég spurði dómarana afhverju Haaland fékk ekki víti en engin svör,“ sagði Pep Guardiola í viðtali eftir leikinn. Remove rashford out. Play is 100% changed: A) Akanji would get to the ball B) Edersons entire positioning is wrong based on an offside playerRefs got it majorly wrong and either cost us the full 3 points or at least 1 point. No one should be trying to justify this. pic.twitter.com/4j129zEWUs— BlueCityBrain (@BlueCityBrain) January 14, 2023 Á Twitter hefur notandinn BlueCityBrain birt áhugaverðar myndir sem sýnir atburðarásina fyrir mark Fernandes þegar búið er að klippa Marcus Rashford út. Á myndunum sést greinilega að varnarmaður City, Manuel Akanji, er mun nær boltanum heldur en Fernandes og líklegt að hann hefði auðveldlega náð til hans hefði Rashford ekki verið fyrir. Þá er einnig bent á að staða markvarðarins Edersen sé kolröng þar sem hann var á leið út úr markinu til að mæta Rashford. Á Twitter-síðu Sportbible er hægt að bera saman myndir án og með Rashford. Someone has edited Bruno Fernandes' goal with Marcus Rashford removed and it changes everything. pic.twitter.com/saBSINvkRa— SPORTbible (@sportbible) January 15, 2023 Sitt sýnist þó hverjum um myndirnar en boltinn er að rúlla í átt til Fernandes þegar þær eru teknar. Flestir eru þó á því að Akanji hefði náð boltanum fyrst og markið því aldrei orðið. Akanji var sjálfur mjög óhress þegar hann mætti í viðtal eftir leik. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá er fyrsta markið brandari. Ég sá Rashford, hann var augljóslega rangstæður þannig að ég spilaði hann rangstæðan.“ „Hann hleypur alveg þar til á síðustu sekúndu og stoppar þegar boltinn er fyrir framan hann og hann er beint fyrir framan Ederseon, tilbúinn að skora þegar Bruno Fernandes kallar á hann. Ég skil að hann snerti ekki boltann en hann spratt 30 metra, alveg þar til á síðustu stundu. Fyrir mér er þetta klárlega rangstaða.“ Akanji segir að dómarinn hafi ekki skoðað atvikið í VAR og bætir við að fyrir tímabilið hafi verið útskýrt að atvik sem þetta yrði dæmt sem rangstaða. Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United, viðurkenndi að hann hefði ekki verið ánægður ef hann hefði verið hinu megin við borðið. „Ég hefði ekki verið ánægður ef mitt lið hefði fengið á sig svona mark. Ég get séð vonbrigðin hinu megin en ég get líka séð að dómarinn stóð sig vel.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester borg er rauð eftir magnaða endurkomu Orrustan um Manchester borg stóð undir væntinum á Old Trafford í dag þegar Man Utd fékk Man City í heimsókn í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 14. janúar 2023 14:28 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Sjá meira
Manchester borg er rauð eftir magnaða endurkomu Orrustan um Manchester borg stóð undir væntinum á Old Trafford í dag þegar Man Utd fékk Man City í heimsókn í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 14. janúar 2023 14:28