Á vef Veðurstofunnar segir að það verði éljagangur á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað syðra. Það dregur aðeins úr frosti og síðdegis má reikna með frosti á bilinu eitt til tíu stig.
Útlit er fyrir svipað veður á morgun, en hægari vindi og úrkomulitlu á miðvikudag. Þá herðir frostið aftur.
![](https://www.visir.is/i/3B7D91E1747D0AFD6D137EB16E57C9FF76B76AC96BE15112F1B478821C2BB36B_713x0.jpg)
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Norðan 8-15 m/s, en 15-23 á suðaustanverðu landinu. Él á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan- og suðvestanlands. Frost 2 til 10 stig.
Á miðvikudag: Norðvestan 8-13 austast, annars hægari norðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og dálítil él við norður- og austurströndina. Talsvert frost.
Á fimmtudag: Suðaustanátt, skýjað og dálítil snjókoma sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 12 stig, kaldast norðaustantil.
Á föstudag: Suðlæg átt og víða rigning eða slydda, en úrkomulítið norðaustanlands. Hlýnar í bili.
Á laugardag og sunnudag: Vestlæg eða breytileg átt og él, en snjókoma um tíma austanlands. Kólnandi veður.