„Ég man alltaf eftir því þegar ég lagði barnið á bekkinn og horfði í augun á pabbanum“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 17. janúar 2023 13:36 Í nýjasta þætti af Baklandinu var meðal annars rætt við slökkviliðsmanninn Einar Örn Jónsson. Stöð 2 Slökkviliðsmaðurinn Einar Örn Jónsson byrjaði ungur að sinna björgunarsveitarstörfum. Hann var staddur á björgunarsveitaræfingu í Borgarfirði þegar það barst útkall sem hann mun aldrei gleyma. Tveir átta ára gamlir drengir höfðu drukknað. Rætt var við Einar Örn í nýjasta þætti af Baklandinu. Í þættinum lýsir hann sinni upplifun af þessu hörmungaratviki sem átti eftir að hafa mótandi áhrif á hann. „Ég var mjög ungur þegar ég byrjaði að hafa afskipti af svona slysavarna- og björgunarmálum. Ég var nú bara fimmtán ára sem messagutti á varðskipi og svo fór ég yfir í björgunarsveitirnar '85 minnir mig. Þá fer ég mjög fljótlega á þessa afmælisæfingu sem verður þarna uppi í Borgarfirði og þar lendum við í því að það verður þarna alvöru útkall á æfingunni. Það drukkna þarna tveir drengir.“ „Þetta atvik hafði mjög mótandi áhrif á mig“ Eftir að drengirnir fundust fór Einar niður í fjöruna þar sem hann tók við öðrum drengnum. „Ég tek við barninu og held á því upp. Þá var nú búið að setja teppi á þá og svoleiðis og búið að reyna að endurlífga þá. Ég man alltaf eftir því, ég labbaði upp grýtta fjöruna. Þegar ég kem upp fyrir fjörukambinn þá er lögreglubíll á bryggjunni og börur. Faðirinn var með í lögreglubílnum og ég man alltaf eftir því þegar ég lagði barnið á bekkinn og horfði í augun á pabbanum. Það var erfitt.“ „Við erum alltaf að reyna okkar besta í þessum geira en stundum dugir það ekki til. Það er bara því miður þannig. Þetta er eitthvað svona móment sem maður gleymir ekkert svo glatt. Þetta atvik hafði mjög mótandi áhrif á mig.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Klippa: Ég man alltaf eftir því þegar ég lagði barnið á bekkinn og horfði í augun á pabbanum Baklandið Slökkvilið Björgunarsveitir Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira
Rætt var við Einar Örn í nýjasta þætti af Baklandinu. Í þættinum lýsir hann sinni upplifun af þessu hörmungaratviki sem átti eftir að hafa mótandi áhrif á hann. „Ég var mjög ungur þegar ég byrjaði að hafa afskipti af svona slysavarna- og björgunarmálum. Ég var nú bara fimmtán ára sem messagutti á varðskipi og svo fór ég yfir í björgunarsveitirnar '85 minnir mig. Þá fer ég mjög fljótlega á þessa afmælisæfingu sem verður þarna uppi í Borgarfirði og þar lendum við í því að það verður þarna alvöru útkall á æfingunni. Það drukkna þarna tveir drengir.“ „Þetta atvik hafði mjög mótandi áhrif á mig“ Eftir að drengirnir fundust fór Einar niður í fjöruna þar sem hann tók við öðrum drengnum. „Ég tek við barninu og held á því upp. Þá var nú búið að setja teppi á þá og svoleiðis og búið að reyna að endurlífga þá. Ég man alltaf eftir því, ég labbaði upp grýtta fjöruna. Þegar ég kem upp fyrir fjörukambinn þá er lögreglubíll á bryggjunni og börur. Faðirinn var með í lögreglubílnum og ég man alltaf eftir því þegar ég lagði barnið á bekkinn og horfði í augun á pabbanum. Það var erfitt.“ „Við erum alltaf að reyna okkar besta í þessum geira en stundum dugir það ekki til. Það er bara því miður þannig. Þetta er eitthvað svona móment sem maður gleymir ekkert svo glatt. Þetta atvik hafði mjög mótandi áhrif á mig.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Klippa: Ég man alltaf eftir því þegar ég lagði barnið á bekkinn og horfði í augun á pabbanum
Baklandið Slökkvilið Björgunarsveitir Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Sjá meira