Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. janúar 2023 16:30 Dómari við Héraðsdóm Suðurlands taldi hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði brotið gegn konunni. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt 26 ára karlmann, Ómar Örn Reynisson, í þriggja ára fangelsi fyrir nauðga konu sem var gestkomandi á heimili hans. Brotið átti sér stað árið 2020. Fram kemur í dómnum að maðurinn og konan hafi verið í óformlegu sambandi á þeim tíma þegar brotið átti sér stað. Þau höfðu verið að hittast en voru þó ekki par. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa haft kynferðismök við konuna án hennar samþykkis með því að stinga fingri í leggöng hennar á meðan hún svaf og eftir að hún lét hann vita að hún vildi það ekki. Þá hafði hann samræði við konuna eftir að hún sofnaði á ný og hélt síðan áfram eftir að hún vaknaði. Einnig beitti hann hana ofbeldi og ólögmætri nauðung með því að halda henni fastri. Fram kemur í ákærunni að konan hafi grátið, reynt að ýta manninum burt og reynt að losa sig. Framburður stúlkunnar metinn trúverðugur Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Frásögn hans var á þá leið að konan hefði komið til hans umrædda nótt og þau haft samfarir með fullum vilja og samþykki þeirra beggja. Eftir að því lauk hafi þau legið áfram í rúminu en ekki verið að tala saman. Hann hafi verið að horfa á sjónvarp og ekkert tekið eftir því hvort konan var líka að horfa á sjónvarpið eða ekki. Konan hefði svo farið burt, upp undir klukkustund eftir að samfarirnar voru yfirstaðnar. Konan lýsti atburðunum á svipaðan hátt og maðurinn, fram til þess tímamarks að lokið var þeim samförum sem áttu sér stað með samþykki beggja. Sagði konan að þá hafi hún ætlað að fara að sofa en eftir það hafi maðurinn brotið gegn henni. Fram kemur í dómnum að framburður konunnar sé afar trúverðugur, einlægur, ýkjulaus og í samræmi við þau gögn sem lögð voru fram í málinu. Þótti jafnframt augljóst að þessir atburðir hefðu reynst konunni þungbærir en útlokað væri að svo hefði verið ef atburðarásin hefði einungis verið sú sem maðurinn lýsti. Þá voru atriði í framburði mannsins sem þóttu veikja trúverðugleika hans. Tvær milljónir í miskabætur Var það mat dómsins að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði brotið gegn konunni. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur maðurinn ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Í niðurstöðu dómsins segir að „við ákvörðun refsingar verði litið til þess að með háttsemi sinni braut ákærði gróflega gegn kynfrelsi og sjálfákvörðunarrétti brotaþola. Þá verður litið til styrks og einbeitts brotavilja ákærða sem birtist í því að hann hélt áfram að brjóta gegn brotaþola eftir að hún hafði látið hann vita að hún kærði sig ekki um kynlíf og var aftur sofnuð.“ Auk fangelsisrefsingarinnar er manninum gert að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur, auk alls sakarkostnaðar. Dómur Héraðsdóms Suðurlands Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Fram kemur í dómnum að maðurinn og konan hafi verið í óformlegu sambandi á þeim tíma þegar brotið átti sér stað. Þau höfðu verið að hittast en voru þó ekki par. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa haft kynferðismök við konuna án hennar samþykkis með því að stinga fingri í leggöng hennar á meðan hún svaf og eftir að hún lét hann vita að hún vildi það ekki. Þá hafði hann samræði við konuna eftir að hún sofnaði á ný og hélt síðan áfram eftir að hún vaknaði. Einnig beitti hann hana ofbeldi og ólögmætri nauðung með því að halda henni fastri. Fram kemur í ákærunni að konan hafi grátið, reynt að ýta manninum burt og reynt að losa sig. Framburður stúlkunnar metinn trúverðugur Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Frásögn hans var á þá leið að konan hefði komið til hans umrædda nótt og þau haft samfarir með fullum vilja og samþykki þeirra beggja. Eftir að því lauk hafi þau legið áfram í rúminu en ekki verið að tala saman. Hann hafi verið að horfa á sjónvarp og ekkert tekið eftir því hvort konan var líka að horfa á sjónvarpið eða ekki. Konan hefði svo farið burt, upp undir klukkustund eftir að samfarirnar voru yfirstaðnar. Konan lýsti atburðunum á svipaðan hátt og maðurinn, fram til þess tímamarks að lokið var þeim samförum sem áttu sér stað með samþykki beggja. Sagði konan að þá hafi hún ætlað að fara að sofa en eftir það hafi maðurinn brotið gegn henni. Fram kemur í dómnum að framburður konunnar sé afar trúverðugur, einlægur, ýkjulaus og í samræmi við þau gögn sem lögð voru fram í málinu. Þótti jafnframt augljóst að þessir atburðir hefðu reynst konunni þungbærir en útlokað væri að svo hefði verið ef atburðarásin hefði einungis verið sú sem maðurinn lýsti. Þá voru atriði í framburði mannsins sem þóttu veikja trúverðugleika hans. Tvær milljónir í miskabætur Var það mat dómsins að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði brotið gegn konunni. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur maðurinn ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Í niðurstöðu dómsins segir að „við ákvörðun refsingar verði litið til þess að með háttsemi sinni braut ákærði gróflega gegn kynfrelsi og sjálfákvörðunarrétti brotaþola. Þá verður litið til styrks og einbeitts brotavilja ákærða sem birtist í því að hann hélt áfram að brjóta gegn brotaþola eftir að hún hafði látið hann vita að hún kærði sig ekki um kynlíf og var aftur sofnuð.“ Auk fangelsisrefsingarinnar er manninum gert að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur, auk alls sakarkostnaðar. Dómur Héraðsdóms Suðurlands
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira