Erlent

Ráðherra meðal þeirra sem dóu þegar þyrla brotlenti á leikskóla

Samúel Karl Ólason skrifar
Minnst átján eru látnir eftir að þyrlan brotlenti á lóð leikskóla.
Minnst átján eru látnir eftir að þyrlan brotlenti á lóð leikskóla. AP/Daniel Cole

Denys Monastyrskiy, innanríkisráðherra Úkraínu, aðstoðarinnanríkisráðherra og ráðuneytisstjóri eru meðal þeirra minnst átján sem dóu í þyrluslysi í Brovary, skammt austur af Kænugarði, í morgun.

Þyrlunni mun hafa verið flogið utan í byggingu í Brovary áður en hún hrapaði og er hún sögð hafa brotlent á lóð leikskóla í bænum. Mikil þoka var á svæðinu í morgun þegar slysið varð.

Þrjú börn eru meðal hinna látnu.

Alls voru 29 fluttir á sjúkrahús og þar af fimmtán börn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Níu eru sagðir hafa verið um borð þegar þyrlan brotlenti. Verið er að rannsaka hvers vegna þyrlan brotlenti.

Denys Monastyrskyi var meðal annars yfir lögreglunni í Úkraínu og öðrum viðbragðssveitum. Hann er æðsti embættismaðurinn sem deyr í Úkraínu frá því Rússar réðust inn í landið fyrir tæpum ellefu mánuðum síðan.

Anton Gerashchenko er ráðgjafi við innanríkisráðuneytið.



Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×