262 nauðganir tilkynntar árið 2022 Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 18. janúar 2023 16:39 Alls bárust 262 tilkynningar um nauðganir til lögreglu á síðasta ári. Að jafnaði var tilkynnt um 22 nauðganir á mánuði. Getty Alls voru 634 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu árið 2022. Fleiri nauðganir voru tilkynntar miðað við síðastliðin þrjú ár og þá fjölgaði brotum gegn kynferðislegri friðhelgi (stafræn brot) um helming miðað við árið á undan. Fjöldi tilkynntra kynferðisbrota gegn börnum var nánast óbreyttur. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot. Alls bárust 262 tilkynningar um nauðganir til lögreglu á síðasta ári og þar af 184 sem áttu sér stað á árinu. Að jafnaði var tilkynnt um 22 nauðganir á mánuði. Skráðum brotum hjá lögreglu um kynferðisbrot gegn börnum sem áttu sér stað árið 2022 fækkaði um helming, samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára og voru þau 52 talsins. Alls var tilkynnt um 114 kynferðisbrot gegn börnum, og samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára var fjöldi tilkynntra mála svipaður. Brot gegn kynferðislegri friðhelgi voru gerð að lögum í febrúar 2021. Voru 79 slík brot tilkynnt á síðasta ári, og þar af 59 sem áttu sér stað árið 2022. Er þar um rúmlega helmingsaukning frá 2021. Þegar tegund þessara brota eru greind nánar eftir eðli þeirra má sjá að í um 40 prósent tilvika er um að ræða myndefni sem dreift er í afmörkuðum hópi og í 27 prósent tilvika var myndefni útbúið eða aflað af sakborningi. Tilkynnt kynferðisbrot árið 2022 voru svipuð að meðaltali samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Frá 2018-2022 hefur lögreglu verið tilkynnt um að jafnaði yfir 600 kynferðisbrot á ári en fjöldi mála hjá lögreglu var almennt lægri fyrir þann tíma. Fjölgun tilkynninga og fækkun brota Fram kemur í skýrslunni að eitt af meginmarkmiðum lögreglunnar samkvæmt gildandi löggæsluáætlun 2019-2023 sé að hlutfall þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisbrotum og tilkynna það til lögreglu aukist á tímabilinu um leið og kynferðisbrotum fækki. Í þolendakönnun lögreglunnar 2022 fyrir árið 2021 kom fram að 2,3 prósent svarenda höfðu orðið fyrir kynferðisbroti og 19 prósent þeirra tilkynntu brotið til lögreglu. Í samanburði við fyrri rannsóknir hefur ekki áður jafn hátt hlutfall landsmanna tilkynnt kynferðisbrot til lögreglu. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot. Alls bárust 262 tilkynningar um nauðganir til lögreglu á síðasta ári og þar af 184 sem áttu sér stað á árinu. Að jafnaði var tilkynnt um 22 nauðganir á mánuði. Skráðum brotum hjá lögreglu um kynferðisbrot gegn börnum sem áttu sér stað árið 2022 fækkaði um helming, samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára og voru þau 52 talsins. Alls var tilkynnt um 114 kynferðisbrot gegn börnum, og samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára var fjöldi tilkynntra mála svipaður. Brot gegn kynferðislegri friðhelgi voru gerð að lögum í febrúar 2021. Voru 79 slík brot tilkynnt á síðasta ári, og þar af 59 sem áttu sér stað árið 2022. Er þar um rúmlega helmingsaukning frá 2021. Þegar tegund þessara brota eru greind nánar eftir eðli þeirra má sjá að í um 40 prósent tilvika er um að ræða myndefni sem dreift er í afmörkuðum hópi og í 27 prósent tilvika var myndefni útbúið eða aflað af sakborningi. Tilkynnt kynferðisbrot árið 2022 voru svipuð að meðaltali samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Frá 2018-2022 hefur lögreglu verið tilkynnt um að jafnaði yfir 600 kynferðisbrot á ári en fjöldi mála hjá lögreglu var almennt lægri fyrir þann tíma. Fjölgun tilkynninga og fækkun brota Fram kemur í skýrslunni að eitt af meginmarkmiðum lögreglunnar samkvæmt gildandi löggæsluáætlun 2019-2023 sé að hlutfall þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisbrotum og tilkynna það til lögreglu aukist á tímabilinu um leið og kynferðisbrotum fækki. Í þolendakönnun lögreglunnar 2022 fyrir árið 2021 kom fram að 2,3 prósent svarenda höfðu orðið fyrir kynferðisbroti og 19 prósent þeirra tilkynntu brotið til lögreglu. Í samanburði við fyrri rannsóknir hefur ekki áður jafn hátt hlutfall landsmanna tilkynnt kynferðisbrot til lögreglu.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira