Bannað að beita vopnunum gegn fólki í slæmu ástandi og þunguðum konum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. janúar 2023 13:07 Notkun rafbyssa er og hefur verið afar umdeild erlendis. Getty Notkun rafvarnarvopna verður alltaf að vera nauðsynleg, réttlætanleg og taka mið af meðalhófsreglu. Ekki má beita þeim gegn einstaklingum í „áberandi slæmu líkamlegu ástandi eða konum sem eru augljóslega þungaðar“. Þetta kemur fram í drögum að reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna, sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra undirritaði 30. desember síðastliðinn. Reglurnar taka gildi þegar þær birtast í Stjórnartíðindum en samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu verður það líklega 23. janúar næstkomandi. Í reglunum er að finna heimild til handa lögreglu til notkunar rafbyssa, sem ráðuneytið kýs að kalla „rafvarnarvopn“. Þar segir að lögreglu sé heimilt að nota rafvarnarvopn þegar heimilt er að nota úðavopn eða kylfu, ef talið er að úðavopn eða kylfa eða aðrar vægari aðgerðir muni ekki nægja til að yfirbuga einstakling eða skilyrði til notkun skotvopna er ekki til staðar. „Heimilt er að nota rafvarnarvopn ef lögreglumaður telur notkun þess geta afstýrt frekari hættu fyrir hann sjálfan eða aðra, svo sem þar sem hægt er að beita rafvarnar-vopni á lengra færi en úðavopni eða kylfu. Notkun rafvarnarvopna verður alltaf að vera nauðsynleg, réttlætanleg og taka mið af meðalhófsreglu,“ segir í regludrögunum. Þá segir að hafa þurfi í huga að sá sem beittur sé rafbyssu muni mögulega falla niður. Athygli vekur að ekki er kveðið á um að viðkomandi sé fluttur á sjúkrahús til læknisskoðunar, heldur aðeins í þeim tilvikum þegar ástæða þykir til. Samkvæmt reglunum verða lögreglumenn, ef aðstæður leyfa, að vara einstaklinga við áður en rafbyssu er beitt. Aðeins skipaðir eða settir lögreglumenn sem lokið hafa lögreglunámi og fengið þjálfun í notkun rafbyssa geta fengið þeim úthlutað. „Þeir einir mega nota rafvarnarvopn sem hlotið hafa slíka þjálfun,“ segir í regludrögunum. Þá segir að lögreglumenn sem fá úthlutað rafbyssu skuli einnig bera búkmyndavél og nota hana samhliða notkun rafbyssunnar. „Viðkomandi lögreglumenn skulu hljóta árlega viðhaldsþjálfun í notkun rafvarnarvopna sam-kvæmt nánari reglum sem ríkislögreglustjóri setur,“ segir í regludrögunum en samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að ríkislögreglustjóri setji ítarlegri verklagsreglur um notkun rafbyssa en kveðið er á um í reglum ráðherra. Í reglunum er að lokum kveðið á um skýrslugerð í kjölfar notkunar rafvarnarvopna og lögreglumönnum gert að greina yfirmönnum sínum strax frá notkuninni og rita skýrslu um atvikið. „Í skýrslu skulu koma fram ástæður notkunarinnar, hvernig rafvarnarvopninu var beitt og ráðstafanir sem síðan voru gerðar til að koma í veg fyrir skaða af völdum beitingarinnar.“ Notkun rafbyssu geti verið vægara úrræði en að beita kylfu Athygli vekur að í reglunum, þar sem fjallað er um öll vopn lögreglu, virðist afstaðan til rafbyssa nokkuð afslappaðri en til skotvopna. Rafbyssurnar eru felldar undir kafla þar sem fjallað er um kylfur og úðavopn en í öðrum kafla er fjallað um skotvopn, sprengivopn, gasvopn og hvellvopn. Hvað varðar síðarnefndu vopnin er meðal annars fjallað nokkuð ítarlega um afhendingu skotvopna til lögreglumanna, eftirlit yfirmanna og ábyrgð lögreglumanna. Þá er fjallað um skil á skotvopnum og ábyrgð stjórnenda á skilum. Einnig eru reglurnar mun ítarlegri þegar kemur að notkun síðarnefndu vopnanna. Sambærileg fyrirmæli er ekki að finna um rafbyssurnar. Þessi afstaða, að rafbyssur séu frekar í flokki með kylfum og úðavopnum en hættulegri vopnum, er ítrekuð í athugasemdum með reglunum. Þar segir að notkun rafvarnarvopna sé mögulegri á lengra færi en með kylfu eða úðavopni. Lögreglumenn geti þannig yfirbugað einstakling áður en þeir komast í návígi við viðkomandi og þannig „minnkað hættu á skaða“. „Notkun rafvarnarvopna, úðavopna og kylfu eru á sama stigi valdbeitingar og val um hvaða vopn er notað byggir á mati lögreglumanns á hvaða vopn sé heppilegast að nota miðað við aðstæður hverju sinni. Notkun rafvarnarvopna kann þannig að vera vægari aðgerð en til dæmis að nota kylfu,“ segir í regludrögunum. Þá er vitnað í reynslu erlendis frá, sem er sögð hafa sýnt að oft nægi að ógna með rafvopni til að einstaklingur láti af mótstöðu. Í athugasemdunum er ítrekað að ætlast sé til þess að lögreglumenn beri búkmyndavélar samhliða notkun rafbyssa og talað um mikilvægi þess að lögreglumenn riti skýrslur um öll atvik, hvort sem vopnið var notað eða notkun þess hótað. „Um nýjan valdbeitingar-búnað er að ræða og farið verður yfir hvert einstakt tilfelli eftir á samkvæmt nánari ákvörðun ríkis-lögreglustjóra,“ segir í regludrögunum. Lögreglan Skotvopn Rafbyssur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Þetta kemur fram í drögum að reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna, sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra undirritaði 30. desember síðastliðinn. Reglurnar taka gildi þegar þær birtast í Stjórnartíðindum en samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu verður það líklega 23. janúar næstkomandi. Í reglunum er að finna heimild til handa lögreglu til notkunar rafbyssa, sem ráðuneytið kýs að kalla „rafvarnarvopn“. Þar segir að lögreglu sé heimilt að nota rafvarnarvopn þegar heimilt er að nota úðavopn eða kylfu, ef talið er að úðavopn eða kylfa eða aðrar vægari aðgerðir muni ekki nægja til að yfirbuga einstakling eða skilyrði til notkun skotvopna er ekki til staðar. „Heimilt er að nota rafvarnarvopn ef lögreglumaður telur notkun þess geta afstýrt frekari hættu fyrir hann sjálfan eða aðra, svo sem þar sem hægt er að beita rafvarnar-vopni á lengra færi en úðavopni eða kylfu. Notkun rafvarnarvopna verður alltaf að vera nauðsynleg, réttlætanleg og taka mið af meðalhófsreglu,“ segir í regludrögunum. Þá segir að hafa þurfi í huga að sá sem beittur sé rafbyssu muni mögulega falla niður. Athygli vekur að ekki er kveðið á um að viðkomandi sé fluttur á sjúkrahús til læknisskoðunar, heldur aðeins í þeim tilvikum þegar ástæða þykir til. Samkvæmt reglunum verða lögreglumenn, ef aðstæður leyfa, að vara einstaklinga við áður en rafbyssu er beitt. Aðeins skipaðir eða settir lögreglumenn sem lokið hafa lögreglunámi og fengið þjálfun í notkun rafbyssa geta fengið þeim úthlutað. „Þeir einir mega nota rafvarnarvopn sem hlotið hafa slíka þjálfun,“ segir í regludrögunum. Þá segir að lögreglumenn sem fá úthlutað rafbyssu skuli einnig bera búkmyndavél og nota hana samhliða notkun rafbyssunnar. „Viðkomandi lögreglumenn skulu hljóta árlega viðhaldsþjálfun í notkun rafvarnarvopna sam-kvæmt nánari reglum sem ríkislögreglustjóri setur,“ segir í regludrögunum en samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að ríkislögreglustjóri setji ítarlegri verklagsreglur um notkun rafbyssa en kveðið er á um í reglum ráðherra. Í reglunum er að lokum kveðið á um skýrslugerð í kjölfar notkunar rafvarnarvopna og lögreglumönnum gert að greina yfirmönnum sínum strax frá notkuninni og rita skýrslu um atvikið. „Í skýrslu skulu koma fram ástæður notkunarinnar, hvernig rafvarnarvopninu var beitt og ráðstafanir sem síðan voru gerðar til að koma í veg fyrir skaða af völdum beitingarinnar.“ Notkun rafbyssu geti verið vægara úrræði en að beita kylfu Athygli vekur að í reglunum, þar sem fjallað er um öll vopn lögreglu, virðist afstaðan til rafbyssa nokkuð afslappaðri en til skotvopna. Rafbyssurnar eru felldar undir kafla þar sem fjallað er um kylfur og úðavopn en í öðrum kafla er fjallað um skotvopn, sprengivopn, gasvopn og hvellvopn. Hvað varðar síðarnefndu vopnin er meðal annars fjallað nokkuð ítarlega um afhendingu skotvopna til lögreglumanna, eftirlit yfirmanna og ábyrgð lögreglumanna. Þá er fjallað um skil á skotvopnum og ábyrgð stjórnenda á skilum. Einnig eru reglurnar mun ítarlegri þegar kemur að notkun síðarnefndu vopnanna. Sambærileg fyrirmæli er ekki að finna um rafbyssurnar. Þessi afstaða, að rafbyssur séu frekar í flokki með kylfum og úðavopnum en hættulegri vopnum, er ítrekuð í athugasemdum með reglunum. Þar segir að notkun rafvarnarvopna sé mögulegri á lengra færi en með kylfu eða úðavopni. Lögreglumenn geti þannig yfirbugað einstakling áður en þeir komast í návígi við viðkomandi og þannig „minnkað hættu á skaða“. „Notkun rafvarnarvopna, úðavopna og kylfu eru á sama stigi valdbeitingar og val um hvaða vopn er notað byggir á mati lögreglumanns á hvaða vopn sé heppilegast að nota miðað við aðstæður hverju sinni. Notkun rafvarnarvopna kann þannig að vera vægari aðgerð en til dæmis að nota kylfu,“ segir í regludrögunum. Þá er vitnað í reynslu erlendis frá, sem er sögð hafa sýnt að oft nægi að ógna með rafvopni til að einstaklingur láti af mótstöðu. Í athugasemdunum er ítrekað að ætlast sé til þess að lögreglumenn beri búkmyndavélar samhliða notkun rafbyssa og talað um mikilvægi þess að lögreglumenn riti skýrslur um öll atvik, hvort sem vopnið var notað eða notkun þess hótað. „Um nýjan valdbeitingar-búnað er að ræða og farið verður yfir hvert einstakt tilfelli eftir á samkvæmt nánari ákvörðun ríkis-lögreglustjóra,“ segir í regludrögunum.
Lögreglan Skotvopn Rafbyssur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira