Hönnunarparadís Nadiu: „Lazyboy færi aldrei inn á þetta heimili“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 19. janúar 2023 14:21 Í nýjasta þætti af heimsókn leit Sindri Sindrason inn á stórglæsilegt heimili Nadiu Katrínar. stöð 2 Í nýjasta þætti af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason heim til Nadiu Katrínar Banine, fasteignasala og innanhússhönnuðar. Nadia býr í sannkallaðri hönnunarparadís í Kópavoginum, ásamt eiginmanni sínum og dætrum. Nadia og Gunnar Sturluson, eiginmaður hennar, keyptu húsið fokhelt fyrir um sex árum síðan. Húsið er hannað af Orra Árnasyni hjá Zeppelin Arkitektum sem býr einmitt sjálfur hinum megin í húsinu. Húsið er í raun parhús en er byggt eins og einbýli. Húsið er parhús en er í raun byggt eins og einbýlishús.Stöð 2 Húsgögn þeirra pössuðu saman þegar þau kynntust Nadia og Gunnar hafa eytt síðustu árum í það að gera þetta glæsilega hús að sínu. „Við erum svolítið samstíga í þessu hjónin, að halda upp á klassíska skandinavíska hönnun. Þetta var eiginlega svolítið skemmtilegt þegar við byrjuðum að vera saman hvernig húsgögnin okkar pössuðu bara,“ segir Nadia. Sjónsteypa á veggjum setur skemmtilegan svip á húsið. Þá gera gólfsíðir gluggar það að verkum að heimilið er einstaklega bjart. Klassísk skandinavísk hönnun í fyrirrúmi.stöð 2 Baðkar inni í miðju hjónaherbergi Í húsinu er glæsileg hjónasvíta með frístandandi baðkari á miðju gólfinu. Baðkarið var eitt af því efsta á óskalista Nadiu þegar þau keyptu húsið. Hún er mikil smekkkona og á nokkuð erfitt með að gera upp á milli útlits og þæginda þegar kemur að heimilinu. „Það náttúrlega hljómar hræðilega. Auðvitað skiptir þetta jafn miklu máli, en eins og til dæmis Lazyboy færi aldrei inn á þetta heimili. Mér er alveg sama hvernig hann lítur út. Við skulum hafa það bara alveg á hreinu.“ Klippa: Hönnunarparadís Nadiu: Lazyboy færi aldrei inn á þetta heimili Heimsókn Hús og heimili Tíska og hönnun Arkitektúr Tengdar fréttir „Það dýrasta er ekki endilega það fallegasta“ Í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason í heimsókn í ævintýralegt hús á Kársnesinu í Kópavogi. 12. janúar 2023 12:58 „Ég er að reyna að samgleðjast en ég öfunda þig bara svo mikið“ Tólfta þáttaröðin af Heimsókn fer í loftið þann 11. janúar. Í nýju sýnishorni má sjá brot af þeim heimilum sem Sindri Sindrason heimsækir að þessu sinni. 6. janúar 2023 13:31 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Nadia og Gunnar Sturluson, eiginmaður hennar, keyptu húsið fokhelt fyrir um sex árum síðan. Húsið er hannað af Orra Árnasyni hjá Zeppelin Arkitektum sem býr einmitt sjálfur hinum megin í húsinu. Húsið er í raun parhús en er byggt eins og einbýli. Húsið er parhús en er í raun byggt eins og einbýlishús.Stöð 2 Húsgögn þeirra pössuðu saman þegar þau kynntust Nadia og Gunnar hafa eytt síðustu árum í það að gera þetta glæsilega hús að sínu. „Við erum svolítið samstíga í þessu hjónin, að halda upp á klassíska skandinavíska hönnun. Þetta var eiginlega svolítið skemmtilegt þegar við byrjuðum að vera saman hvernig húsgögnin okkar pössuðu bara,“ segir Nadia. Sjónsteypa á veggjum setur skemmtilegan svip á húsið. Þá gera gólfsíðir gluggar það að verkum að heimilið er einstaklega bjart. Klassísk skandinavísk hönnun í fyrirrúmi.stöð 2 Baðkar inni í miðju hjónaherbergi Í húsinu er glæsileg hjónasvíta með frístandandi baðkari á miðju gólfinu. Baðkarið var eitt af því efsta á óskalista Nadiu þegar þau keyptu húsið. Hún er mikil smekkkona og á nokkuð erfitt með að gera upp á milli útlits og þæginda þegar kemur að heimilinu. „Það náttúrlega hljómar hræðilega. Auðvitað skiptir þetta jafn miklu máli, en eins og til dæmis Lazyboy færi aldrei inn á þetta heimili. Mér er alveg sama hvernig hann lítur út. Við skulum hafa það bara alveg á hreinu.“ Klippa: Hönnunarparadís Nadiu: Lazyboy færi aldrei inn á þetta heimili
Heimsókn Hús og heimili Tíska og hönnun Arkitektúr Tengdar fréttir „Það dýrasta er ekki endilega það fallegasta“ Í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason í heimsókn í ævintýralegt hús á Kársnesinu í Kópavogi. 12. janúar 2023 12:58 „Ég er að reyna að samgleðjast en ég öfunda þig bara svo mikið“ Tólfta þáttaröðin af Heimsókn fer í loftið þann 11. janúar. Í nýju sýnishorni má sjá brot af þeim heimilum sem Sindri Sindrason heimsækir að þessu sinni. 6. janúar 2023 13:31 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
„Það dýrasta er ekki endilega það fallegasta“ Í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason í heimsókn í ævintýralegt hús á Kársnesinu í Kópavogi. 12. janúar 2023 12:58
„Ég er að reyna að samgleðjast en ég öfunda þig bara svo mikið“ Tólfta þáttaröðin af Heimsókn fer í loftið þann 11. janúar. Í nýju sýnishorni má sjá brot af þeim heimilum sem Sindri Sindrason heimsækir að þessu sinni. 6. janúar 2023 13:31