Sagt er frá málinu í fundargerð bæjarráðs en fundað var í morgun. Þar kemur fram að bæjarráði hafi borist erindi frá Gunnu Tryggva í upphafi árs þar sem hún býður sveitarfélaginu verkið. Er þess óskað að verkið Kafarinn verði sett upp í gangi byggingar Sundhallarinnar sem snúi út að útilauginni og „fái lýsingu sem geri það betur sýnilegt í gegnum gluggarúðurnar“.

Verkið sem um ræðir er í raun eitt verk málað með olíu á tvo hörstriga sem hvor um sig er 150 sentimetrar á breidd og tveir metrar á hæð.
„Ef færa á verkið annað, af einhverri ástæðu, á einhverjum tímapunkti, áskilar höfundur/afkomendur rétt til að fá verkið til baka, gjöfinni verði rift enda sé ástæða gjafarinnar sú að sundlaugargestir fái notið þess við heimsókn í laugina.

Höfundur óskar ennfremur eftir að á veggnum nálægt verkinu verði merking sem segi frá höfundi, titli og að um gjöf sé að ræða. Höfundur mun gjarnan hanna slíka merkingu,“ segir í erindi myndlistarkonuna.
Í bókun bæjarráð kemur fram að Gunnu sé þakkað fyrir höfðinglega gjöf sem muni sóma sér vel í Sundhöll Selfoss. „Bæjarráð gengst að skilmálum gjafagerningsins með þeim fyrirvara að sveitarfélagið getur ekki ábyrgst verkið í almenningsrými í sundlauginni, þ.e. tryggt það sérstaklega fyrir skemmdum.“