Áhugamaður um norðurljós datt í lukkupottinn á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. janúar 2023 14:38 Norðurljósin á Íslandi geta verið ægifögur eins og þessi mynd ljósmyndarans Vilhelms Gunnarssonar sýnir glögglega. Vísir/Vilhelm Bandarískur áhugamaður um norðurljós fékk heldur betur sýningu er hann ferðaðist til Íslands í síðustu viku með það að markmiði að fanga norðurljós á filmu. Bandaríski geimeðlisfræðineminn Vincent Ledvina var á ferð um Ísland í eina viku í upphafi árs. Var hann hluti af hópi norðurljósáhugamanna sem höfðu það að markmiði að elta norðurljósin hér á landi. Vakin er athygli á ferðalagi Ledvina á vefnum vinsæla Space.com með fyrirsögninni „Algjörlega klikkuð norðurljós lýsa upp næturhimininn á Íslandi.“ Fréttin er að mestu byggð á tístum Ledvina um ferðina en sjá má á Twitter-reikning hans að þar er gríðarlega mikill áhugamaður um norðurljós á ferðinni. Svo mikill að fátt annað en norðurljós er til umfjöllunar hjá honum á Twitter. Þar sýnir hann meðal annars frá mikilli norðurljósasýningu sem hann tók upp á myndband um borð í leið Icelandair til landsins. „Eitt það svalasta sem ég hef séð sitjandi í flugvél. Þetta var á leiðinni til Íslands í síðustu viku, einhvers staðar yfir Grænlandi. Allir sætisfélagar mínir voru límdir við gluggana þegar ég benti þeim á þetta,“ skrifar Ledvina og deilir myndbandinu. One of the coolest things I've ever seen on a plane. This was flying into Iceland last week somewhere over Greenland. I had my seat neighbors all glued to the windows after pointing the aurora out to them! pic.twitter.com/ske4nzVdnE— Vincent Ledvina (@Vincent_Ledvina) January 17, 2023 Fleiri myndbönd frá ferðalagi Ledvina og ferðafélögum hans hér á landi má sjá hér fyrir neðan. Timelapse of the aurora explosion from January 13 right outside our AirBnB near Seljalandsfoss, Iceland! You can really see how fast the aurora changed, it was amazing to see in person, the camera doesn't do it justice!@TamithaSkov #aurora #northernlights pic.twitter.com/NYopz5ftjU— Vincent Ledvina (@Vincent_Ledvina) January 18, 2023 Literally the aurora went from 0 to 100 in a minute. one of the most insane shows I've seen. 1/13/23 Stóridalur, Iceland @Vincent_Ledvina @_SpaceWeather_ @AuroraNotify @TamithaSkov #northernlights #Auroraborealis pic.twitter.com/5bgU4Bq8Tj— Levi Johnson (@levikj) January 17, 2023 Ferðamennska á Íslandi Vísindi Geimurinn Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Bandaríski geimeðlisfræðineminn Vincent Ledvina var á ferð um Ísland í eina viku í upphafi árs. Var hann hluti af hópi norðurljósáhugamanna sem höfðu það að markmiði að elta norðurljósin hér á landi. Vakin er athygli á ferðalagi Ledvina á vefnum vinsæla Space.com með fyrirsögninni „Algjörlega klikkuð norðurljós lýsa upp næturhimininn á Íslandi.“ Fréttin er að mestu byggð á tístum Ledvina um ferðina en sjá má á Twitter-reikning hans að þar er gríðarlega mikill áhugamaður um norðurljós á ferðinni. Svo mikill að fátt annað en norðurljós er til umfjöllunar hjá honum á Twitter. Þar sýnir hann meðal annars frá mikilli norðurljósasýningu sem hann tók upp á myndband um borð í leið Icelandair til landsins. „Eitt það svalasta sem ég hef séð sitjandi í flugvél. Þetta var á leiðinni til Íslands í síðustu viku, einhvers staðar yfir Grænlandi. Allir sætisfélagar mínir voru límdir við gluggana þegar ég benti þeim á þetta,“ skrifar Ledvina og deilir myndbandinu. One of the coolest things I've ever seen on a plane. This was flying into Iceland last week somewhere over Greenland. I had my seat neighbors all glued to the windows after pointing the aurora out to them! pic.twitter.com/ske4nzVdnE— Vincent Ledvina (@Vincent_Ledvina) January 17, 2023 Fleiri myndbönd frá ferðalagi Ledvina og ferðafélögum hans hér á landi má sjá hér fyrir neðan. Timelapse of the aurora explosion from January 13 right outside our AirBnB near Seljalandsfoss, Iceland! You can really see how fast the aurora changed, it was amazing to see in person, the camera doesn't do it justice!@TamithaSkov #aurora #northernlights pic.twitter.com/NYopz5ftjU— Vincent Ledvina (@Vincent_Ledvina) January 18, 2023 Literally the aurora went from 0 to 100 in a minute. one of the most insane shows I've seen. 1/13/23 Stóridalur, Iceland @Vincent_Ledvina @_SpaceWeather_ @AuroraNotify @TamithaSkov #northernlights #Auroraborealis pic.twitter.com/5bgU4Bq8Tj— Levi Johnson (@levikj) January 17, 2023
Ferðamennska á Íslandi Vísindi Geimurinn Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum