Draumurinn rættist og hluti af honum eru svakaleg áhættuatriði Snorri Másson skrifar 20. janúar 2023 09:01 „Þetta var bara brjálaður draumur sem rættist allt í einu. Maður eiginlega fattar það ekki enn þá. Maður er að gera það sama en einhvern veginn lifir á því,“ segir Eiríkur Helgason snjóbrettakappi, sem ásamt bróður sínum Halldóri rekur í dag nokkuð umsvifamikið snjóbrettafyrirtæki, Lobster Snowboarding. Akureyrsku snjóbrettabræðurnir Halldór og Eiríkur Helgasynir. Bræðurnir eru flestum Íslendingum kunnir og gott betur, þeir eru lykilpersónur í hinum alþjóðlega snjóbrettabransa. Þeir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil.Vísir/Bjarni Rætt var við þá bræður í Íslandi í dag í vikunni, þar sem þeir voru í tökum við Fjölbrautarskólann í Mosfellsbæ. Innslagið má sjá hér að ofan og þar innifalin eru nokkuð hressandi áhættuatriði á fleiri en einum stað. Bræðurnir Halldór og Eiríkur Helgasynir eru flestum Íslendingum kunnir og þótt víðar væri leitað, þeir eru lykilpersónur í hinum alþjóðlega snjóbrettabransa. Þeir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil. Handrið niður af brú yfir Hringbraut í Vatnsmýri. Eftir fjölda tilrauna náði Halldór að klára handriðið alveg niður - en þá einu heppnuðu tilraun frumsýna þeir síðan í eigin mynd á vegum Lobster. Misheppnuðu tilraunirnar má sjá í innslaginu hér að ofan.Aðsent „Þetta var alltaf draumurinn okkar,“ segir Halldór, þótt ekki hafi hann búist við að geta lifað af honum. Halldór segir það foreldrum þeirra bræðra að þakka að þeir hafi getað fengist við það sem þeir höfðu gaman af, án þess að fyrir lægi að peningar væru inni í myndinni. Bræðurnir eru ekki beint þekktir fyrir að fara fram af of mikilli gát í ævintýrum sínum en maður myndi halda að menn myndu róa sig í mestu áhættuatriðunum á fertugsaldrinum. Svo er þó ekki, nema síður væri. Halldór er til dæmis í skýjunum þessa dagana með að hafa komist niður handrið í Vatnsmýrinni eftir alltof margar tilraunir. „Hann er alveg í rústi líkaminn minn. En maður getur alltaf ýtt honum lengra. En ég er hvað, 32 ára. Það er ekki neitt,“ segir Halldór. Eiríkur bætir við: „Svo lengi sem þú heldur þér við við að detta og kannt að detta, um leið og þú hættir að detta og byrjar svo aftur, þá verður þetta erfiðara.“ Breskur blaðamaður og ljósmyndari, Theo Acworth, sem fylgir bræðrunum þessa dagana segir þá vera goðsagnir í hinum alþjóðlega snjóbrettaheimi - það sé kyndugt fyrir hann nú að starfa svo náið með bræðrunum, eftir að hafa haft af þeim plaköt í herbergi sínu þegar hann var strákur að byrja að fylgjast með snjóbrettum. Snjóbrettaíþróttir Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Sjá meira
Akureyrsku snjóbrettabræðurnir Halldór og Eiríkur Helgasynir. Bræðurnir eru flestum Íslendingum kunnir og gott betur, þeir eru lykilpersónur í hinum alþjóðlega snjóbrettabransa. Þeir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil.Vísir/Bjarni Rætt var við þá bræður í Íslandi í dag í vikunni, þar sem þeir voru í tökum við Fjölbrautarskólann í Mosfellsbæ. Innslagið má sjá hér að ofan og þar innifalin eru nokkuð hressandi áhættuatriði á fleiri en einum stað. Bræðurnir Halldór og Eiríkur Helgasynir eru flestum Íslendingum kunnir og þótt víðar væri leitað, þeir eru lykilpersónur í hinum alþjóðlega snjóbrettabransa. Þeir hafa verið á snjóbretti frá því að þeir voru unglingar á Akureyri og hafa raunar unnið við snjóbretti allan sinn atvinnuferil. Handrið niður af brú yfir Hringbraut í Vatnsmýri. Eftir fjölda tilrauna náði Halldór að klára handriðið alveg niður - en þá einu heppnuðu tilraun frumsýna þeir síðan í eigin mynd á vegum Lobster. Misheppnuðu tilraunirnar má sjá í innslaginu hér að ofan.Aðsent „Þetta var alltaf draumurinn okkar,“ segir Halldór, þótt ekki hafi hann búist við að geta lifað af honum. Halldór segir það foreldrum þeirra bræðra að þakka að þeir hafi getað fengist við það sem þeir höfðu gaman af, án þess að fyrir lægi að peningar væru inni í myndinni. Bræðurnir eru ekki beint þekktir fyrir að fara fram af of mikilli gát í ævintýrum sínum en maður myndi halda að menn myndu róa sig í mestu áhættuatriðunum á fertugsaldrinum. Svo er þó ekki, nema síður væri. Halldór er til dæmis í skýjunum þessa dagana með að hafa komist niður handrið í Vatnsmýrinni eftir alltof margar tilraunir. „Hann er alveg í rústi líkaminn minn. En maður getur alltaf ýtt honum lengra. En ég er hvað, 32 ára. Það er ekki neitt,“ segir Halldór. Eiríkur bætir við: „Svo lengi sem þú heldur þér við við að detta og kannt að detta, um leið og þú hættir að detta og byrjar svo aftur, þá verður þetta erfiðara.“ Breskur blaðamaður og ljósmyndari, Theo Acworth, sem fylgir bræðrunum þessa dagana segir þá vera goðsagnir í hinum alþjóðlega snjóbrettaheimi - það sé kyndugt fyrir hann nú að starfa svo náið með bræðrunum, eftir að hafa haft af þeim plaköt í herbergi sínu þegar hann var strákur að byrja að fylgjast með snjóbrettum.
Snjóbrettaíþróttir Skíðaíþróttir Akureyri Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Sjá meira