Tankurinn tómur og tími kominn til að kveðja Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2023 19:45 Það kom flestum á óvart þegar Jacinda Ardern forsætisráðherra greindi frá afsögn sinni á fundi með fréttamönnum í gær. AP/Kerry Marshall Fráfarandi forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það hafa verið forréttindi að fá að leiða þjóð sína á erfiðum tímum undanfarin tæpu sex ár. Nú væri tankur hennar hins vegar tómur og tími til kominn að kalla til nýjan leiðtoga. Jacinda Ardern tók fyrst við forsætisráðherraembættinu á Nýja Sjálandi í október 2017, þá nýkjörin formaður Verkamannaflokksins og myndaði stjórn með tveimur öðrum flokkum. Þá var hún 37 ára og yngst kvenna í heiminum til að taka við embætti þjóðarleiðtoga. Hún leiddi síðan flokk sinn til stórsigurs í kosningum 2020 þegar flokkurinn fékk fyrstur flokka hreinan meirihluta á þingi frá árinu 1996. Ardern naut strax mikilla vinsælda fyrir alþýðlega framkomu og röggsemi í nánast samfelldri áfallastjórnun vegna fellibylja, flóða, jarðskjálfta og ekki hvað síst hinna skelfilegu fjöldamorða í borginni Christchurch í mars 2019 þegar öfgamaður myrti rúmlega fimmtíu muslima í mosku í borginni. Síðan kom covid og nú síðast verðbólga og efnahagssamdráttur vegna úkraínustríðsins. Jacinda Ardern fráfarandi forsætisráðherra Nýja Sjálands klökknaði á köflum þegar hún greindi frá afsögn sinni í gærkveldi að íslenskum tíma.AP/Warren Buckland „Ég er að hefja sjötta árið mitt í embætti og öll þessi ár hef ég gefið allt mitt. Að fá að leiða þjóð er að mínu mati mestu forréttindi sem nokkrum getur hlotnast en einnig það mest krefjandi. Þú getur ekki og ættir ekki að taka það að þér án þess að hafa fullan tank auk varabirgða fyrir óvæntar áskoranir,“ sagði Ardern á fréttamannafundi í gær. Hún hefði vonað að sumarið á suðurhveli gæfi henni þrótt til að halda áfram að leiða flokkinn í komandi kosningum í október. Það hefði því miður ekki orðið raunin. „Þannig að í dag tilkynni ég að ég mun ekki sækjast eftir endurkjöri og að kjörtímabili mínu sem forsætisráðherra lýkur eigi síðar en 7. febrúar,“ sagði forsætisráðherrann og komst augljóslega við. Jacinda Ardern naut mikillar virðingar fyrir yfirveguð en röggsöm viðbrögð við fjöldamorðunum við mosku í Christchurch í mars 2019.AP/Vincent Thian Árin í embætti hafi verð þau mest gefandi í lífi hennar en falið í sér margar áskoranir. Hún segði hins vegar ekki af sér vegna erfiðara verkefna. „Ég fer vegna þess að forréttindahlutverki eins og þessu fylgir mikil ábyrgð. Sú ábyrgð að vita hvenær þú ert rétta manneskjan til að leiða en einnig hvenær þú ert það ekki. Ég veit hvers þetta embætti krefst og ég veit að ég hef ekki lengur nægt eldsneyti á tanknum til að gegna því með fullnægjandi hætti. Svo einfalt er það,“sagði Ardern. Kristrún Frostadóttir nýkjörin formaður Samfylkingarinnar segir Jancindu Ardern leitoga jafnaðarmanna á Nýja Sjálandi vera fyrirmynd ungra kvenna og jafnaðarfólks í stjórnmálum.Stöð 2/Sigurjón Jacinda Ardern var 37 ára þegar hún tók við forystu í ný sjálenska Verkamannaflokknum og varð forsætisráðherra. Formaður systurflokksins hér uppi á Íslandi, Kristrún Frostadóttir, var 34 ára þegar hún varð formaður Samfylkingarinnar á síðasta ári. Hún segir Ardern vera mikla fyrirmynd. „Þetta eru auðvitað stórar fréttir fyrir okkur jafnaðarfólk sem hefur litið mikið upp til Ardern. Hún hefur verið mikil fyrirmynd, bæði fyrir ungar konur í pólitík en líka fyrir okkur sem aðhyllumst þessa stefnu. Við höfum verið mjög stolt af henni,“segir Kristrún. En hún sýni líka mikinn styrkleika konu í þjónandi forystu. „Það er margt sem við getum leikið eftir og margt í stefnunni sem ber að líta til. Þannig að við erum auðvitað bara stolt af okkar konu og spennt að sjá hvað hún gerir næst,“segir Kristrún Frostadóttir. Nýja-Sjáland Samfylkingin Tengdar fréttir Katrín segir sjónarsvipti að hinni sjarmerandi Ardern Forsætisráðherra segir að sjónarsviptir verði af Jacinda Ardern sem óvænt sagði af sér embætti forsætisráðherra Nýja-Sjálands og leiðtoga Verkamannaflokksins í gærkvöldi. Sex ára valdatími hennar hafi einkennst af hverju áfallinu á fætur öðru, allt frá náttúruhamförum, fjöldamorðum, covid faraldrinum og nú til efnahagsástandsins vegna stríðsins í Úkraínu. 19. janúar 2023 12:16 Ardern segir af sér Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur ákveðið að segja af sér. Hún mun láta af störfum ekki seinna en 7. febrúar og segist hreinlega ekki hafa orku til að sinna starfinu lengur. 19. janúar 2023 06:41 Kallaði þingmann hrokafullan fávita Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur beðist afsökunar á því að hafa kallað þingmann stjórnarandstöðunnar hrokafullan fávita á þingi. Ummælin sem látin voru falla á þingi í morgun áttu ekki að heyrast. 13. desember 2022 21:04 „Ofbeldisfullur öfgamaður“ skotinn til bana eftir hnífaárás í stórmarkaði Lögregla á Nýja Sjálandi skaut mann til bana sem gerði hnífaárás í stórmarkaði í borginni Auckland í dag. Jacinda Ardern forsætisráðherra lýsti manninum sem „ofbeldisfullum öfgamanni“ og sagði árásina hryðjuverk. 3. september 2021 06:52 Lok og læs á Nýja-Sjálandi út árið Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands tilkynnti í gær að landamæri ríkisins verði lokuð út þetta ár vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar. Það væri besta leiðin til að halda veirunni í skefjum og efnahagslífinu gangandi. 12. ágúst 2021 06:38 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Jacinda Ardern tók fyrst við forsætisráðherraembættinu á Nýja Sjálandi í október 2017, þá nýkjörin formaður Verkamannaflokksins og myndaði stjórn með tveimur öðrum flokkum. Þá var hún 37 ára og yngst kvenna í heiminum til að taka við embætti þjóðarleiðtoga. Hún leiddi síðan flokk sinn til stórsigurs í kosningum 2020 þegar flokkurinn fékk fyrstur flokka hreinan meirihluta á þingi frá árinu 1996. Ardern naut strax mikilla vinsælda fyrir alþýðlega framkomu og röggsemi í nánast samfelldri áfallastjórnun vegna fellibylja, flóða, jarðskjálfta og ekki hvað síst hinna skelfilegu fjöldamorða í borginni Christchurch í mars 2019 þegar öfgamaður myrti rúmlega fimmtíu muslima í mosku í borginni. Síðan kom covid og nú síðast verðbólga og efnahagssamdráttur vegna úkraínustríðsins. Jacinda Ardern fráfarandi forsætisráðherra Nýja Sjálands klökknaði á köflum þegar hún greindi frá afsögn sinni í gærkveldi að íslenskum tíma.AP/Warren Buckland „Ég er að hefja sjötta árið mitt í embætti og öll þessi ár hef ég gefið allt mitt. Að fá að leiða þjóð er að mínu mati mestu forréttindi sem nokkrum getur hlotnast en einnig það mest krefjandi. Þú getur ekki og ættir ekki að taka það að þér án þess að hafa fullan tank auk varabirgða fyrir óvæntar áskoranir,“ sagði Ardern á fréttamannafundi í gær. Hún hefði vonað að sumarið á suðurhveli gæfi henni þrótt til að halda áfram að leiða flokkinn í komandi kosningum í október. Það hefði því miður ekki orðið raunin. „Þannig að í dag tilkynni ég að ég mun ekki sækjast eftir endurkjöri og að kjörtímabili mínu sem forsætisráðherra lýkur eigi síðar en 7. febrúar,“ sagði forsætisráðherrann og komst augljóslega við. Jacinda Ardern naut mikillar virðingar fyrir yfirveguð en röggsöm viðbrögð við fjöldamorðunum við mosku í Christchurch í mars 2019.AP/Vincent Thian Árin í embætti hafi verð þau mest gefandi í lífi hennar en falið í sér margar áskoranir. Hún segði hins vegar ekki af sér vegna erfiðara verkefna. „Ég fer vegna þess að forréttindahlutverki eins og þessu fylgir mikil ábyrgð. Sú ábyrgð að vita hvenær þú ert rétta manneskjan til að leiða en einnig hvenær þú ert það ekki. Ég veit hvers þetta embætti krefst og ég veit að ég hef ekki lengur nægt eldsneyti á tanknum til að gegna því með fullnægjandi hætti. Svo einfalt er það,“sagði Ardern. Kristrún Frostadóttir nýkjörin formaður Samfylkingarinnar segir Jancindu Ardern leitoga jafnaðarmanna á Nýja Sjálandi vera fyrirmynd ungra kvenna og jafnaðarfólks í stjórnmálum.Stöð 2/Sigurjón Jacinda Ardern var 37 ára þegar hún tók við forystu í ný sjálenska Verkamannaflokknum og varð forsætisráðherra. Formaður systurflokksins hér uppi á Íslandi, Kristrún Frostadóttir, var 34 ára þegar hún varð formaður Samfylkingarinnar á síðasta ári. Hún segir Ardern vera mikla fyrirmynd. „Þetta eru auðvitað stórar fréttir fyrir okkur jafnaðarfólk sem hefur litið mikið upp til Ardern. Hún hefur verið mikil fyrirmynd, bæði fyrir ungar konur í pólitík en líka fyrir okkur sem aðhyllumst þessa stefnu. Við höfum verið mjög stolt af henni,“segir Kristrún. En hún sýni líka mikinn styrkleika konu í þjónandi forystu. „Það er margt sem við getum leikið eftir og margt í stefnunni sem ber að líta til. Þannig að við erum auðvitað bara stolt af okkar konu og spennt að sjá hvað hún gerir næst,“segir Kristrún Frostadóttir.
Nýja-Sjáland Samfylkingin Tengdar fréttir Katrín segir sjónarsvipti að hinni sjarmerandi Ardern Forsætisráðherra segir að sjónarsviptir verði af Jacinda Ardern sem óvænt sagði af sér embætti forsætisráðherra Nýja-Sjálands og leiðtoga Verkamannaflokksins í gærkvöldi. Sex ára valdatími hennar hafi einkennst af hverju áfallinu á fætur öðru, allt frá náttúruhamförum, fjöldamorðum, covid faraldrinum og nú til efnahagsástandsins vegna stríðsins í Úkraínu. 19. janúar 2023 12:16 Ardern segir af sér Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur ákveðið að segja af sér. Hún mun láta af störfum ekki seinna en 7. febrúar og segist hreinlega ekki hafa orku til að sinna starfinu lengur. 19. janúar 2023 06:41 Kallaði þingmann hrokafullan fávita Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur beðist afsökunar á því að hafa kallað þingmann stjórnarandstöðunnar hrokafullan fávita á þingi. Ummælin sem látin voru falla á þingi í morgun áttu ekki að heyrast. 13. desember 2022 21:04 „Ofbeldisfullur öfgamaður“ skotinn til bana eftir hnífaárás í stórmarkaði Lögregla á Nýja Sjálandi skaut mann til bana sem gerði hnífaárás í stórmarkaði í borginni Auckland í dag. Jacinda Ardern forsætisráðherra lýsti manninum sem „ofbeldisfullum öfgamanni“ og sagði árásina hryðjuverk. 3. september 2021 06:52 Lok og læs á Nýja-Sjálandi út árið Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands tilkynnti í gær að landamæri ríkisins verði lokuð út þetta ár vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar. Það væri besta leiðin til að halda veirunni í skefjum og efnahagslífinu gangandi. 12. ágúst 2021 06:38 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Katrín segir sjónarsvipti að hinni sjarmerandi Ardern Forsætisráðherra segir að sjónarsviptir verði af Jacinda Ardern sem óvænt sagði af sér embætti forsætisráðherra Nýja-Sjálands og leiðtoga Verkamannaflokksins í gærkvöldi. Sex ára valdatími hennar hafi einkennst af hverju áfallinu á fætur öðru, allt frá náttúruhamförum, fjöldamorðum, covid faraldrinum og nú til efnahagsástandsins vegna stríðsins í Úkraínu. 19. janúar 2023 12:16
Ardern segir af sér Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur ákveðið að segja af sér. Hún mun láta af störfum ekki seinna en 7. febrúar og segist hreinlega ekki hafa orku til að sinna starfinu lengur. 19. janúar 2023 06:41
Kallaði þingmann hrokafullan fávita Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur beðist afsökunar á því að hafa kallað þingmann stjórnarandstöðunnar hrokafullan fávita á þingi. Ummælin sem látin voru falla á þingi í morgun áttu ekki að heyrast. 13. desember 2022 21:04
„Ofbeldisfullur öfgamaður“ skotinn til bana eftir hnífaárás í stórmarkaði Lögregla á Nýja Sjálandi skaut mann til bana sem gerði hnífaárás í stórmarkaði í borginni Auckland í dag. Jacinda Ardern forsætisráðherra lýsti manninum sem „ofbeldisfullum öfgamanni“ og sagði árásina hryðjuverk. 3. september 2021 06:52
Lok og læs á Nýja-Sjálandi út árið Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands tilkynnti í gær að landamæri ríkisins verði lokuð út þetta ár vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar. Það væri besta leiðin til að halda veirunni í skefjum og efnahagslífinu gangandi. 12. ágúst 2021 06:38