Dæmi um að sjúklingar hóti starfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun Bjarki Sigurðsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. janúar 2023 20:01 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Til eru dæmi um að sjúklingar hóti heilbrigðisstarfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun geri það ekki það sem sjúklingurinn biður um. Formaður Læknafélags Íslands segir þannig mál vera að færast í aukana og að þetta sé mjög ógnvekjandi fyrir starfsfólk innan geirans. Í gær var greint frá því að Skúli Tómas Gunnlaugsson læknir væri kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum eftir að hafa verið í leyfi á meðan lögreglan rannsakaði mögulega ótímabær andlát sjúklinga í hans umsjá á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Aðstandandi konu sem er í hópi þeirra sem létust í umsjá Skúla ræddi í morgun við Bítið á Bylgjunni um að það væri vanvirðing við fjölskyldur þeirra látnu, starfsfólk spítalans og sjúklinga á spítalanum að hann væri kominn aftur til starfa. Eftir það viðtal skrifaði Skúli sjálfur færslu á Facebook þar sem hann fagnaði því að rannsókn lögreglu væri að ljúka. Þar sagði hann að samkvæmt niðurstöðum dómkvaddra matsmanna hafi sjúklingarnir allir látist af náttúrulegum orsökum. „Þeir sem setið hafa undir ósanngjarnri, einhliða og villandi fjölmiðlaumfjöllun vita hversu erfið raun það er. Það á ekki síst við um heilbrigðisstarfsfólk, sem er í mjög veikri stöðu ef bornar eru á það sakir. Að geta ekki svarað fyrir rangindi og þurfa að sitja undir einhliða málflutningi er oft á tíðum óbærilegt og ég fullyrði að fátt ógnar starfsöryggi þeirra meira en þetta. Öryggi starfsmanna og sjúklinga fer nefnilega saman,“ skrifaði Skúli. Læknafélag Íslands sagðist í svari við fyrirspurn fréttastofu í nóvember 2021 styðja Skúla í málinu, eins og félaginu bæri að gera í málum félagsmanna. Óvissa sem fylgi langri málsmeðferð sé bagaleg fyrir alla. Formaður læknafélagsins, Steinunn Þórðardóttir, sem tók við formennsku eftir að yfirlýsingin var send á sínum tíma, vildi ekki tjá sig efnislega um mál Skúla í kvöldfréttum Stöðvar 2 en tók undir áðurnefnda gagnrýni á hina löngu málsmeðferð. Klippa: Sonur konu sem lést í umsjá læknis blöskrar að hann fái að starfi áfram „Við höfum kallað eftir því að það verði stofnuð sérstök rannsóknarnefnd alvarlegra atvika til að tryggja hraða og faglega afgreiðslu svona mála þar sem það er mjög þungbært fyrir alla sem að þeim koma, ekki hvað síst þá sem verða fyrir atvikunum og aðstandendum þeirra ef að rannsókn svona mala og niðurstaða dragast á langinn,“ segir Steinunn. Þá segir Steinunn ljóst að starfsfólk heilbrigðiskerfisins óttist óvægna umfjöllun áður en mál séu leidd til lykta, nafn- og myndbirtingar. Og hún þekkir dæmi þess að fólk hafi flutt sig frá starfsstöðvum þar sem álag er meira, af ótta við að eiga aðild að alvarlegum tilvikum. „En síðan veit ég til þess líka að það er farið að bera á því að sjúklingar hóta heilbrigðisstarfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun vitandi að við erum bundin þagnarskyldu og getum ekki tjáð okkur. Þá ef þú gerir ekki A, B og C þá fer ég í fjölmiðla. Þetta er svolítið vaxandi vandamál og þetta er ótrúlega ógnvekjandi fyrir okkur og óþægilegt,“ segir Steinunn. Heilbrigðismál Læknamistök á HSS Landspítalinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Sjá meira
Í gær var greint frá því að Skúli Tómas Gunnlaugsson læknir væri kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum eftir að hafa verið í leyfi á meðan lögreglan rannsakaði mögulega ótímabær andlát sjúklinga í hans umsjá á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Aðstandandi konu sem er í hópi þeirra sem létust í umsjá Skúla ræddi í morgun við Bítið á Bylgjunni um að það væri vanvirðing við fjölskyldur þeirra látnu, starfsfólk spítalans og sjúklinga á spítalanum að hann væri kominn aftur til starfa. Eftir það viðtal skrifaði Skúli sjálfur færslu á Facebook þar sem hann fagnaði því að rannsókn lögreglu væri að ljúka. Þar sagði hann að samkvæmt niðurstöðum dómkvaddra matsmanna hafi sjúklingarnir allir látist af náttúrulegum orsökum. „Þeir sem setið hafa undir ósanngjarnri, einhliða og villandi fjölmiðlaumfjöllun vita hversu erfið raun það er. Það á ekki síst við um heilbrigðisstarfsfólk, sem er í mjög veikri stöðu ef bornar eru á það sakir. Að geta ekki svarað fyrir rangindi og þurfa að sitja undir einhliða málflutningi er oft á tíðum óbærilegt og ég fullyrði að fátt ógnar starfsöryggi þeirra meira en þetta. Öryggi starfsmanna og sjúklinga fer nefnilega saman,“ skrifaði Skúli. Læknafélag Íslands sagðist í svari við fyrirspurn fréttastofu í nóvember 2021 styðja Skúla í málinu, eins og félaginu bæri að gera í málum félagsmanna. Óvissa sem fylgi langri málsmeðferð sé bagaleg fyrir alla. Formaður læknafélagsins, Steinunn Þórðardóttir, sem tók við formennsku eftir að yfirlýsingin var send á sínum tíma, vildi ekki tjá sig efnislega um mál Skúla í kvöldfréttum Stöðvar 2 en tók undir áðurnefnda gagnrýni á hina löngu málsmeðferð. Klippa: Sonur konu sem lést í umsjá læknis blöskrar að hann fái að starfi áfram „Við höfum kallað eftir því að það verði stofnuð sérstök rannsóknarnefnd alvarlegra atvika til að tryggja hraða og faglega afgreiðslu svona mála þar sem það er mjög þungbært fyrir alla sem að þeim koma, ekki hvað síst þá sem verða fyrir atvikunum og aðstandendum þeirra ef að rannsókn svona mala og niðurstaða dragast á langinn,“ segir Steinunn. Þá segir Steinunn ljóst að starfsfólk heilbrigðiskerfisins óttist óvægna umfjöllun áður en mál séu leidd til lykta, nafn- og myndbirtingar. Og hún þekkir dæmi þess að fólk hafi flutt sig frá starfsstöðvum þar sem álag er meira, af ótta við að eiga aðild að alvarlegum tilvikum. „En síðan veit ég til þess líka að það er farið að bera á því að sjúklingar hóta heilbrigðisstarfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun vitandi að við erum bundin þagnarskyldu og getum ekki tjáð okkur. Þá ef þú gerir ekki A, B og C þá fer ég í fjölmiðla. Þetta er svolítið vaxandi vandamál og þetta er ótrúlega ógnvekjandi fyrir okkur og óþægilegt,“ segir Steinunn.
Heilbrigðismál Læknamistök á HSS Landspítalinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Sjá meira