Sigurjón Bragi keppir í Bocuse d´Or Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2023 14:28 Sigurjón Bragi Geirsson er hér annar frá hægri. Aðsend Matreiðslumaðurinn Sigurjón Bragi Geirsson mun keppa fyrir hönd Íslands í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d´Or, sem haldin verður í Lyon í Frakklandi næstkomandi sunnudag og mánudag. Í tilkynningu kemur fram að fulltrúar 24 þjóða muni keppa, en þjóðirnar fá keppnisrétt í Lyon eftir að hafa unnið til þess í forkeppni í sinni heimsálfu. Sigurjón Bragi vann keppnina Kokkur ársins 2019 og náði fimmta sæti í Bocuse d´Or Europe í Budapest í Ungverjalandi í október síðastliðnum. Þjálfari Sigurjóns er Sigurður Laufdal, Bocuse d´Or keppandi 2013 og 2021, og aðstoðarmaður Sigurjóns er Guðmundur Bender. Sigurjón er fjórði keppendinn í eldhúsið í Lyon, mánudaginn 23. janúar klukkan 08:52 að staðartíma. Verkefnið er þrír réttir á disk sem verða allir að innihalda grasker og fiskfat þar sem aðalhráefnið er skötuselur, hörpuskel og bláskel. Réttirnir þrír verða að vera bornir á borð fyrir dómnefndina fyrir klukkan 13:39 og fiskrétturinn klukkan 14:14 á íslenskum tíma. Hvert þátttökuland á fulltrúa í dómarateymi Bocuse d´Or og mun Friðgeir Eiríksson dæma fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi. Seinni part mánudags munu úrslitin svo liggja fyrir. Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í tíu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017 náðu þeir báðir í bronsverðlaun. Frakkland Íslendingar erlendis Kokkalandsliðið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að fulltrúar 24 þjóða muni keppa, en þjóðirnar fá keppnisrétt í Lyon eftir að hafa unnið til þess í forkeppni í sinni heimsálfu. Sigurjón Bragi vann keppnina Kokkur ársins 2019 og náði fimmta sæti í Bocuse d´Or Europe í Budapest í Ungverjalandi í október síðastliðnum. Þjálfari Sigurjóns er Sigurður Laufdal, Bocuse d´Or keppandi 2013 og 2021, og aðstoðarmaður Sigurjóns er Guðmundur Bender. Sigurjón er fjórði keppendinn í eldhúsið í Lyon, mánudaginn 23. janúar klukkan 08:52 að staðartíma. Verkefnið er þrír réttir á disk sem verða allir að innihalda grasker og fiskfat þar sem aðalhráefnið er skötuselur, hörpuskel og bláskel. Réttirnir þrír verða að vera bornir á borð fyrir dómnefndina fyrir klukkan 13:39 og fiskrétturinn klukkan 14:14 á íslenskum tíma. Hvert þátttökuland á fulltrúa í dómarateymi Bocuse d´Or og mun Friðgeir Eiríksson dæma fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi. Seinni part mánudags munu úrslitin svo liggja fyrir. Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í tíu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017 náðu þeir báðir í bronsverðlaun.
Frakkland Íslendingar erlendis Kokkalandsliðið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira