Manchester United vill fá Kane í sumar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. janúar 2023 11:31 Manchester United er sagt hafa áhuga á því að fá Harry Kane í sínar raðir í sumar. Michael Regan/Getty Images Nú þegar Harry Kane, stjörnuframherji Tottenham Hotspur, nálgast sitt seinasta samningsár hjá félaginu fara hin ýmsu félög að hugsa sér gott til glóðarinnar og vilja krækja í þennan markahæsta landsliðsmann Englands frá upphafi. Nú greinir enski miðillinn The Daily Mail frá því að Manchester United sé eitt þeirra félaga sem vilji sækja framherjann til Lundúna, en samningur Kane hjá Tottenham rennur út eftir næsta tímabil. Eins og síðustu ár stefnir í að mörg stórlið muni reyna að kroppa í fyrirliða enska landsliðsins. Sögur hafa verið á kreiki um að þýska stórveldið Bayern München fylgist grannt með stöðu mála hjá framherjanum eftir að Robert Lewandowski yfirgaf félagið seinasta sumar. Samkvæmt heimildarmönnum The Daily Mail er Harry Kane opinn fyrir hugmyndinni um að færa sig yfir til Manchester borgar. Eins og áður segir er Kane að nálgast seinasta ár samningsins hjá Tottenham og þessir sömu heimildarmenn segja að núverandi félagi hans gæti reynst erfitt að sannfæra framherjann um að framlengja við félagið. EXCL: Manchester United are eyeing a stunning summer swoop for Harry Kane | @SamiMokbel81_DM | @ChrisWheelerDM https://t.co/FfEKfQteiZ pic.twitter.com/kR34K33psj— MailOnline Sport (@MailSport) January 20, 2023 Fari það þó svo að Kane sé tilbúinn að yfirgefa félagið, hvort sem það sé til Manchester United, Bayern München, eða eitthvað annað, þá á enn eftir að sannfæra Daniel Levy, stjórnarformann Tottenham, um að selja einn mesta markaskorara sem enska úrvalsdeildin hefur séð. Talið er að Levy sé ekki tilbúinn að selja þennan 29 ára gamla framherja fyrir neitt minna en 85 milljónir punda, sem samsvarar um 15 milljörðum íslenskra króna. Kane hefur leikið allan sinn feril með Tottenham, ef frá eru talin þrjú ár þar sem hann fór á láni frá félaginu í upphafi atvinnumannaferilsins. Hann hefur leikið 299 deildarleiki fyrir félagið og skorað í þeim 198 mörk sem gerir hann að þriðja markahæsta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Nú greinir enski miðillinn The Daily Mail frá því að Manchester United sé eitt þeirra félaga sem vilji sækja framherjann til Lundúna, en samningur Kane hjá Tottenham rennur út eftir næsta tímabil. Eins og síðustu ár stefnir í að mörg stórlið muni reyna að kroppa í fyrirliða enska landsliðsins. Sögur hafa verið á kreiki um að þýska stórveldið Bayern München fylgist grannt með stöðu mála hjá framherjanum eftir að Robert Lewandowski yfirgaf félagið seinasta sumar. Samkvæmt heimildarmönnum The Daily Mail er Harry Kane opinn fyrir hugmyndinni um að færa sig yfir til Manchester borgar. Eins og áður segir er Kane að nálgast seinasta ár samningsins hjá Tottenham og þessir sömu heimildarmenn segja að núverandi félagi hans gæti reynst erfitt að sannfæra framherjann um að framlengja við félagið. EXCL: Manchester United are eyeing a stunning summer swoop for Harry Kane | @SamiMokbel81_DM | @ChrisWheelerDM https://t.co/FfEKfQteiZ pic.twitter.com/kR34K33psj— MailOnline Sport (@MailSport) January 20, 2023 Fari það þó svo að Kane sé tilbúinn að yfirgefa félagið, hvort sem það sé til Manchester United, Bayern München, eða eitthvað annað, þá á enn eftir að sannfæra Daniel Levy, stjórnarformann Tottenham, um að selja einn mesta markaskorara sem enska úrvalsdeildin hefur séð. Talið er að Levy sé ekki tilbúinn að selja þennan 29 ára gamla framherja fyrir neitt minna en 85 milljónir punda, sem samsvarar um 15 milljörðum íslenskra króna. Kane hefur leikið allan sinn feril með Tottenham, ef frá eru talin þrjú ár þar sem hann fór á láni frá félaginu í upphafi atvinnumannaferilsins. Hann hefur leikið 299 deildarleiki fyrir félagið og skorað í þeim 198 mörk sem gerir hann að þriðja markahæsta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira