Zinchenko: Nú hlær enginn lengur að titildraumum Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2023 14:31 Oleksandr Zinchenko fagnar sigurmarki Eddie Nketiah í sigri Arsenal á Manchester United um síðustu helgi. Getty/Stuart MacFarlane Oleksandr Zinchenko þekkir það vel að verða enskur meistari en hann kom til Arsenal í sumar eftir að hafa unnið enska titilinn fjórum sinnum á síðustu fimm árum með Manchester City. Arsenal sýndi mikinn styrk með því að vinna 3-2 sigur á Manchester United um helgina og ná aftur fimm stiga forskot á Manchester City. Arsenal á líka leik inni á City en liðin eiga samt eftir að mætast tvisvar sinnum þar sem fyrri leik liðanna var frestað. Zinchenko on when he joined Arsenal: "I started to speak in the dressing room like, guys forget top three or whatever, we need to think about the title. Some of them were laughing, but now no one is laughing. pic.twitter.com/5r2yfG7B7y— B/R Football (@brfootball) January 22, 2023 Zinchenko hefur komið mjög sterkur inn í lið Arsenal, yfirvegaður í öftustu línu og býður upp á marga möguleika í sóknarleiknum. Hann kom með sigurhugfarið frá Manchester City. „Ef ég segi alveg eins og er þá sá ég strax hæfileikana í liðinu þegar ég mætti á svæðið. Ég þekkti Arsenal liðið en þarna áttaði ég mig á því að við höfðum allt til alls til afreka stóra hluti,“ sagði Oleksandr Zinchenko í viðtali við sjónvarpsstöð ensku úrvalsdeildarinnar. Zinchenko has got to be one of the signings of the season pic.twitter.com/Yq3ZibweS2— ESPN UK (@ESPNUK) January 23, 2023 „Ég byrjaði að tala í búningsklefanum. Ég sagði við þá: Strákar, gleymum því að stefna á topp þrjú. Við eigum að stefna á titilinn. Sumir þeirra fóru að hlæja en enginn þeirra hlær núna og við leyfum okkur að dreyma,“ sagði Zinchenko. „Það er auðvitað enn mikið af leikjum eftir og við sjáum núna að Manchester United er komið til baka. City er þarna líka eins og alltaf. Við skulum sjá til hvað gerist en við þurfum að passa að taka áfram eitt skref í einu,“ sagði Zinchenko. Arsenal hefur ekki orðið enskur meistari síðan liðið tapaði ekki leik tímabilið 2003-04. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Arsenal sýndi mikinn styrk með því að vinna 3-2 sigur á Manchester United um helgina og ná aftur fimm stiga forskot á Manchester City. Arsenal á líka leik inni á City en liðin eiga samt eftir að mætast tvisvar sinnum þar sem fyrri leik liðanna var frestað. Zinchenko on when he joined Arsenal: "I started to speak in the dressing room like, guys forget top three or whatever, we need to think about the title. Some of them were laughing, but now no one is laughing. pic.twitter.com/5r2yfG7B7y— B/R Football (@brfootball) January 22, 2023 Zinchenko hefur komið mjög sterkur inn í lið Arsenal, yfirvegaður í öftustu línu og býður upp á marga möguleika í sóknarleiknum. Hann kom með sigurhugfarið frá Manchester City. „Ef ég segi alveg eins og er þá sá ég strax hæfileikana í liðinu þegar ég mætti á svæðið. Ég þekkti Arsenal liðið en þarna áttaði ég mig á því að við höfðum allt til alls til afreka stóra hluti,“ sagði Oleksandr Zinchenko í viðtali við sjónvarpsstöð ensku úrvalsdeildarinnar. Zinchenko has got to be one of the signings of the season pic.twitter.com/Yq3ZibweS2— ESPN UK (@ESPNUK) January 23, 2023 „Ég byrjaði að tala í búningsklefanum. Ég sagði við þá: Strákar, gleymum því að stefna á topp þrjú. Við eigum að stefna á titilinn. Sumir þeirra fóru að hlæja en enginn þeirra hlær núna og við leyfum okkur að dreyma,“ sagði Zinchenko. „Það er auðvitað enn mikið af leikjum eftir og við sjáum núna að Manchester United er komið til baka. City er þarna líka eins og alltaf. Við skulum sjá til hvað gerist en við þurfum að passa að taka áfram eitt skref í einu,“ sagði Zinchenko. Arsenal hefur ekki orðið enskur meistari síðan liðið tapaði ekki leik tímabilið 2003-04. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira