Sigrún segir upp hjá Fjölni: „Við Kristjana náðum ekki takti saman“ Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2023 08:30 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur átt afar farsælan feril en stendur nú á krossgötum. VÍSIR/BÁRA Körfuboltakonan reynslumikla Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er hætt hjá Fjölni eftir að hafa verið spilandi aðstoðarþjálfari deildarmeistaranna. Hún segir ástæðuna „ólíka sýn“ hennar og þjálfarans Kristjönu Eirar Jónsdóttur á leik liðsins. „Þetta átti svo sem ekki að enda svona og ég er ekki hætt í körfu, en ég hef ákveðið að draga mig í hlé frá meistaraflokki Fjölnis,“ segir Sigrún í samtali við Vísi. Sigrún, sem er 34 ára Borgnesingur, tók þátt í að landa fyrsta stóra titli í sögu Fjölnis þegar liðið varð deildarmeistari í fyrra. Eftir tímabilið tók Kristjana við af Halldóri Karli Þórssyni sem aðalþjálfari Fjölnis, eftir að hafa stýrt ÍR upp úr 1. deild, og hefur samstarf þeirra Sigrúnar ekki gengið sem skyldi: „Ég hef spilað körfubolta í mörg ár með sínum hæðum og lægðum. Þetta hefur ekki komið fyrir áður hjá mér en því miður er þetta staðan,“ segir Sigrún spurð út í ástæður þess að hún hætti. Hún tilkynnti Kristjönu um ákvörðunina eftir tap gegn botnliði ÍR í síðustu viku. „Ég hef bara ekki sömu sýn og hún“ „Ég vil ekkert endilega ræða þetta mikið. Við erum með gott lið og frábæra einstaklinga. Ég er titluð sem aðstoðarþjálfari liðsins og við Kristjana vorum einhvern veginn ekki að ná takti saman, og ekki á sömu blaðsíðu með liðið. Mér finnst líka vanta upp á metnaðinn. Við fórum til dæmis í bikarleik [gegn 1. deildarliði Snæfells, sem tapaðist] bara með stúlknaflokkinn okkar. Einhverjar voru vissulega veikar en það vantaði meiri stemningu og metnað. En meginástæðan fyrir ákvörðun minni er ekki stelpurnar í liðinu eða neitt slíkt. Þetta eru flottar stelpur og þarna eru frábærir einstaklingar. Við Kristjana náðum ekki takti saman. Það er helsta ástæðan. Þetta er búið að vera erfitt hjá okkur og ég ákvað að stíga núna frá borði,“ segir Sigrún sem útilokar ekki að semja við nýtt félag áður en félagaskiptaglugginn lokast um mánaðamótin. Aðspurð hvort upp úr hafi soðið í samskiptum þeirra Kristjönu segir Sigrún svo ekki vera: „Ég hef ekki talað við Kristjönu síðan eftir leikinn síðasta miðvikudag. Þetta er bara flott stelpa og efnilegur þjálfari. Ég hef bara ekki sömu sýn og hún.“ Kristjana Eir Jónsdóttir tók við Fjölni síðasta sumar eftir að hafa komið ÍR upp í efstu deild.VÍSIR/BÁRA Fjölnisliðið missti fyrr í vetur út besta leikmann síðustu leiktíðar, Dagnýju Lísu Davíðsdóttur, og hefur tapað fimm leikjum í röð, nú síðast gegn ÍR sem vann þar með sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Fjölnir var þar án bandarísks leikmanns, eins og reyndar ÍR í allan vetur, því samningi við Taylor Jones var sagt upp og beðið er eftir leikheimild fyrir Brittany Dinkins. Ef einhver vill ekki æfa undir mér þá er það bara þannig Kristjana segir veturinn hafa verið afar krefjandi og að ekki bæti úr skák að missa nú mikilvægan leikmann í Sigrúnu. „Þetta kom alveg á óvart en ég er þannig týpa að ég horfi bara áfram veginn. Ef einhver hættir þá bara hættir hún, þó að vissulega sé högg að missa Sigrúnu, reynslumesta leikmanninn okkar. Ef einhver vill ekki vera í liðinu eða æfa undir mér, þá er það bara þannig og ég held bara áfram,“ segir Kristjana í samtali við Vísi. Hún segir að þrátt fyrir mikinn viðsnúning frá því í fyrra, og aðeins fjóra sigra í sextán deildarleikjum í vetur, sé hljóðið ekki þungt í leikmannahópi Fjölnis. „Nei, ég myndi ekki segja það. Ég held að við séum allar á sömu blaðsíðu með það að halda bara áfram og sjá hvað það skilar okkur langt. Við höfum farið í gegnum miklar breytingar og mikil meiðsli. Í 2-3 leikjum voru allir atvinnumennirnir okkar veikir, og ofan í það handleggsbrotnaði landsliðsmiðherjinn okkar, Dagný Lísa. Við höfum því verið að missa út leikmenn í mörgum leikjum og það er lítið við því að gera,“ segir Kristjana sem stýrir Fjölni næst í kvöld þegar liðið tekur á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur. Subway-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira
„Þetta átti svo sem ekki að enda svona og ég er ekki hætt í körfu, en ég hef ákveðið að draga mig í hlé frá meistaraflokki Fjölnis,“ segir Sigrún í samtali við Vísi. Sigrún, sem er 34 ára Borgnesingur, tók þátt í að landa fyrsta stóra titli í sögu Fjölnis þegar liðið varð deildarmeistari í fyrra. Eftir tímabilið tók Kristjana við af Halldóri Karli Þórssyni sem aðalþjálfari Fjölnis, eftir að hafa stýrt ÍR upp úr 1. deild, og hefur samstarf þeirra Sigrúnar ekki gengið sem skyldi: „Ég hef spilað körfubolta í mörg ár með sínum hæðum og lægðum. Þetta hefur ekki komið fyrir áður hjá mér en því miður er þetta staðan,“ segir Sigrún spurð út í ástæður þess að hún hætti. Hún tilkynnti Kristjönu um ákvörðunina eftir tap gegn botnliði ÍR í síðustu viku. „Ég hef bara ekki sömu sýn og hún“ „Ég vil ekkert endilega ræða þetta mikið. Við erum með gott lið og frábæra einstaklinga. Ég er titluð sem aðstoðarþjálfari liðsins og við Kristjana vorum einhvern veginn ekki að ná takti saman, og ekki á sömu blaðsíðu með liðið. Mér finnst líka vanta upp á metnaðinn. Við fórum til dæmis í bikarleik [gegn 1. deildarliði Snæfells, sem tapaðist] bara með stúlknaflokkinn okkar. Einhverjar voru vissulega veikar en það vantaði meiri stemningu og metnað. En meginástæðan fyrir ákvörðun minni er ekki stelpurnar í liðinu eða neitt slíkt. Þetta eru flottar stelpur og þarna eru frábærir einstaklingar. Við Kristjana náðum ekki takti saman. Það er helsta ástæðan. Þetta er búið að vera erfitt hjá okkur og ég ákvað að stíga núna frá borði,“ segir Sigrún sem útilokar ekki að semja við nýtt félag áður en félagaskiptaglugginn lokast um mánaðamótin. Aðspurð hvort upp úr hafi soðið í samskiptum þeirra Kristjönu segir Sigrún svo ekki vera: „Ég hef ekki talað við Kristjönu síðan eftir leikinn síðasta miðvikudag. Þetta er bara flott stelpa og efnilegur þjálfari. Ég hef bara ekki sömu sýn og hún.“ Kristjana Eir Jónsdóttir tók við Fjölni síðasta sumar eftir að hafa komið ÍR upp í efstu deild.VÍSIR/BÁRA Fjölnisliðið missti fyrr í vetur út besta leikmann síðustu leiktíðar, Dagnýju Lísu Davíðsdóttur, og hefur tapað fimm leikjum í röð, nú síðast gegn ÍR sem vann þar með sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Fjölnir var þar án bandarísks leikmanns, eins og reyndar ÍR í allan vetur, því samningi við Taylor Jones var sagt upp og beðið er eftir leikheimild fyrir Brittany Dinkins. Ef einhver vill ekki æfa undir mér þá er það bara þannig Kristjana segir veturinn hafa verið afar krefjandi og að ekki bæti úr skák að missa nú mikilvægan leikmann í Sigrúnu. „Þetta kom alveg á óvart en ég er þannig týpa að ég horfi bara áfram veginn. Ef einhver hættir þá bara hættir hún, þó að vissulega sé högg að missa Sigrúnu, reynslumesta leikmanninn okkar. Ef einhver vill ekki vera í liðinu eða æfa undir mér, þá er það bara þannig og ég held bara áfram,“ segir Kristjana í samtali við Vísi. Hún segir að þrátt fyrir mikinn viðsnúning frá því í fyrra, og aðeins fjóra sigra í sextán deildarleikjum í vetur, sé hljóðið ekki þungt í leikmannahópi Fjölnis. „Nei, ég myndi ekki segja það. Ég held að við séum allar á sömu blaðsíðu með það að halda bara áfram og sjá hvað það skilar okkur langt. Við höfum farið í gegnum miklar breytingar og mikil meiðsli. Í 2-3 leikjum voru allir atvinnumennirnir okkar veikir, og ofan í það handleggsbrotnaði landsliðsmiðherjinn okkar, Dagný Lísa. Við höfum því verið að missa út leikmenn í mörgum leikjum og það er lítið við því að gera,“ segir Kristjana sem stýrir Fjölni næst í kvöld þegar liðið tekur á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur.
Subway-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira