Ríki lýsir yfir stríði gegn smáfuglum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 28. janúar 2023 17:00 Grímuvefarar eru fjölmennasta fuglategund jarðarinnar, um einn og hálfur milljarður. Stjórnvöld í Kenía ætla sér að drepa 6 milljónir fugla á næstunni. Getty Images/Luke Dray Stjórnvöld í Kenía hafa lýst yfir stríði við lítinn 12 sentímetra smáfugl og ætla sér að drepa sex milljónir þeirra á næstunni. Dýrafræðingar hafa miklar áhyggjur og segja aðgerðirnar ógna mörgum öðrum dýrategundum. Aukin kornrækt þrengir að fuglunum Grímuvefarar eru litlir sætir fuglar sem aðallega éta grasfræ. Þeir eru félagslyndir og ferðast um sléttur Afríku í stórum hópum. En það er komið babb í bátinn. Miklir þurrkar hafa dregið úr möguleikum þeirra til að afla sér fæðu sem og að mörgum svæðum þar sem fuglarnir halda til og afla sér fæðu hefur verið breytt í ræktunarsvæði bænda. Og því hafa fuglarnir snúið sér að því að éta afurðir bændanna; sem sé kornið og hrísgrjónin sem koma upp á ökrunum og er ætlað til þess að fæða keníönsku þjóðina. Éta af ökrunum fyrir 7 milljarða króna Talið er að grímuvefararnir hafi nú þegar étið og eyðilagt um 120 hektara af hrísgrjónum og aðrir 800 hektarar eru í hættu. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að grímuvefararnir éti hrísgrjón og korn fyrir andvirði 50 milljóna Bandaríkjadala á ári, það svarar til rúmlega 7 milljarða íslenskra króna. Lýsa yfir stríði á hendur fuglunum Því hafa stjórnvöld lýst yfir stríði gegn grímuvefurunum og einsetja sér að drepa 6 milljónir fugla á næstunni. Það hyggjast þau gera með því að dreifa fenthion skordýraeitri úr flugvélum yfir akrana. En það er galli á gjöf Njarðar, segja dýrafræðingar. Þetta efni hverfur ekki sisona þegar menn hafa einu sinni hellt því yfir náttúruna. Það safnast saman og öðrum dýrum og fólki getur stafað hætta af efninu. Ránfuglar Kenía í hættu Dýrafræðingar hafa sérstaklega áhyggjur af því að efnið geti reynst ránfuglum í Kenía hættulegt, en allir ránfuglar landsins eru í útrýmingarhættu. Auk þess ber að hafa í huga að í Afríku einni er einn og hálfur milljarður grímuvefara á flugi. Þeir fljúga saman í svo stórum hópum að það getur tekið einn flokk fimm klukkustundir að fljúga hjá. Að ætla sér að drepa 6 milljónir þeirra með skordýraeitri er því dálítið eins og að skjóta spörfugla með fallbyssu. Bókstaflega. Kenía Dýr Fuglar Tengdar fréttir Lýsa yfir stríði á hendur blóðnefsvefurum Miklir þurrkar í Kenía á síðustu misserum hafa torveldað grasvöxt í landinu og hefur ein afleiðing þess verið að algengar fuglategundir hafa leitað annarra leiða til að slá á hungrið. 17. janúar 2023 07:54 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Aukin kornrækt þrengir að fuglunum Grímuvefarar eru litlir sætir fuglar sem aðallega éta grasfræ. Þeir eru félagslyndir og ferðast um sléttur Afríku í stórum hópum. En það er komið babb í bátinn. Miklir þurrkar hafa dregið úr möguleikum þeirra til að afla sér fæðu sem og að mörgum svæðum þar sem fuglarnir halda til og afla sér fæðu hefur verið breytt í ræktunarsvæði bænda. Og því hafa fuglarnir snúið sér að því að éta afurðir bændanna; sem sé kornið og hrísgrjónin sem koma upp á ökrunum og er ætlað til þess að fæða keníönsku þjóðina. Éta af ökrunum fyrir 7 milljarða króna Talið er að grímuvefararnir hafi nú þegar étið og eyðilagt um 120 hektara af hrísgrjónum og aðrir 800 hektarar eru í hættu. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að grímuvefararnir éti hrísgrjón og korn fyrir andvirði 50 milljóna Bandaríkjadala á ári, það svarar til rúmlega 7 milljarða íslenskra króna. Lýsa yfir stríði á hendur fuglunum Því hafa stjórnvöld lýst yfir stríði gegn grímuvefurunum og einsetja sér að drepa 6 milljónir fugla á næstunni. Það hyggjast þau gera með því að dreifa fenthion skordýraeitri úr flugvélum yfir akrana. En það er galli á gjöf Njarðar, segja dýrafræðingar. Þetta efni hverfur ekki sisona þegar menn hafa einu sinni hellt því yfir náttúruna. Það safnast saman og öðrum dýrum og fólki getur stafað hætta af efninu. Ránfuglar Kenía í hættu Dýrafræðingar hafa sérstaklega áhyggjur af því að efnið geti reynst ránfuglum í Kenía hættulegt, en allir ránfuglar landsins eru í útrýmingarhættu. Auk þess ber að hafa í huga að í Afríku einni er einn og hálfur milljarður grímuvefara á flugi. Þeir fljúga saman í svo stórum hópum að það getur tekið einn flokk fimm klukkustundir að fljúga hjá. Að ætla sér að drepa 6 milljónir þeirra með skordýraeitri er því dálítið eins og að skjóta spörfugla með fallbyssu. Bókstaflega.
Kenía Dýr Fuglar Tengdar fréttir Lýsa yfir stríði á hendur blóðnefsvefurum Miklir þurrkar í Kenía á síðustu misserum hafa torveldað grasvöxt í landinu og hefur ein afleiðing þess verið að algengar fuglategundir hafa leitað annarra leiða til að slá á hungrið. 17. janúar 2023 07:54 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Lýsa yfir stríði á hendur blóðnefsvefurum Miklir þurrkar í Kenía á síðustu misserum hafa torveldað grasvöxt í landinu og hefur ein afleiðing þess verið að algengar fuglategundir hafa leitað annarra leiða til að slá á hungrið. 17. janúar 2023 07:54