Gunnhildur og eiginkonan yfirgefa Orlando Pride Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. janúar 2023 21:09 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur leikið sinn seinasta leik fyrir Orlando Pride. Jeremy Reper/ISI Photos/Getty Images Knattspyrnukonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur yfirgefið herbúðir Orlando Pride þar sem hún hefur leikið undanfarin tvö ár. Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum félagsins, en ásamt Gunnhildi hefur eiginkona hennar, kanadíski markvörðurinn Erin McLeod, einnig yfirgefið félagið. Gunnhildur, sem er 34 ára gömul, gekk til liðs við Orlandi Pride í janúar árið 2021 og hefur því verið hjá félaginu í slétt tvö ár. Gunnhildur og Erin gengu í hjónaband fyrr í mánuðinum og ætla nú að snúa aftur til Íslands. Gunnhildur hóf feril sinn hjá Stjörnunni þar sem hún lék 119 deildarleiki áður en hún hélt út í atvinnumennsku árið 2012. McLeod var einnig á láni hjá Stjörnuliðinu árið 2020. Erin McLeod and Gunny Jónsdóttir have announced their departures from the NWSL.— Orlando Pride (@ORLPride) January 24, 2023 Í bréfi sem Gunnhildur sendir stuðningsmönnum Orlandi Pride á heimasíðu félagsins þakkar hún fyrir frábæran tíma hjá félaginu. „Orlando hefur verið heimili mitt í tvö ár og það er ekki auðvelt að kveðja. Ég er svo þakklát fyrir tíma minn hér og einnig fyrir allt fólkið sem ég hitti,“ segir Gunnhildur. „Ég vil þakka öllum leikmönnunum, það voru forréttindi að fá að spila með ykkur. Ég vil þakka starfsfólkinu, þið tókuð alltaf vel á móti okkur og voruð tilbúin að hjálpa eins og mögulegt var. Síðast en ekki síst vil ég þakka stuðningsmönnunum fyrir sinn endalausa stuðning. Sérstaklega vil ég þakka Svörtu Svönunum sem mættu alltaf og studdu okkur í gegnum súrt og sætt.“ „Ég óska Pride góðs gengis á þessu tímabili og mun styðja við bakið á ykkur úr fjarlægð.“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og eiginkona hennar, Erin McLeod.Orlando Pride Bandaríski fótboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum félagsins, en ásamt Gunnhildi hefur eiginkona hennar, kanadíski markvörðurinn Erin McLeod, einnig yfirgefið félagið. Gunnhildur, sem er 34 ára gömul, gekk til liðs við Orlandi Pride í janúar árið 2021 og hefur því verið hjá félaginu í slétt tvö ár. Gunnhildur og Erin gengu í hjónaband fyrr í mánuðinum og ætla nú að snúa aftur til Íslands. Gunnhildur hóf feril sinn hjá Stjörnunni þar sem hún lék 119 deildarleiki áður en hún hélt út í atvinnumennsku árið 2012. McLeod var einnig á láni hjá Stjörnuliðinu árið 2020. Erin McLeod and Gunny Jónsdóttir have announced their departures from the NWSL.— Orlando Pride (@ORLPride) January 24, 2023 Í bréfi sem Gunnhildur sendir stuðningsmönnum Orlandi Pride á heimasíðu félagsins þakkar hún fyrir frábæran tíma hjá félaginu. „Orlando hefur verið heimili mitt í tvö ár og það er ekki auðvelt að kveðja. Ég er svo þakklát fyrir tíma minn hér og einnig fyrir allt fólkið sem ég hitti,“ segir Gunnhildur. „Ég vil þakka öllum leikmönnunum, það voru forréttindi að fá að spila með ykkur. Ég vil þakka starfsfólkinu, þið tókuð alltaf vel á móti okkur og voruð tilbúin að hjálpa eins og mögulegt var. Síðast en ekki síst vil ég þakka stuðningsmönnunum fyrir sinn endalausa stuðning. Sérstaklega vil ég þakka Svörtu Svönunum sem mættu alltaf og studdu okkur í gegnum súrt og sætt.“ „Ég óska Pride góðs gengis á þessu tímabili og mun styðja við bakið á ykkur úr fjarlægð.“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og eiginkona hennar, Erin McLeod.Orlando Pride
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira