Dramatísk úrslitastund: „Ég er bara orðlaus“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. janúar 2023 14:30 Það voru þær Bía, Þórhildur og Ninja sem hlutu fæst atkvæði í Idolinu síðasta föstudag. Stöð 2 Á föstudaginn fóru fram sjö manna úrslit Idol í beinni útsendingu. Eftir að keppendur höfðu lokið við flutning sinn komu kynnarnir með óvænta tilkynningu. Það var ekki aðeins einn keppandi sem yrði sendur heim þetta kvöldið, heldur tveir. Að lokinni símakosningu varð það ljóst að þær Bía, Þórhildur og Ninja höfðu hlotið fæst atkvæði. Tvær þeirra yrðu sendar heim og aðeins ein þeirra myndi halda keppni áfram. Grunaði ekki að þetta yrði svona erfitt Sú fyrri til þess að vera send heim var Þórhildur Helga. Þórhildur hafði flutt lagið Hallelujah með Leonard Cohen. Dómnefnd hafði verið ánægð með flutning Þórhildar en það virðist ekki hafa dugað til. „Ég vissi að það yrði erfitt að horfa á eftir einhverjum fara heim en ekki grunaði mig að það yrði svona erfitt,“ sagði Birgitta Haukdal þegar hún kvaddi Þórhildi. Herra Hnetusmjör sagðist þó vera viss um að þetta væri ekki í síðasta sinn sem þau ættu eftir að sjá Þórhildi. Klippa: Kveðjustund Þórhildar „Mig langar að vinna með þér“ Þá voru það Bía og Ninja sem stóðu tvær eftir. Eftir spennuþrungna bið varð það ljóst að Bía hefði komist áfram og Idol ævintýri Ninju væri því lokið. Ninja hafði flutt lagið All I Could Do Is Cry með Ettu James en í útfærslu Beyoncé. „Ég er bara orðlaus. Mér finnst þetta ömurlegt. En það er það sama og með Þórhildi, ég veit að þetta er rétt að byrja hjá þér. Mér finnst þetta fáránlegt. Mig langar að vinna með þér. Ég er svo mikill aðdáandi,“ sagði Herra Hnetusmjör sem þótti augljóslega erfitt að sjá á eftir Ninju. Birgitta Haukdal var á sama máli og sagði: „Þú ert búin að vera á svo fallegri vegferð hérna. Þú ert búin að stækka með hverjum deginum. Haltu áfram að gera þetta og ég bara get ekki beðið eftir því að fá að hlusta á plötuna þína þegar hún kemur út.“ Klippa: Kveðjustund Ninju Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Myndaveisla: Óvænt tilkynning jók spennustigið í Idolhöllinni Sjö manna úrslit Idol fóru fram í beinni útsendingu á Stöð 2 á föstudaginn. Þema kvöldsins var ástin og spreyttu keppendur sig því á sjóðheitum ástarlögum. 24. janúar 2023 10:19 „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni“ „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni, ég var ekki einu sinni að búast við að komast svona langt áfram,“ segir sautján ára Þórhildur Helga sem var önnur þeirra keppanda sem datt út í Idol á föstudag. 23. janúar 2023 15:30 Þessir keppendur kvöddu í kvöld Annar þáttur útsláttarkeppni Idol fór fram í beinni útsendingu að loknum svekkjandi tapleik íslenska landsliðsins í handbolta. Tveir keppendur þurftu að kveðja keppnina eftir símakosningu. 20. janúar 2023 23:13 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira
Að lokinni símakosningu varð það ljóst að þær Bía, Þórhildur og Ninja höfðu hlotið fæst atkvæði. Tvær þeirra yrðu sendar heim og aðeins ein þeirra myndi halda keppni áfram. Grunaði ekki að þetta yrði svona erfitt Sú fyrri til þess að vera send heim var Þórhildur Helga. Þórhildur hafði flutt lagið Hallelujah með Leonard Cohen. Dómnefnd hafði verið ánægð með flutning Þórhildar en það virðist ekki hafa dugað til. „Ég vissi að það yrði erfitt að horfa á eftir einhverjum fara heim en ekki grunaði mig að það yrði svona erfitt,“ sagði Birgitta Haukdal þegar hún kvaddi Þórhildi. Herra Hnetusmjör sagðist þó vera viss um að þetta væri ekki í síðasta sinn sem þau ættu eftir að sjá Þórhildi. Klippa: Kveðjustund Þórhildar „Mig langar að vinna með þér“ Þá voru það Bía og Ninja sem stóðu tvær eftir. Eftir spennuþrungna bið varð það ljóst að Bía hefði komist áfram og Idol ævintýri Ninju væri því lokið. Ninja hafði flutt lagið All I Could Do Is Cry með Ettu James en í útfærslu Beyoncé. „Ég er bara orðlaus. Mér finnst þetta ömurlegt. En það er það sama og með Þórhildi, ég veit að þetta er rétt að byrja hjá þér. Mér finnst þetta fáránlegt. Mig langar að vinna með þér. Ég er svo mikill aðdáandi,“ sagði Herra Hnetusmjör sem þótti augljóslega erfitt að sjá á eftir Ninju. Birgitta Haukdal var á sama máli og sagði: „Þú ert búin að vera á svo fallegri vegferð hérna. Þú ert búin að stækka með hverjum deginum. Haltu áfram að gera þetta og ég bara get ekki beðið eftir því að fá að hlusta á plötuna þína þegar hún kemur út.“ Klippa: Kveðjustund Ninju
Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Myndaveisla: Óvænt tilkynning jók spennustigið í Idolhöllinni Sjö manna úrslit Idol fóru fram í beinni útsendingu á Stöð 2 á föstudaginn. Þema kvöldsins var ástin og spreyttu keppendur sig því á sjóðheitum ástarlögum. 24. janúar 2023 10:19 „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni“ „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni, ég var ekki einu sinni að búast við að komast svona langt áfram,“ segir sautján ára Þórhildur Helga sem var önnur þeirra keppanda sem datt út í Idol á föstudag. 23. janúar 2023 15:30 Þessir keppendur kvöddu í kvöld Annar þáttur útsláttarkeppni Idol fór fram í beinni útsendingu að loknum svekkjandi tapleik íslenska landsliðsins í handbolta. Tveir keppendur þurftu að kveðja keppnina eftir símakosningu. 20. janúar 2023 23:13 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira
Myndaveisla: Óvænt tilkynning jók spennustigið í Idolhöllinni Sjö manna úrslit Idol fóru fram í beinni útsendingu á Stöð 2 á föstudaginn. Þema kvöldsins var ástin og spreyttu keppendur sig því á sjóðheitum ástarlögum. 24. janúar 2023 10:19
„Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni“ „Ég var ekki að reyna að vera góður söngvari í þessari keppni, ég var ekki einu sinni að búast við að komast svona langt áfram,“ segir sautján ára Þórhildur Helga sem var önnur þeirra keppanda sem datt út í Idol á föstudag. 23. janúar 2023 15:30
Þessir keppendur kvöddu í kvöld Annar þáttur útsláttarkeppni Idol fór fram í beinni útsendingu að loknum svekkjandi tapleik íslenska landsliðsins í handbolta. Tveir keppendur þurftu að kveðja keppnina eftir símakosningu. 20. janúar 2023 23:13