Þessir fjórir flytjendur munu keppa í Söngvakeppninni Elma Rut Valtýsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. janúar 2023 10:47 Þetta eru fjórir af þeim flytjendum sem munu keppast um að vera framlag Íslands í Eurovision í ár. Instagram/Samsett Kjalar Martinsson, Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson og Diljá Pétursdóttir eru á meðal þeirra keppenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Þetta herma heimildir Vísis en keppendurnir vildu ekki staðfesta þátttöku sína í samtali við Vísi. Trúnaður ríkir milli keppenda og RÚV varðandi þátttöku í keppninni. Tíu lög hafa verið valin til þátttöku keppninnar í ár. Alls sóttu 137 lög um þátttöku og valdi valnefnd FÍH, FTT og RÚV sex þeirra til þátttöku. Til viðbótar var leitað til fjögurra flytjenda sem munu einnig taka þátt í keppninni. Lögin tíu, höfundar og flytjendur verða kynnt á RÚV á laugardaginn. Undanúrslit Söngvakeppninnar fara fram 18. og 25. febrúar og fara úrslitin fram þann 4. mars. Kynnar keppninnar í ár verða þau Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Unnsteinn Manuel Stefánsson og Sigurður Þorri Gunnarsson. Kjalar Martinsson Þjóðin hefur fengið að kynnast hinum 23 ára gamla Kjalari í Idolinu í vetur. Kjalar er einn þeirra fimm keppenda sem keppast um að verða næsta Idolstjarna Íslands. Annað kvöld mun hann svo stíga á stokk í Idolhöllinni og þá kemur í ljós hvort hann komist alla leið í fjögurra manna úrslit. Í sinni fyrstu áheyrnarprufu flutti Kjalar einmitt sigurlag Eurovision árið 2017, portúgalska lagið Amar Pelos Dois. Það er því greinilegt að Eurovision áhuginn er til staðar. Klippa: Kjalar - fyrsta áheyrnarprufa Sigríður Ósk Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ózk, er 23 ára gömul tónlistarkona sem hefur verið í bransanum í þónokkur ár. Hún hefur gefið út nokkur lög, þar á meðal lögin Ég veit hvað ég vil, Sjáðu mig og Ný ást. Sigga hefur þónokkra reynslu af því að koma fram en hún hefur stigið á stokk á hinum ýmsu viðburðum. Á síðasta ári tók hún einnig þátt í sænska Idolinu. Hér má sjá tónlistarmyndband við lag Siggu Segðu mér. Tekið skal fram að það er þó ekki lagið sem Sigga mun flytja í Söngvakeppninni. Úlfar Viktor Úlfar Viktor er 28 ára gamall söngvari og förðunarfræðingur. Úlfar heillaði þjóðina upp úr skónum í mannlífsþáttunum Fyrsta blikinu á Stöð 2 á síðasta ári. Þar talaði hann um sönginn og ræddi einnig mikinn áhuga sinn á Eurovision. Það er því aldrei að vita nema Úlfar fái nú að upplifa Eurovision drauminn á eigin skinni. Hér að neðan má sjá flutning Úlfars á laginu All I Ask með Adele. Diljá Pétursdóttir Diljá er 19 ára gömul, ung og upprennandi söngkona. Hún syngur meðal annars með hljómsveitinni Midnight Librarian. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Diljá hefur mikla reynslu af því að koma fram. Hún hefur komið fram á hinum ýmsu tónleikum og haldið sína eigin. Diljá vakti fyrst athygli aðeins 12 ára gömul þegar hún tók þátt Ísland Got Talent. Hér að neðan má heyra Diljá flytja lagið October Sky, sem er þó ekki lagið sem Diljá mun flytja í keppninni. Eurovision Tónlist Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Enn bætist í hóp flytjenda í Söngvakeppninni Hljómsveitin Celebs er á meðal þeirra flytjenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Hljómsveitina skipa systkinin Valgeir Skorri Vernharðsson, Hrafnkell Hugi Vernharðsson og Katla Vigdís Vernharðsdóttir. 26. janúar 2023 14:54 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Þetta herma heimildir Vísis en keppendurnir vildu ekki staðfesta þátttöku sína í samtali við Vísi. Trúnaður ríkir milli keppenda og RÚV varðandi þátttöku í keppninni. Tíu lög hafa verið valin til þátttöku keppninnar í ár. Alls sóttu 137 lög um þátttöku og valdi valnefnd FÍH, FTT og RÚV sex þeirra til þátttöku. Til viðbótar var leitað til fjögurra flytjenda sem munu einnig taka þátt í keppninni. Lögin tíu, höfundar og flytjendur verða kynnt á RÚV á laugardaginn. Undanúrslit Söngvakeppninnar fara fram 18. og 25. febrúar og fara úrslitin fram þann 4. mars. Kynnar keppninnar í ár verða þau Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Unnsteinn Manuel Stefánsson og Sigurður Þorri Gunnarsson. Kjalar Martinsson Þjóðin hefur fengið að kynnast hinum 23 ára gamla Kjalari í Idolinu í vetur. Kjalar er einn þeirra fimm keppenda sem keppast um að verða næsta Idolstjarna Íslands. Annað kvöld mun hann svo stíga á stokk í Idolhöllinni og þá kemur í ljós hvort hann komist alla leið í fjögurra manna úrslit. Í sinni fyrstu áheyrnarprufu flutti Kjalar einmitt sigurlag Eurovision árið 2017, portúgalska lagið Amar Pelos Dois. Það er því greinilegt að Eurovision áhuginn er til staðar. Klippa: Kjalar - fyrsta áheyrnarprufa Sigríður Ósk Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ózk, er 23 ára gömul tónlistarkona sem hefur verið í bransanum í þónokkur ár. Hún hefur gefið út nokkur lög, þar á meðal lögin Ég veit hvað ég vil, Sjáðu mig og Ný ást. Sigga hefur þónokkra reynslu af því að koma fram en hún hefur stigið á stokk á hinum ýmsu viðburðum. Á síðasta ári tók hún einnig þátt í sænska Idolinu. Hér má sjá tónlistarmyndband við lag Siggu Segðu mér. Tekið skal fram að það er þó ekki lagið sem Sigga mun flytja í Söngvakeppninni. Úlfar Viktor Úlfar Viktor er 28 ára gamall söngvari og förðunarfræðingur. Úlfar heillaði þjóðina upp úr skónum í mannlífsþáttunum Fyrsta blikinu á Stöð 2 á síðasta ári. Þar talaði hann um sönginn og ræddi einnig mikinn áhuga sinn á Eurovision. Það er því aldrei að vita nema Úlfar fái nú að upplifa Eurovision drauminn á eigin skinni. Hér að neðan má sjá flutning Úlfars á laginu All I Ask með Adele. Diljá Pétursdóttir Diljá er 19 ára gömul, ung og upprennandi söngkona. Hún syngur meðal annars með hljómsveitinni Midnight Librarian. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Diljá hefur mikla reynslu af því að koma fram. Hún hefur komið fram á hinum ýmsu tónleikum og haldið sína eigin. Diljá vakti fyrst athygli aðeins 12 ára gömul þegar hún tók þátt Ísland Got Talent. Hér að neðan má heyra Diljá flytja lagið October Sky, sem er þó ekki lagið sem Diljá mun flytja í keppninni.
Eurovision Tónlist Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Enn bætist í hóp flytjenda í Söngvakeppninni Hljómsveitin Celebs er á meðal þeirra flytjenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Hljómsveitina skipa systkinin Valgeir Skorri Vernharðsson, Hrafnkell Hugi Vernharðsson og Katla Vigdís Vernharðsdóttir. 26. janúar 2023 14:54 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Enn bætist í hóp flytjenda í Söngvakeppninni Hljómsveitin Celebs er á meðal þeirra flytjenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Hljómsveitina skipa systkinin Valgeir Skorri Vernharðsson, Hrafnkell Hugi Vernharðsson og Katla Vigdís Vernharðsdóttir. 26. janúar 2023 14:54
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið