Augljóst að verið sé að hræða starfsfólkið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. janúar 2023 18:11 Formaður Eflingar segir reynt að hræða starfsfólk Íslandshótela frá því að fara í verkfall sem hún hafi fulla trú á að félagsmenn samþykki. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að afturvirkar launahækkanir standi starfsfólki Eflingar til boða þar til verkfall skelli á. Atkvæðagreiðsla hátt í þrjú hundruð starfsmanna Íslandshótela um boðaðar verkfallsaðgerðir hófst í gær. Atkvæðagreiðslunni lýkur á mánudaginn og þá verður ljóst hvort að félagsmenn vilji fara í verkfall. Stjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að styðja við Íslandshótel fjárhagslega ef til verkfalls kemur. „Það þýðir að vinnudeilusjóður Samtaka atvinnulífsins mun bæta Íslandshótelum upp það tjón sem hlýst af ef boðuð verkföll koma til framkvæmda,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir ljóst að Samtök atvinnulífsins séu tilbúin til að gera margt annað en að semja við Eflingu. Sjá má viðtalið við Sólveigu Önnu í heild sinni hér að neðan: „Það er auðvitað áhugavert fyrir okkur að sjá að menn eru bókstaflega tilbúnir til þess að gera hvað sem er annað en að semja við Eflingu á þeim forsendum sem að við förum fram á. Bókstaflega tilbúið til að gera allt annað en að viðurkenna að hér stritar fólk baki brotnu en nær samt aldrei endum saman en á þessum tímapunkti verð ég bara að segja að það er ekkert lengur sem að kemur okkur á óvart. Menn eru tilbúnir til þess að leggjast ansi lágt í stað þess að verða við bara sjálfsögðum og eðlilegum kröfum um örlítið meiri sanngirni.“ Framkvæmdastjóri Íslandshótela sagði í fréttum okkar í gær að Efling hafi dregið upp mjög einsleita mynd af stöðunni fyrir starfsfólkið og að hann búist ekki við því að verkfall verði samþykkt. „Við skynjum mikinn og raunverulegan vilja til þess að berjast fyrir betri kjörum. Það er alþekkt í baráttu sem snýst um það að brjóta niður verkalýðsbaráttu að grípa til ráða eins og þeir hafa gert að safna fólki saman, halda fundi sem fólk verður að mæta á á vinnutíma til þess að hræða það. Til þess að dæla í það einmitt röngum upplýsingum,“ segir Sólveig. Hún sé á því að forsvarsmenn Íslandshótela hafi verið að hræða starfsfólk sitt. „Ég held að það hljóti allir sem að eru færir um að lesa fréttir og fylgjast með þeim að geta komist að þeirri niðurstöðu það er augljóst.“ Sólveig á von á að samþykkt verði að fara í verkfall. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir afturvirkar launahækkanir enn í boði fyrir Eflingu. Sjá má viðtalið við Halldór Benjamín í heild sinni hér að neðan: „Afturvirkni fellur niður þegar að verkfall kemur til framkvæmda. Það er alveg skýrt,“ segir Halldór. Sólveig sér ekki fyrir sér að sest verði við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara á næstunni. „Embætti ríkissáttasemjara virðist ekki hafa nein tól til þess einmitt að leysa deilu sem að snýst um alvarleg stéttaátök og embætti ríkissáttasemjara ber einmitt ábyrgð á því að hafa einmitt látið það gerast að menn lokuðu sig inni á maraþonfundum og virðast á þeim maraþonfundum hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri þeirra að svipta Eflingu sjálfstæðu samningsumboði.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Atkvæðagreiðsla hátt í þrjú hundruð starfsmanna Íslandshótela um boðaðar verkfallsaðgerðir hófst í gær. Atkvæðagreiðslunni lýkur á mánudaginn og þá verður ljóst hvort að félagsmenn vilji fara í verkfall. Stjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að styðja við Íslandshótel fjárhagslega ef til verkfalls kemur. „Það þýðir að vinnudeilusjóður Samtaka atvinnulífsins mun bæta Íslandshótelum upp það tjón sem hlýst af ef boðuð verkföll koma til framkvæmda,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir ljóst að Samtök atvinnulífsins séu tilbúin til að gera margt annað en að semja við Eflingu. Sjá má viðtalið við Sólveigu Önnu í heild sinni hér að neðan: „Það er auðvitað áhugavert fyrir okkur að sjá að menn eru bókstaflega tilbúnir til þess að gera hvað sem er annað en að semja við Eflingu á þeim forsendum sem að við förum fram á. Bókstaflega tilbúið til að gera allt annað en að viðurkenna að hér stritar fólk baki brotnu en nær samt aldrei endum saman en á þessum tímapunkti verð ég bara að segja að það er ekkert lengur sem að kemur okkur á óvart. Menn eru tilbúnir til þess að leggjast ansi lágt í stað þess að verða við bara sjálfsögðum og eðlilegum kröfum um örlítið meiri sanngirni.“ Framkvæmdastjóri Íslandshótela sagði í fréttum okkar í gær að Efling hafi dregið upp mjög einsleita mynd af stöðunni fyrir starfsfólkið og að hann búist ekki við því að verkfall verði samþykkt. „Við skynjum mikinn og raunverulegan vilja til þess að berjast fyrir betri kjörum. Það er alþekkt í baráttu sem snýst um það að brjóta niður verkalýðsbaráttu að grípa til ráða eins og þeir hafa gert að safna fólki saman, halda fundi sem fólk verður að mæta á á vinnutíma til þess að hræða það. Til þess að dæla í það einmitt röngum upplýsingum,“ segir Sólveig. Hún sé á því að forsvarsmenn Íslandshótela hafi verið að hræða starfsfólk sitt. „Ég held að það hljóti allir sem að eru færir um að lesa fréttir og fylgjast með þeim að geta komist að þeirri niðurstöðu það er augljóst.“ Sólveig á von á að samþykkt verði að fara í verkfall. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir afturvirkar launahækkanir enn í boði fyrir Eflingu. Sjá má viðtalið við Halldór Benjamín í heild sinni hér að neðan: „Afturvirkni fellur niður þegar að verkfall kemur til framkvæmda. Það er alveg skýrt,“ segir Halldór. Sólveig sér ekki fyrir sér að sest verði við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara á næstunni. „Embætti ríkissáttasemjara virðist ekki hafa nein tól til þess einmitt að leysa deilu sem að snýst um alvarleg stéttaátök og embætti ríkissáttasemjara ber einmitt ábyrgð á því að hafa einmitt látið það gerast að menn lokuðu sig inni á maraþonfundum og virðast á þeim maraþonfundum hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri þeirra að svipta Eflingu sjálfstæðu samningsumboði.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira