Lalli: Það er ekki allt að smella en það er ýmislegt að smella Siggeir Ævarsson skrifar 25. janúar 2023 20:54 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Grindvíkingar unnu öruggan sigur á Breiðabliki í HS-Orku höllinni í kvöld í Subway-deild kvenna, lokatölur 82-59. Sigurinn virtist í raun aldrei í hættu og fljótlega settu heimakonur í fluggírinn og tóku öll völd á vellinum. Þorleifur Ólafsson, oftast betur þekktur sem Lalli, þjálfari Grindavíkinga, tók undir að byrjunin hefði verið ögn flöt. „Já heldur betur. Þetta gekk svo sem ekkert brösulega. Pínu lengi í gang en svo bara gekk þetta mjög vel, ég er ánægður með þetta.“ Lalli náði að rótera sínu liði vel í kvöld, en allir 12 leikmenn sem voru á skýrslu spiluðu í það minnsta tvær mínútur. Þorleifur var að vonum ánægður með það að geta leyft reynsluminni leikmönnum að tikka inn alvöru mínútur í reynslubankann. „Já það er gaman þegar maður getur það. Ég var pínu smeykur við það en svo þegar hann [Jeremy Smith, þjálfari Breiðabliks] fór að skipta líka inná þá nýtti ég tækifærið. Gaman fyrir stelpurnar að koma inn á og taka þátt.“ Grunnskólaneminn Hjörtfríður Óðinsdóttir var ein af þessum leikmönnum, en hún kom inná og byrjaði á að smella rándýrum þristi, og var á þeim tímapunkti með 100% nýtingu í deildinni yfir ferilinn, 2/2. Þarf Lalli ekki að fara að spila henni meira? „Ef hún heldur áfram að hitta svona þá er um að gera að láta hana spila!“ En það voru ekki eintóm gleðitíðindi í Grindavík í kvöld. Hekla Eik Nökkvadóttir, sem spilað hefur stórt hlutverk með liðinu í vetur lék aðeins rúmar 10 mínútur. Lalli sagði að það væru bæði meiðsli og veikindi að plaga hana, svo að hún fékk að hvíla megnið af leiknum, en sem betur fer fyrir Grindavík kom það ekki að sök. „Hún fékk eitthvað í nárann, en hún er búin að vera veik svo að ég ætlaði ekki að láta hana spila mikið, ég vissi bara í dag hvort hún yrði með eða ekki. Hún átti að spila lítið en kannski ekki svona lítið en þar sem að hún var tæp þá bara hvíldum við hana.“ Nú virðast Grindvíkingar óðum að verða sterkari á svellinu margfrægra, búnar að taka sigur gegn topp fjórir liði og klára þennan leik gegn liði í neðri helmingnum örugglega. Er allt loks að smella saman í Grindavík? „Þetta er ekki allt að smella en það er ýmislegt að smella sem við erum búin að vera að vinna í og að. Vonandi heldur það áfram því við eigum alveg massíft prógram fyrir landsleikjahlé. Við þurfum bara að gefa okkur allar í það og reyna að bæta okkur.“ Subway-deild kvenna UMF Grindavík Breiðablik Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Sjá meira
Þorleifur Ólafsson, oftast betur þekktur sem Lalli, þjálfari Grindavíkinga, tók undir að byrjunin hefði verið ögn flöt. „Já heldur betur. Þetta gekk svo sem ekkert brösulega. Pínu lengi í gang en svo bara gekk þetta mjög vel, ég er ánægður með þetta.“ Lalli náði að rótera sínu liði vel í kvöld, en allir 12 leikmenn sem voru á skýrslu spiluðu í það minnsta tvær mínútur. Þorleifur var að vonum ánægður með það að geta leyft reynsluminni leikmönnum að tikka inn alvöru mínútur í reynslubankann. „Já það er gaman þegar maður getur það. Ég var pínu smeykur við það en svo þegar hann [Jeremy Smith, þjálfari Breiðabliks] fór að skipta líka inná þá nýtti ég tækifærið. Gaman fyrir stelpurnar að koma inn á og taka þátt.“ Grunnskólaneminn Hjörtfríður Óðinsdóttir var ein af þessum leikmönnum, en hún kom inná og byrjaði á að smella rándýrum þristi, og var á þeim tímapunkti með 100% nýtingu í deildinni yfir ferilinn, 2/2. Þarf Lalli ekki að fara að spila henni meira? „Ef hún heldur áfram að hitta svona þá er um að gera að láta hana spila!“ En það voru ekki eintóm gleðitíðindi í Grindavík í kvöld. Hekla Eik Nökkvadóttir, sem spilað hefur stórt hlutverk með liðinu í vetur lék aðeins rúmar 10 mínútur. Lalli sagði að það væru bæði meiðsli og veikindi að plaga hana, svo að hún fékk að hvíla megnið af leiknum, en sem betur fer fyrir Grindavík kom það ekki að sök. „Hún fékk eitthvað í nárann, en hún er búin að vera veik svo að ég ætlaði ekki að láta hana spila mikið, ég vissi bara í dag hvort hún yrði með eða ekki. Hún átti að spila lítið en kannski ekki svona lítið en þar sem að hún var tæp þá bara hvíldum við hana.“ Nú virðast Grindvíkingar óðum að verða sterkari á svellinu margfrægra, búnar að taka sigur gegn topp fjórir liði og klára þennan leik gegn liði í neðri helmingnum örugglega. Er allt loks að smella saman í Grindavík? „Þetta er ekki allt að smella en það er ýmislegt að smella sem við erum búin að vera að vinna í og að. Vonandi heldur það áfram því við eigum alveg massíft prógram fyrir landsleikjahlé. Við þurfum bara að gefa okkur allar í það og reyna að bæta okkur.“
Subway-deild kvenna UMF Grindavík Breiðablik Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Sjá meira