„Hvaða blað er kötturinn að lesa?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. janúar 2023 22:44 Kötturinn frægi úr myndbandi Bjarkar, sem fer hreinlega með stórleik. skjáskot „Ég fékk bara hugdettu, hvaða blað er kötturinn að lesa?“ segir Grétar Þór Sigurðsson spurður út í kveikjuna að stórskemmtilegu tísti þar sem hann svarar því sem margir hafa eflaust velt fyrir sér: hvað skyldi kötturinn í tónlistarmyndbandi Bjarkar fyrir lagið Triumph of a Heart vera að lesa? „Kisi hefur verið að glugga í Fréttablaðið frá 23. ágúst 2004 með morgunbollanum,“ skrifar Grétar Þór á Twitter. Hafið þið einhvern tímann velt því fyrir ykkur hvaða blað kötturinn í Triumph of a Heart er að lesa? ('I should buy a boat' kötturinn)Kisi hefur verið að glugga í Fréttablaðið frá 23. ágúst 2004 með morgunbollanum. pic.twitter.com/dXAHEbn5XO— Grétar Þór (@gretarsigurds) January 24, 2023 Grétar hafði þá komist að því hvaða dagblað kötturinn í myndbandi Bjarkar er að lesa eftir smá rannsóknarvinnu. „Ég hafði ekkert að gera þarna og gat alveg eins komist að því hvaða dagblað þetta sé í raun og veru. Lagið kom út árið 2004 og myndbandið 2005. Það var tekið upp á Íslandi þannig þetta hlaut að vera Fréttablaðið eða Morgunblaðið. Á Wikipedia-grein fyrir myndbandið komst ég svo að því hverjir tökudagar voru og þá minnkaði tímaramminn töluvert.“ Kötturinn fer í raun með stórleik í myndbandinu og lifir góðu lífi á internetinu þar sem fólk skrifar skemmtilegan texta við skjáskot af kisa að lesa dagblaðið, „Ég ætti að kaupa mér bát,“ hefur hann eflaust verið að hugsa. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0z-rhM-dcO8">watch on YouTube</a> „Þetta er stórkostlegt myndband,“ segir Grétar, sem sjálfur starfar sem blaðamaður, í samtali við Vísi. „Ég hvet fólk sem hefur áhuga á íslenskri samtímalistasögu að horfa á myndbandið því þarna bregður fyrir öllu helsta listafólki okkar tíma á skemmtistaðnum Sirkus.“ Þó blaðamannaferillinn sé tiltölulega nýhafinn hjá Grétari eru kollegar hans farnir að leggja til að hann verði tilnefndur til blaðamannaverðlauna fyrir fyrrgreinda rannsóknarvinnu. Við tíst Grétars minnir Aðalsteinn Kjartansson, samstarfsfélagi Grétars á fréttamiðlinum Heimildinni, á að frestur til tilnefninga renni út 3. febrúar: https://t.co/86iUFfLDIg— Aðalsteinn (@adalsteinnk) January 24, 2023 Tónlist Kettir Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
„Kisi hefur verið að glugga í Fréttablaðið frá 23. ágúst 2004 með morgunbollanum,“ skrifar Grétar Þór á Twitter. Hafið þið einhvern tímann velt því fyrir ykkur hvaða blað kötturinn í Triumph of a Heart er að lesa? ('I should buy a boat' kötturinn)Kisi hefur verið að glugga í Fréttablaðið frá 23. ágúst 2004 með morgunbollanum. pic.twitter.com/dXAHEbn5XO— Grétar Þór (@gretarsigurds) January 24, 2023 Grétar hafði þá komist að því hvaða dagblað kötturinn í myndbandi Bjarkar er að lesa eftir smá rannsóknarvinnu. „Ég hafði ekkert að gera þarna og gat alveg eins komist að því hvaða dagblað þetta sé í raun og veru. Lagið kom út árið 2004 og myndbandið 2005. Það var tekið upp á Íslandi þannig þetta hlaut að vera Fréttablaðið eða Morgunblaðið. Á Wikipedia-grein fyrir myndbandið komst ég svo að því hverjir tökudagar voru og þá minnkaði tímaramminn töluvert.“ Kötturinn fer í raun með stórleik í myndbandinu og lifir góðu lífi á internetinu þar sem fólk skrifar skemmtilegan texta við skjáskot af kisa að lesa dagblaðið, „Ég ætti að kaupa mér bát,“ hefur hann eflaust verið að hugsa. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0z-rhM-dcO8">watch on YouTube</a> „Þetta er stórkostlegt myndband,“ segir Grétar, sem sjálfur starfar sem blaðamaður, í samtali við Vísi. „Ég hvet fólk sem hefur áhuga á íslenskri samtímalistasögu að horfa á myndbandið því þarna bregður fyrir öllu helsta listafólki okkar tíma á skemmtistaðnum Sirkus.“ Þó blaðamannaferillinn sé tiltölulega nýhafinn hjá Grétari eru kollegar hans farnir að leggja til að hann verði tilnefndur til blaðamannaverðlauna fyrir fyrrgreinda rannsóknarvinnu. Við tíst Grétars minnir Aðalsteinn Kjartansson, samstarfsfélagi Grétars á fréttamiðlinum Heimildinni, á að frestur til tilnefninga renni út 3. febrúar: https://t.co/86iUFfLDIg— Aðalsteinn (@adalsteinnk) January 24, 2023
Tónlist Kettir Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira