Gætu orðið fyrstu bræðurnir til að mætast í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2023 13:30 Travis Kelce með liðsfélögum sínum hjá Kansas City Chiefs þeim Chris Jones og Frank Clark. Getty/Jason Hanna Fjögur lið eru eftir í úrslitakeppni NFL og um helgina kemur í ljós hvaða lið mætast í Super Bowl leiknum í ár. Þar gætu tveir bræður frá Ohio fylki skrifað söguna. Í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar mætast San Francisco 49ers og Philadelphia Eagles en leikurinn fer fram á Lincoln Financial Field í Philadelphiu. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar mætast Cincinnati Bengals og Kansas City Chiefs en leikurinn fer fram á Arrowhead Stadium í Kansas City. Bræðurnir sem gætu orðið þeir fyrstu til að mætast í Super Bowl eru þeir Travis Kelce og Jason Kelce. Travis Kelce er innherji hjá Kansas City Chiefs og af flestum talinn sá besti í sinni stöðu í NFL-deildinni. Travis er 33 ára og vann NFL-titilinn með Kansas City liðinu fyrir þremur árum. Eldri bróðir Travis er Jason Kelce sem er 35 ára og spilar sem senter hjá Philadelphia Eagles liðinu. Jason hefur líka orðið NFL meistari en hann vann titilinn með Eagles liðinu árið 2018. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Báðir bræðurnir eru meðal þeirra bestu í sinni stöðu og hafa verið lengi. Jason hefur fimm sinnum verið valinn í úrvalslið tímabilsins og Travis hefur komist þangað fjórum sinnum. Donna Kelce, móðir þeirra bræðra, er dugleg að mæta á leiki strákanna sinna og vakti athygli þegar hún náði að sjá báða leiki drengja sinna á sama degi. Hún nær því þó ekki á sunnudaginn og hefur Donna ákveðið að mæta á leikinn hjá Jason Kelce þar sem Philadelphia Eagles tekur á móti San Francisco 49ers. Hún verður örugglega á Super Bowl leiknum komist annar þeirra eða jafnvel báðir alla leið. NFL Ofurskálin Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar mætast San Francisco 49ers og Philadelphia Eagles en leikurinn fer fram á Lincoln Financial Field í Philadelphiu. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar mætast Cincinnati Bengals og Kansas City Chiefs en leikurinn fer fram á Arrowhead Stadium í Kansas City. Bræðurnir sem gætu orðið þeir fyrstu til að mætast í Super Bowl eru þeir Travis Kelce og Jason Kelce. Travis Kelce er innherji hjá Kansas City Chiefs og af flestum talinn sá besti í sinni stöðu í NFL-deildinni. Travis er 33 ára og vann NFL-titilinn með Kansas City liðinu fyrir þremur árum. Eldri bróðir Travis er Jason Kelce sem er 35 ára og spilar sem senter hjá Philadelphia Eagles liðinu. Jason hefur líka orðið NFL meistari en hann vann titilinn með Eagles liðinu árið 2018. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Báðir bræðurnir eru meðal þeirra bestu í sinni stöðu og hafa verið lengi. Jason hefur fimm sinnum verið valinn í úrvalslið tímabilsins og Travis hefur komist þangað fjórum sinnum. Donna Kelce, móðir þeirra bræðra, er dugleg að mæta á leiki strákanna sinna og vakti athygli þegar hún náði að sjá báða leiki drengja sinna á sama degi. Hún nær því þó ekki á sunnudaginn og hefur Donna ákveðið að mæta á leikinn hjá Jason Kelce þar sem Philadelphia Eagles tekur á móti San Francisco 49ers. Hún verður örugglega á Super Bowl leiknum komist annar þeirra eða jafnvel báðir alla leið.
NFL Ofurskálin Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira