Fjögurra ára og hámar í sig súrmat Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. janúar 2023 20:05 Alexander Þór, fjögurra ára , sem borðar súran mat með bestu lyst. Súrt slátur þykir honum þó allra best. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjögurra ára strákur á Suðurnesjum er engum líkur þegar kemur að því að borða súrmat því hann elskar ekkert meira en að borða súra lundabagga, hrútspunga, slátur og súran hval. Þá er hann líka sólgin í hákarl og drekkur mysu eins og mjólk. Alexander Þór Friðriksson er í leikskólanum Gimli í Reykjanesbæ. Hann er kátur og hress strákur, alltaf brosandi og ekkert feimin. Alltaf þegar hann heimsækir ömmu sína og afa á Freyjuvellina þá byrjar hann alltaf á því að fara inn í bílskúr til að athuga hvort það sé ekki til eitthvað súrmeti í fötum, eitthvað sem afi hans kenndi honum að borða þegar hann var innan við eins árs . Alexander Þór borðar allan súrmat með bestu lyst en súrt slátur þykir honum þó allra best. Og stundum tekur Alexander Þór upp á því að súpa mysuna beint upp úr fötunum inn í bílskúr. Og hann borðar líka hákarl eins og ekkert sé. En hvað segja foreldrarnir um Alexander Þór og súrmatinn, sem hann er svona sjúkur í? „Já, já, það bara sést, hann er brjálaður í þennan mat“, segir Friðrik Daði Bjarnason, pabbi Alexanders Þórs. „Hann fer bara sjálfur út í skúr og reynir að opna föturnar og biður afa svo að koma og skera góðgætið niður í bita, hann mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Eygló Alexandersdóttir, mamma Alexanders Þórs og brosir út í annað. En þetta hlýtur að vera mjög óvenjulegt? „Já, fólk segir okkur það allavega. Maður er bara alin upp við þetta allt sitt líf,“ segir Friðrik Daði og Eygló bætir við. „Ekki get ég borðað þetta, ég var bara dregin inn í þetta þegar ég kom inn í fjölskylduna, þannig að þetta er alveg sérstakt og Alexander Þór tekur þennan mat fram yfir allt annað“. Og Alexander Þór er meira að segja búin að ákveða hvað hann ætlar að verða þegar hann er orðinn stór. „Mig langar að vera flugvirki eins og pabbi,“ segir hann kátur og hress. Foreldrar Alexanders Þórs, Friðrik Daði Bjarnason og Eygló Alexandersdóttir með strákinn á milli sín. Fjölskyldan býr í Reykjanesbæ en þau eiga líka einn yngri son.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Þorramatur Krakkar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Alexander Þór Friðriksson er í leikskólanum Gimli í Reykjanesbæ. Hann er kátur og hress strákur, alltaf brosandi og ekkert feimin. Alltaf þegar hann heimsækir ömmu sína og afa á Freyjuvellina þá byrjar hann alltaf á því að fara inn í bílskúr til að athuga hvort það sé ekki til eitthvað súrmeti í fötum, eitthvað sem afi hans kenndi honum að borða þegar hann var innan við eins árs . Alexander Þór borðar allan súrmat með bestu lyst en súrt slátur þykir honum þó allra best. Og stundum tekur Alexander Þór upp á því að súpa mysuna beint upp úr fötunum inn í bílskúr. Og hann borðar líka hákarl eins og ekkert sé. En hvað segja foreldrarnir um Alexander Þór og súrmatinn, sem hann er svona sjúkur í? „Já, já, það bara sést, hann er brjálaður í þennan mat“, segir Friðrik Daði Bjarnason, pabbi Alexanders Þórs. „Hann fer bara sjálfur út í skúr og reynir að opna föturnar og biður afa svo að koma og skera góðgætið niður í bita, hann mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Eygló Alexandersdóttir, mamma Alexanders Þórs og brosir út í annað. En þetta hlýtur að vera mjög óvenjulegt? „Já, fólk segir okkur það allavega. Maður er bara alin upp við þetta allt sitt líf,“ segir Friðrik Daði og Eygló bætir við. „Ekki get ég borðað þetta, ég var bara dregin inn í þetta þegar ég kom inn í fjölskylduna, þannig að þetta er alveg sérstakt og Alexander Þór tekur þennan mat fram yfir allt annað“. Og Alexander Þór er meira að segja búin að ákveða hvað hann ætlar að verða þegar hann er orðinn stór. „Mig langar að vera flugvirki eins og pabbi,“ segir hann kátur og hress. Foreldrar Alexanders Þórs, Friðrik Daði Bjarnason og Eygló Alexandersdóttir með strákinn á milli sín. Fjölskyldan býr í Reykjanesbæ en þau eiga líka einn yngri son.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Þorramatur Krakkar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira