Upplifði flóðin fyrir fjörutíu árum síðan: „Þetta ýfir upp gömul sár“ Bjarki Sigurðsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 26. janúar 2023 15:56 Gísli Sverrisson segir flóðið á Patreksfirði hafa ýft upp gömul sár. Aðsend/Elfar Steinn Íbúi á Patreksfirði sem upplifið krapaflóðin fyrir fjörutíu árum síðan segir flóðið í dag hafa ýft upp gömul sár. Bæjarstjórinn segir íbúa vera skelkaða og að hlutirnir hefðu getað farið verr hefði flóðið átt sér stað tveimur klukkutímum áður. Krapaflóð féll á Patreksfirði í dag rétt rúmlega fjörutíu árum eftir að mannskæð krapaflóð féllu á bæinn úr sama gili. Engan sakaði og urðu engar skemmdir á húsum en hættustigi Almannavarna var lýst yfir um tíma. Gísli Sverrisson, íbúi á Patreksfirði, ræddi við útvarpsmanninn Gústa B um flóðin. „Þetta er bara slæm áminning á því hve náttúruöflin eru öflug og við ráðum ekkert við þau. Það eru margar tilfinningar í gangi, bæði hræðsla og áhyggjur af fólkinu í bænum. Öllu því sem er í kring. Maður er alltaf jafn þakklátur fyrir það hversu öflugir viðbragðsaðilar eru. Þau voru mjög fljót að bregðast við. Ég get varla lýst því hvaða tilfinningar eru að berjast í mér, þær eru mjög margar,“ segir Gísli. Klippa: Viðtal við íbúa á Patreksfirði Hann var lítill strákur þegar flóðin féllu á bæinn árið 1983 en man þó vel eftir þeim. Hann frétti af flóðinu þegar eiginkona hans hringdi í hann en hún starfar á bæjarskrifstofunni sem er við hliðina á þar sem flóðið féll. „Þá var alveg óljóst hvað þetta væri stórt eða hvað væri að gerast þannig séð. Hún sendi mér myndband af því hvað þetta var. Ég fæ svona hræðslukast og allt það, vildi fá hana í burtu alveg um leið, sækja strákinn minn í skólann og allt það. Það voru mín fyrstu viðbrögð. Þetta ýfir upp gömul sár. Ég var lítill snáði þegar krapaflóðin fóru hér fyrir fjörutíu árum síðan og man vel eftir því. Þetta ýfir upp sárin og minningar,“ segir Gísli. Klippa: Krapaflóð féll á Patreksfirði Töldu að verið væri að skafa göturnar Patreksfjörður tilheyrir Vesturbyggð og segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, að hún hafi fyrst talið að verið væri að skafa af götum bæjarins þegar flóðið átti sér stað. Starfsmenn bæjarskrifstofunnar voru þó fljótir að átta sig á því að það væri krapaflóð að renna niður Geirseyrargil og fóru viðbragðsaðilar strax í málin. „Það varð enginn fyrir flóðinu. Ef þetta hefði verið klukkan átta í morgun þá hefði þetta verið á mjög slæmum tíma. Þá eru krakkar að fara í skólann og fólk á leið í bíl í vinnu. Sem betur fer varð enginn fyrir flóðinu en það hefði getað verið verra. Flóðið lenti á bílum hérna á Aðalstrætinu sem stoppaði flóðið aðeins, kom í veg fyrir að það yrðu skemmdir á húsinu fyrir neðan. Flóðið lenti á húsi í bænum,“ segir Þórdís í samtali við fréttastofu. Þórdís Sif Sigurðardóttir mer bæjarstjóri Vesturbyggðar. Aðsend Mikilvægt að ræða málin Rauði krossinn var með viðveru í safnaðarheimili bæjarins eftir að flóðið féll en Þórdís segir það vera í takt við það sem rætt var á minningarathöfn um krapaflóðin 1983 sem fór fram núna á sunnudaginn. Íbúar ræddu um að engin áfallahjálp hafi verið í boði og að mikilvægt væri að fólk gæti unnið í sínum málum og rætt um þau. „Rauði Krossinn ætlar að vera með opið í einhvern tíma, bara til þess að taka á móti fólki og spjalla ef þeim líður þannig. Fólk er skelkað, það er áfall að flóðin verða. Það eru ekki komnar ofanflóðavarnir hérna fyrir ofan þar sem flóðið féll,“ segir Þórdís en Ofanflóðasjóður fer nú með frumathugun á varnarkostum á svæðinu. Áætlað er að ráðist verði í ofanflóðavarnaframkvæmdir 2024 til 2028 en það er háð því að fjármagn fáist í varnirnar. Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar fóru yfir málin ásamt viðbragðsaðilum. Elfar Steinn Einnig flóð á Bíldudal Einnig urðu önnur flóð í Vesturbyggð í dag, tvö á Bíldudal og eitt í Raknadalshlíð. Keyra þarf um veginn við Raknadalshlíð til að komast til og frá Patreksfirði en leiðinni hefur nú verið lokað vegna flóðsins. „Þetta var frekar stórt flóð. Það er bara í miðri hlíð ekki í gili þannig það er ákveðin hætta þar líka. Svo voru tvö flóð sem féllu á Bíldudal. Þau eru minni, annað féll á varnargarð sem er búið að reisa en hitt varð i gili sem á eftir að setja varnir í,“ segir Þórdís. Vesturbyggð Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Krapaflóð féll á Patreksfirði Krapaflóð féll á Patreksfirði á tíunda tímanum í dag. Engin hús eða manneskjur urðu fyrir flóðinu en það féll niður sama farveg og flóðið sem féll á Patreksfirði árið 1983. 26. janúar 2023 11:00 Hættustigi á Patreksfirði aflýst Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. 26. janúar 2023 13:27 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Krapaflóð féll á Patreksfirði í dag rétt rúmlega fjörutíu árum eftir að mannskæð krapaflóð féllu á bæinn úr sama gili. Engan sakaði og urðu engar skemmdir á húsum en hættustigi Almannavarna var lýst yfir um tíma. Gísli Sverrisson, íbúi á Patreksfirði, ræddi við útvarpsmanninn Gústa B um flóðin. „Þetta er bara slæm áminning á því hve náttúruöflin eru öflug og við ráðum ekkert við þau. Það eru margar tilfinningar í gangi, bæði hræðsla og áhyggjur af fólkinu í bænum. Öllu því sem er í kring. Maður er alltaf jafn þakklátur fyrir það hversu öflugir viðbragðsaðilar eru. Þau voru mjög fljót að bregðast við. Ég get varla lýst því hvaða tilfinningar eru að berjast í mér, þær eru mjög margar,“ segir Gísli. Klippa: Viðtal við íbúa á Patreksfirði Hann var lítill strákur þegar flóðin féllu á bæinn árið 1983 en man þó vel eftir þeim. Hann frétti af flóðinu þegar eiginkona hans hringdi í hann en hún starfar á bæjarskrifstofunni sem er við hliðina á þar sem flóðið féll. „Þá var alveg óljóst hvað þetta væri stórt eða hvað væri að gerast þannig séð. Hún sendi mér myndband af því hvað þetta var. Ég fæ svona hræðslukast og allt það, vildi fá hana í burtu alveg um leið, sækja strákinn minn í skólann og allt það. Það voru mín fyrstu viðbrögð. Þetta ýfir upp gömul sár. Ég var lítill snáði þegar krapaflóðin fóru hér fyrir fjörutíu árum síðan og man vel eftir því. Þetta ýfir upp sárin og minningar,“ segir Gísli. Klippa: Krapaflóð féll á Patreksfirði Töldu að verið væri að skafa göturnar Patreksfjörður tilheyrir Vesturbyggð og segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, að hún hafi fyrst talið að verið væri að skafa af götum bæjarins þegar flóðið átti sér stað. Starfsmenn bæjarskrifstofunnar voru þó fljótir að átta sig á því að það væri krapaflóð að renna niður Geirseyrargil og fóru viðbragðsaðilar strax í málin. „Það varð enginn fyrir flóðinu. Ef þetta hefði verið klukkan átta í morgun þá hefði þetta verið á mjög slæmum tíma. Þá eru krakkar að fara í skólann og fólk á leið í bíl í vinnu. Sem betur fer varð enginn fyrir flóðinu en það hefði getað verið verra. Flóðið lenti á bílum hérna á Aðalstrætinu sem stoppaði flóðið aðeins, kom í veg fyrir að það yrðu skemmdir á húsinu fyrir neðan. Flóðið lenti á húsi í bænum,“ segir Þórdís í samtali við fréttastofu. Þórdís Sif Sigurðardóttir mer bæjarstjóri Vesturbyggðar. Aðsend Mikilvægt að ræða málin Rauði krossinn var með viðveru í safnaðarheimili bæjarins eftir að flóðið féll en Þórdís segir það vera í takt við það sem rætt var á minningarathöfn um krapaflóðin 1983 sem fór fram núna á sunnudaginn. Íbúar ræddu um að engin áfallahjálp hafi verið í boði og að mikilvægt væri að fólk gæti unnið í sínum málum og rætt um þau. „Rauði Krossinn ætlar að vera með opið í einhvern tíma, bara til þess að taka á móti fólki og spjalla ef þeim líður þannig. Fólk er skelkað, það er áfall að flóðin verða. Það eru ekki komnar ofanflóðavarnir hérna fyrir ofan þar sem flóðið féll,“ segir Þórdís en Ofanflóðasjóður fer nú með frumathugun á varnarkostum á svæðinu. Áætlað er að ráðist verði í ofanflóðavarnaframkvæmdir 2024 til 2028 en það er háð því að fjármagn fáist í varnirnar. Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar fóru yfir málin ásamt viðbragðsaðilum. Elfar Steinn Einnig flóð á Bíldudal Einnig urðu önnur flóð í Vesturbyggð í dag, tvö á Bíldudal og eitt í Raknadalshlíð. Keyra þarf um veginn við Raknadalshlíð til að komast til og frá Patreksfirði en leiðinni hefur nú verið lokað vegna flóðsins. „Þetta var frekar stórt flóð. Það er bara í miðri hlíð ekki í gili þannig það er ákveðin hætta þar líka. Svo voru tvö flóð sem féllu á Bíldudal. Þau eru minni, annað féll á varnargarð sem er búið að reisa en hitt varð i gili sem á eftir að setja varnir í,“ segir Þórdís.
Vesturbyggð Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Krapaflóð féll á Patreksfirði Krapaflóð féll á Patreksfirði á tíunda tímanum í dag. Engin hús eða manneskjur urðu fyrir flóðinu en það féll niður sama farveg og flóðið sem féll á Patreksfirði árið 1983. 26. janúar 2023 11:00 Hættustigi á Patreksfirði aflýst Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. 26. janúar 2023 13:27 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Krapaflóð féll á Patreksfirði Krapaflóð féll á Patreksfirði á tíunda tímanum í dag. Engin hús eða manneskjur urðu fyrir flóðinu en það féll niður sama farveg og flóðið sem féll á Patreksfirði árið 1983. 26. janúar 2023 11:00
Hættustigi á Patreksfirði aflýst Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. 26. janúar 2023 13:27