„Mjög mikilvægt að við bregðumst við“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 26. janúar 2023 19:48 Flóðið sem féll í morgun er mun minna að umfangi en það fyrir fjörutíu árum síðan. Lítill snjór er í fjallinu fyrir ofan bæinn. Elfar Steinn Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir að illa hefði getað farið ef krapaflóð sem féll á Patreksfirði hefði fallið tveimur tímum fyrr. Íbúar væru skelkaðir enda ýfi flóðið upp gömul sár. Atvikið minni á mikilvægi ofanflóðavarna sem sárvanti á svæðinu. Flóðið féll á tíunda tímanum í morgun og er mun minna að umfangi en það sem féll fyrir fjörutíu árum síðan. Hvorki fólk né byggingar urðu fyrir flóðinu sem fór í sama farveg og flóðið sem féll á svæðinu árið 1983. „Við sitjum hérna í kaffi í ráðhúsinu og heyrum drunur. Og höldum fyrst að það sé verið að skafa klaka af götunum en svo áttum við okkur á því að það er flóð sem er hérna rétt við hliðina á húsinu,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Þórdís Sif Sigurðardóttir segir að íbúar séu skelkaðir enda hafi flóðið ýft upp gömul sár.Aðsend Viðbragðsaðilum var gert viðvart, hættustigi Almannavarna lýst yfir en síðar aflétt og ítrekaði yfirlögregluþjónn að engin hætta væri á ferðum. „Ef þetta hefði verið klukkan átta í morgun þá hefði þetta verið á mjög slæmum tíma, þar sem að krakkar eru að fara í skólann og líka fólk á bíl á leið í vinnuna. Sem betur fer þá varð enginn fyrir flóðinu en þetta hefði getað verið verra.“ Flóðið lenti á bílum sem að sögn Þórdísar hægði á ferð flóðsins sem annars hefði getað endað á byggingum. „Við erum svolítið skelkuð yfir þessu, þar sem að þetta rifjar upp þá atburði sem voru fyrir rétt rúmum fjörutíu árum,“ segir Þórdís. Rauði krossinn bauð upp á samverustund í safnaðarheimilinu í dag en á sunnudaginn síðasta minntust íbúar þess að fjörutíu ár væru liðin frá því að fjórir létust í krapaflóðum á svæðinu. Í dag, fjórum áratugum síðar, eru enn engar ofanflóðavarnir á svæðinu. Þórdís segir að frumathugun varnarkosta sé í ferli hjá ofanflóðasjóði og áætlað að farið verði í framkvæmdir á næstu fjórum árum. „Það er náttúrulega líka háð því að fjármagn fáist í varnirnar; að það verði fjármagn sett til ofanflóðasjóðs í þessi verkefni.“ Biðin eftir framkvæmdum sé óþægileg enda stöðug hætta til staðar. Þá segir Þórdís að nokkuð stórt flóð hafi fallið á Raknadalsheiði og tvö á Bíldudal. „Það er bæði hérna á Patreksfirði og á Bíldudal. Og svo náttúrulega hlíðin sem við þurfum að keyra undir þegar við förum suður og sækjum okkar þjónustu. Allar okkar leiðir liggja um þennan veg. Þannig að það er mikið verk fyrir höndum og mjög mikilvægt að við bregðumst við,“ segir Vesturbyggð Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustigi á Patreksfirði aflýst Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. 26. janúar 2023 13:27 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Flóðið féll á tíunda tímanum í morgun og er mun minna að umfangi en það sem féll fyrir fjörutíu árum síðan. Hvorki fólk né byggingar urðu fyrir flóðinu sem fór í sama farveg og flóðið sem féll á svæðinu árið 1983. „Við sitjum hérna í kaffi í ráðhúsinu og heyrum drunur. Og höldum fyrst að það sé verið að skafa klaka af götunum en svo áttum við okkur á því að það er flóð sem er hérna rétt við hliðina á húsinu,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Þórdís Sif Sigurðardóttir segir að íbúar séu skelkaðir enda hafi flóðið ýft upp gömul sár.Aðsend Viðbragðsaðilum var gert viðvart, hættustigi Almannavarna lýst yfir en síðar aflétt og ítrekaði yfirlögregluþjónn að engin hætta væri á ferðum. „Ef þetta hefði verið klukkan átta í morgun þá hefði þetta verið á mjög slæmum tíma, þar sem að krakkar eru að fara í skólann og líka fólk á bíl á leið í vinnuna. Sem betur fer þá varð enginn fyrir flóðinu en þetta hefði getað verið verra.“ Flóðið lenti á bílum sem að sögn Þórdísar hægði á ferð flóðsins sem annars hefði getað endað á byggingum. „Við erum svolítið skelkuð yfir þessu, þar sem að þetta rifjar upp þá atburði sem voru fyrir rétt rúmum fjörutíu árum,“ segir Þórdís. Rauði krossinn bauð upp á samverustund í safnaðarheimilinu í dag en á sunnudaginn síðasta minntust íbúar þess að fjörutíu ár væru liðin frá því að fjórir létust í krapaflóðum á svæðinu. Í dag, fjórum áratugum síðar, eru enn engar ofanflóðavarnir á svæðinu. Þórdís segir að frumathugun varnarkosta sé í ferli hjá ofanflóðasjóði og áætlað að farið verði í framkvæmdir á næstu fjórum árum. „Það er náttúrulega líka háð því að fjármagn fáist í varnirnar; að það verði fjármagn sett til ofanflóðasjóðs í þessi verkefni.“ Biðin eftir framkvæmdum sé óþægileg enda stöðug hætta til staðar. Þá segir Þórdís að nokkuð stórt flóð hafi fallið á Raknadalsheiði og tvö á Bíldudal. „Það er bæði hérna á Patreksfirði og á Bíldudal. Og svo náttúrulega hlíðin sem við þurfum að keyra undir þegar við förum suður og sækjum okkar þjónustu. Allar okkar leiðir liggja um þennan veg. Þannig að það er mikið verk fyrir höndum og mjög mikilvægt að við bregðumst við,“ segir
Vesturbyggð Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustigi á Patreksfirði aflýst Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. 26. janúar 2023 13:27 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Hættustigi á Patreksfirði aflýst Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. 26. janúar 2023 13:27