Arnar Guðjónsson um leikbannið: Séríslenskt að þjálfari fari alltaf í leikbann fyrir að vera vikið út úr húsi Andri Már Eggertsson skrifar 26. janúar 2023 21:00 Arnar Guðjónsson var ekki á hliðarlínunni gegn ÍR í kvöld Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki á hliðarlínunni þar sem hann var í leikbanni. Arnar tjáði sig um leikbannið og að hans mati er regluverkið ósanngjarnt gagnvart þjálfurum. „Ég var mjög ánægður með sigurinn. Þetta var mikilvægur sigur og nú eigum við innbyrðis viðureignina á ÍR og erum með forskot í töflunni. Þessi botnbarátta á eftir að vera mjög jöfn og þessi sigur gefur okkur bæði andrými og betri möguleika á að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir leik. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik og Stjarnan var einu stigi yfir í hálfleik. Stjarnan vann hins vegar seinni hálfleik með sautján stigum sem gladdi Arnar Guðjónsson. „Mér fannst við frákasta betur og töpuðum ekki jafn mörgum boltum ásamt því spiluðum við betri vörn. Hákon [Örn Hjálmarsson] spilaði eins og Kobe Bryant í fyrri hálfleik. Hann gerði þetta líka í bikarnum en okkur tókst að stoppa hann í seinni hálfleik sem breytti miklu.“ Arnar Guðjónsson var ekki á hliðarlínunni í leiknum þar sem hann var dæmdur í leikbann vegna framgöngu sinnar gegn Keflavík í síðustu umferð. „Það var rétt að mér var vikið út úr húsi þar sem við fengum þrjár tæknivillur á bekkinn. Ég hef verið að tala um fullt af reglum upp á síðkastið. Mér finnst leikbönn beint á þjálfara fyrir brottrekstur ekki rétt þar sem það er ekki regla frá FIBA heldur séríslenskt. Í Finnlandi og Svíþjóð þá gerist ekkert og þú þjálfar næsta leik en stundum ertu sektaður. Nema þú farir alveg yfir strikið þá ferðu í leikbann.“ „Þetta fer að verða rútína þar sem ég held að þetta sé í fjórða skipti sem ég fer í leikbann og við vinnum alltaf leikinn.“ Arnar hafði ekki hugmynd um það hvers vegna regluverkið er öðruvísi á Íslandi heldur en í nágrannalöndum. „Ég er körfuboltaþjálfari ekki lögfræðingur. Ég hef ekki hugmynd um það. Mér finnst þetta áhugaverður samanburður og ég hef nefnt þetta. Skítt með þjálfara en með leikmenn þá fá þeir áminningu og síðan bann ef þeim er vikið út úr húsi. Sú regla er sett þegar það var erfiðara að fá tæknivillu og óíþróttamannslega villu. Það er búið að lækka vægi á tæknivillu með einu vítaskoti. Ef til dæmis Hlynur Bæringsson verður óheppinn og fær tvær tæknivillur í næsta leik þá uppsker hann leikbann sem er eitthvað sem þarf að skoða.“ Armani Moore, Bandaríkjamaður Stjörnunnar, er ekki kominn með leikheimild þar sem sakavottorðið hans hefur ekki skilað sér. „Það er mjög gott að þú hafir trú á því að ég viti hvernig útlendingastofnun virkar. Ég hef ekki grænan. Hann hlýtur að fara fá leikheimild þar sem þetta er búið að vera helvíti langur tími og þetta hlýtur að koma að því að hann fái að kasta og grípa með okkur,“ sagði Arnar Guðjónsson léttur að lokum. Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira
„Ég var mjög ánægður með sigurinn. Þetta var mikilvægur sigur og nú eigum við innbyrðis viðureignina á ÍR og erum með forskot í töflunni. Þessi botnbarátta á eftir að vera mjög jöfn og þessi sigur gefur okkur bæði andrými og betri möguleika á að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir leik. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik og Stjarnan var einu stigi yfir í hálfleik. Stjarnan vann hins vegar seinni hálfleik með sautján stigum sem gladdi Arnar Guðjónsson. „Mér fannst við frákasta betur og töpuðum ekki jafn mörgum boltum ásamt því spiluðum við betri vörn. Hákon [Örn Hjálmarsson] spilaði eins og Kobe Bryant í fyrri hálfleik. Hann gerði þetta líka í bikarnum en okkur tókst að stoppa hann í seinni hálfleik sem breytti miklu.“ Arnar Guðjónsson var ekki á hliðarlínunni í leiknum þar sem hann var dæmdur í leikbann vegna framgöngu sinnar gegn Keflavík í síðustu umferð. „Það var rétt að mér var vikið út úr húsi þar sem við fengum þrjár tæknivillur á bekkinn. Ég hef verið að tala um fullt af reglum upp á síðkastið. Mér finnst leikbönn beint á þjálfara fyrir brottrekstur ekki rétt þar sem það er ekki regla frá FIBA heldur séríslenskt. Í Finnlandi og Svíþjóð þá gerist ekkert og þú þjálfar næsta leik en stundum ertu sektaður. Nema þú farir alveg yfir strikið þá ferðu í leikbann.“ „Þetta fer að verða rútína þar sem ég held að þetta sé í fjórða skipti sem ég fer í leikbann og við vinnum alltaf leikinn.“ Arnar hafði ekki hugmynd um það hvers vegna regluverkið er öðruvísi á Íslandi heldur en í nágrannalöndum. „Ég er körfuboltaþjálfari ekki lögfræðingur. Ég hef ekki hugmynd um það. Mér finnst þetta áhugaverður samanburður og ég hef nefnt þetta. Skítt með þjálfara en með leikmenn þá fá þeir áminningu og síðan bann ef þeim er vikið út úr húsi. Sú regla er sett þegar það var erfiðara að fá tæknivillu og óíþróttamannslega villu. Það er búið að lækka vægi á tæknivillu með einu vítaskoti. Ef til dæmis Hlynur Bæringsson verður óheppinn og fær tvær tæknivillur í næsta leik þá uppsker hann leikbann sem er eitthvað sem þarf að skoða.“ Armani Moore, Bandaríkjamaður Stjörnunnar, er ekki kominn með leikheimild þar sem sakavottorðið hans hefur ekki skilað sér. „Það er mjög gott að þú hafir trú á því að ég viti hvernig útlendingastofnun virkar. Ég hef ekki grænan. Hann hlýtur að fara fá leikheimild þar sem þetta er búið að vera helvíti langur tími og þetta hlýtur að koma að því að hann fái að kasta og grípa með okkur,“ sagði Arnar Guðjónsson léttur að lokum.
Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira