Mótmæltu eftir grimmilegt morð á sex lögregluþjónum Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2023 16:08 Vopnaðir lögregluþjónar á mótmælum í gær. AP/Odelyn Joseph Rúmlega hundrað núverandi og fyrrverandi lögregluþjónar mótmæltu á götum Port-au-Prince, höfuðborgar Haítí, í gær. Þeir lokuðu götum, skutu út í loftið og brutu sér leið inn í flugvöll borgarinnar og heimili forsætisráðherra landsins til að mótmæla því hve margir lögregluþjónar hafa verið skotnir til bana af meðlimum glæpagengja að undanförnu. Minnst tíu lögregluþjónar hafa verið skotnir til bana á undanfarinni viku samkvæmt upplýsingum sem AP fréttaveitan fékk hjá lögreglunni. Einn til viðbótar er alvarlega særður og annars er saknað. Myndbönd hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum á Haítí sem sýna nakin lík sex lögregluþjóna sem skotnir voru af glæpamönnum. Annað myndband sýnir tvo grímuklædda menn reykja sígarettur með afskornum höndum og fótum mannanna. Líkin eru enn í höndum meðlima gengisins Gan Grif. Óreiða hefur lengi einkennt Haítí en hún hefur náð nýjum hæðum frá því Jovenelle Moise, forseti landsins, var myrtur á heimili sínu árið 2021. Sjá einnig: Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Ariel Henry, sem leiðir núverandi ríkisstjórn Haítí, hefur kallað eftir því að á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að hermenn verði sendir til eyríkisins til að koma þar á lög og reglu. Hingað til hefur enginn verið tilbúinn til þess. Sendiherra Haítí gagnvart Sameinuðu þjóðunum kallaði síðast eftir aðstoð í dag en verið er að ræða mögulegt inngrip á Haítí. #BREAKING #CBSAlert #Haiti "The situation is grave." "We cannot wait. The security situation could worsen any day, and worsen the fate of the people who are already suffering terribly."@CBSNews | UnitedNations @HaitiMissionONU @USUN @BobRae48 @POTUS @JustinTrudeau pic.twitter.com/iGOh09pEV4— Pamela Falk CBS News Correspondent United Nations (@PamelaFalk) January 27, 2023 Henry var aldrei kjörinn í embætti en kosningar hafa ekki verið haldnar á Haítí um langt skeið. Til stóð að halda kosningar í nóvember en Henry rak alla meðlimi ráð sem skipuleggur kosningar landsins. Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða hann í fyrra þegar verið var að halda upp á viðburð til að marka sjálfstæði ríkisins. Glæpagengi Haítí eru nánast hömlulaus og skipta Port-au-Prince og stórum hlutum landsins sín á milli. Í fyrra var talið að um það bil níu þúsund lögregluþjónar hafi starfað á Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Eins og lögregluþjónarnir, krefjast glæpamenn þess einnig að Henry segi af sér. Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum. Haítí Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Minnst tíu lögregluþjónar hafa verið skotnir til bana á undanfarinni viku samkvæmt upplýsingum sem AP fréttaveitan fékk hjá lögreglunni. Einn til viðbótar er alvarlega særður og annars er saknað. Myndbönd hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum á Haítí sem sýna nakin lík sex lögregluþjóna sem skotnir voru af glæpamönnum. Annað myndband sýnir tvo grímuklædda menn reykja sígarettur með afskornum höndum og fótum mannanna. Líkin eru enn í höndum meðlima gengisins Gan Grif. Óreiða hefur lengi einkennt Haítí en hún hefur náð nýjum hæðum frá því Jovenelle Moise, forseti landsins, var myrtur á heimili sínu árið 2021. Sjá einnig: Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Ariel Henry, sem leiðir núverandi ríkisstjórn Haítí, hefur kallað eftir því að á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að hermenn verði sendir til eyríkisins til að koma þar á lög og reglu. Hingað til hefur enginn verið tilbúinn til þess. Sendiherra Haítí gagnvart Sameinuðu þjóðunum kallaði síðast eftir aðstoð í dag en verið er að ræða mögulegt inngrip á Haítí. #BREAKING #CBSAlert #Haiti "The situation is grave." "We cannot wait. The security situation could worsen any day, and worsen the fate of the people who are already suffering terribly."@CBSNews | UnitedNations @HaitiMissionONU @USUN @BobRae48 @POTUS @JustinTrudeau pic.twitter.com/iGOh09pEV4— Pamela Falk CBS News Correspondent United Nations (@PamelaFalk) January 27, 2023 Henry var aldrei kjörinn í embætti en kosningar hafa ekki verið haldnar á Haítí um langt skeið. Til stóð að halda kosningar í nóvember en Henry rak alla meðlimi ráð sem skipuleggur kosningar landsins. Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða hann í fyrra þegar verið var að halda upp á viðburð til að marka sjálfstæði ríkisins. Glæpagengi Haítí eru nánast hömlulaus og skipta Port-au-Prince og stórum hlutum landsins sín á milli. Í fyrra var talið að um það bil níu þúsund lögregluþjónar hafi starfað á Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Eins og lögregluþjónarnir, krefjast glæpamenn þess einnig að Henry segi af sér. Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum.
Haítí Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira