Mótmæltu eftir grimmilegt morð á sex lögregluþjónum Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2023 16:08 Vopnaðir lögregluþjónar á mótmælum í gær. AP/Odelyn Joseph Rúmlega hundrað núverandi og fyrrverandi lögregluþjónar mótmæltu á götum Port-au-Prince, höfuðborgar Haítí, í gær. Þeir lokuðu götum, skutu út í loftið og brutu sér leið inn í flugvöll borgarinnar og heimili forsætisráðherra landsins til að mótmæla því hve margir lögregluþjónar hafa verið skotnir til bana af meðlimum glæpagengja að undanförnu. Minnst tíu lögregluþjónar hafa verið skotnir til bana á undanfarinni viku samkvæmt upplýsingum sem AP fréttaveitan fékk hjá lögreglunni. Einn til viðbótar er alvarlega særður og annars er saknað. Myndbönd hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum á Haítí sem sýna nakin lík sex lögregluþjóna sem skotnir voru af glæpamönnum. Annað myndband sýnir tvo grímuklædda menn reykja sígarettur með afskornum höndum og fótum mannanna. Líkin eru enn í höndum meðlima gengisins Gan Grif. Óreiða hefur lengi einkennt Haítí en hún hefur náð nýjum hæðum frá því Jovenelle Moise, forseti landsins, var myrtur á heimili sínu árið 2021. Sjá einnig: Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Ariel Henry, sem leiðir núverandi ríkisstjórn Haítí, hefur kallað eftir því að á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að hermenn verði sendir til eyríkisins til að koma þar á lög og reglu. Hingað til hefur enginn verið tilbúinn til þess. Sendiherra Haítí gagnvart Sameinuðu þjóðunum kallaði síðast eftir aðstoð í dag en verið er að ræða mögulegt inngrip á Haítí. #BREAKING #CBSAlert #Haiti "The situation is grave." "We cannot wait. The security situation could worsen any day, and worsen the fate of the people who are already suffering terribly."@CBSNews | UnitedNations @HaitiMissionONU @USUN @BobRae48 @POTUS @JustinTrudeau pic.twitter.com/iGOh09pEV4— Pamela Falk CBS News Correspondent United Nations (@PamelaFalk) January 27, 2023 Henry var aldrei kjörinn í embætti en kosningar hafa ekki verið haldnar á Haítí um langt skeið. Til stóð að halda kosningar í nóvember en Henry rak alla meðlimi ráð sem skipuleggur kosningar landsins. Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða hann í fyrra þegar verið var að halda upp á viðburð til að marka sjálfstæði ríkisins. Glæpagengi Haítí eru nánast hömlulaus og skipta Port-au-Prince og stórum hlutum landsins sín á milli. Í fyrra var talið að um það bil níu þúsund lögregluþjónar hafi starfað á Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Eins og lögregluþjónarnir, krefjast glæpamenn þess einnig að Henry segi af sér. Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum. Haítí Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Minnst tíu lögregluþjónar hafa verið skotnir til bana á undanfarinni viku samkvæmt upplýsingum sem AP fréttaveitan fékk hjá lögreglunni. Einn til viðbótar er alvarlega særður og annars er saknað. Myndbönd hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum á Haítí sem sýna nakin lík sex lögregluþjóna sem skotnir voru af glæpamönnum. Annað myndband sýnir tvo grímuklædda menn reykja sígarettur með afskornum höndum og fótum mannanna. Líkin eru enn í höndum meðlima gengisins Gan Grif. Óreiða hefur lengi einkennt Haítí en hún hefur náð nýjum hæðum frá því Jovenelle Moise, forseti landsins, var myrtur á heimili sínu árið 2021. Sjá einnig: Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Ariel Henry, sem leiðir núverandi ríkisstjórn Haítí, hefur kallað eftir því að á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að hermenn verði sendir til eyríkisins til að koma þar á lög og reglu. Hingað til hefur enginn verið tilbúinn til þess. Sendiherra Haítí gagnvart Sameinuðu þjóðunum kallaði síðast eftir aðstoð í dag en verið er að ræða mögulegt inngrip á Haítí. #BREAKING #CBSAlert #Haiti "The situation is grave." "We cannot wait. The security situation could worsen any day, and worsen the fate of the people who are already suffering terribly."@CBSNews | UnitedNations @HaitiMissionONU @USUN @BobRae48 @POTUS @JustinTrudeau pic.twitter.com/iGOh09pEV4— Pamela Falk CBS News Correspondent United Nations (@PamelaFalk) January 27, 2023 Henry var aldrei kjörinn í embætti en kosningar hafa ekki verið haldnar á Haítí um langt skeið. Til stóð að halda kosningar í nóvember en Henry rak alla meðlimi ráð sem skipuleggur kosningar landsins. Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða hann í fyrra þegar verið var að halda upp á viðburð til að marka sjálfstæði ríkisins. Glæpagengi Haítí eru nánast hömlulaus og skipta Port-au-Prince og stórum hlutum landsins sín á milli. Í fyrra var talið að um það bil níu þúsund lögregluþjónar hafi starfað á Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Eins og lögregluþjónarnir, krefjast glæpamenn þess einnig að Henry segi af sér. Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum.
Haítí Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira