„Það væri frábært fyrir hvert einasta lið að vera með sína eigin dansara“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 29. janúar 2023 16:51 Ieva Dambrauskienė stofnaði sveit klappstýra í miðjum kórónuveirufaraldri. Þær hvetja nú áfram og dansa fyrir körfuboltalið Hauka. Hún segir liðið hafa fengið mjög góð viðbrögð, þá sérstaklega frá karlmönnum. Ieva er Litháensk og hafði áður tilheyrt eins klappliði þar í landi. Meðlimir íslenska klappliðsins eru frá Póllandi, Belarús, Litháen og Íslandi. „Aðal ástæðan fyrir því að ég stofnaði þetta lið er að ég þurfti að finna stað til að dansa eins og ég hafði áður gert,“ segir Ieva. Eins og sjá má er einfalt hliðarspor ekki alveg það sem þær gera í leikhléum.Aðsent Fyrst um sinn voru tólf konur í hópnum en að sögn Ievu stækkaði liðið fljótt. Þær byrjuðu fyrst á því að dansa fyrir lið í neðri deildum en skemmta nú bara fyrir körfuboltalið Hauka á heimaleikjum. „Við byrjuðum að dansa þar og þetta leiktímabil höfum við komið fram á nærri öllum heimaleikjum,“ segir Ieva. „Þetta er svolítið öðruvísi svið sem við erum að dansa á. Við erum ekki að keppa við neinn, við erum að styðja liðið og aðdáendur. Við reynum að njóta þess að vera úti á vellinum og senda frá okkur góða strauma.“ Hún segir mjög vinsælt að hafa klappstýrur á leikjum annars staðar í Evrópu og furðar sig á því að það hafi ekki verið hefð fyrir því á Íslandi. Þrátt fyrir að liðið sé fremur nýtt segir hún að þau hafi fengið góð viðbrögð. Fólk taki þeim almennt fagnandi. „Ég held að það væri frábært fyrir hvert einasta lið að vera með sína eigin dansara. Þetta er æðislegt fyrir bæði liðið og áhorfendur en auðvitað tekur það tíma fyrir þetta að þróast,“ segir Ieva en liðið hennar vilji stækka markaðinn fyrir þessu á Íslandi. Hópurinn hvetur áfram körfuboltalið Hauka á heimaleikjum. Aðsent Liðið leitar sér nú að fyrirtækjum til þess að styrkja starfsemina en dansararnir eru í sjálfboðavinnu. Hún segir mikla vinnu liggja að baki og allir dansararnir séu í annarri vinnu ofan á klappliðið. „Af því sem ég sé er fólk mjög hrifið af okkur, sérstaklega karlmennirnir,“ segir Ieva og hlær en hún segir dansinn hafa mikið skemmtanagildi. Þá hafi fólk haft orð á því við hana að það sé ánægt með að klapplið séu loksins komin til Íslands, enda sé kominn tími til. Fylgjast má með liðinu á Instagram og Tiktok. Hér að ofan má sjá myndband af klappliðinu leika listir sínar. Körfubolti Haukar Dans Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Ieva er Litháensk og hafði áður tilheyrt eins klappliði þar í landi. Meðlimir íslenska klappliðsins eru frá Póllandi, Belarús, Litháen og Íslandi. „Aðal ástæðan fyrir því að ég stofnaði þetta lið er að ég þurfti að finna stað til að dansa eins og ég hafði áður gert,“ segir Ieva. Eins og sjá má er einfalt hliðarspor ekki alveg það sem þær gera í leikhléum.Aðsent Fyrst um sinn voru tólf konur í hópnum en að sögn Ievu stækkaði liðið fljótt. Þær byrjuðu fyrst á því að dansa fyrir lið í neðri deildum en skemmta nú bara fyrir körfuboltalið Hauka á heimaleikjum. „Við byrjuðum að dansa þar og þetta leiktímabil höfum við komið fram á nærri öllum heimaleikjum,“ segir Ieva. „Þetta er svolítið öðruvísi svið sem við erum að dansa á. Við erum ekki að keppa við neinn, við erum að styðja liðið og aðdáendur. Við reynum að njóta þess að vera úti á vellinum og senda frá okkur góða strauma.“ Hún segir mjög vinsælt að hafa klappstýrur á leikjum annars staðar í Evrópu og furðar sig á því að það hafi ekki verið hefð fyrir því á Íslandi. Þrátt fyrir að liðið sé fremur nýtt segir hún að þau hafi fengið góð viðbrögð. Fólk taki þeim almennt fagnandi. „Ég held að það væri frábært fyrir hvert einasta lið að vera með sína eigin dansara. Þetta er æðislegt fyrir bæði liðið og áhorfendur en auðvitað tekur það tíma fyrir þetta að þróast,“ segir Ieva en liðið hennar vilji stækka markaðinn fyrir þessu á Íslandi. Hópurinn hvetur áfram körfuboltalið Hauka á heimaleikjum. Aðsent Liðið leitar sér nú að fyrirtækjum til þess að styrkja starfsemina en dansararnir eru í sjálfboðavinnu. Hún segir mikla vinnu liggja að baki og allir dansararnir séu í annarri vinnu ofan á klappliðið. „Af því sem ég sé er fólk mjög hrifið af okkur, sérstaklega karlmennirnir,“ segir Ieva og hlær en hún segir dansinn hafa mikið skemmtanagildi. Þá hafi fólk haft orð á því við hana að það sé ánægt með að klapplið séu loksins komin til Íslands, enda sé kominn tími til. Fylgjast má með liðinu á Instagram og Tiktok. Hér að ofan má sjá myndband af klappliðinu leika listir sínar.
Körfubolti Haukar Dans Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira